Næsti rektor Háskóla Íslands Torfi H. Tulinius skrifar 21. janúar 2015 07:00 Í apríl kjósa starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands nýjan rektor. Rektor er æðsti stjórnandi skólans, hefur talsverð völd og ber ríka ábyrgð, hvort sem litið er til fjármála og innra starfs skólans, eða ásýndar hans og orðstírs út á við. Kjörgengir til rektors eru þeir umsækjendur sem Háskólaráð hefur metið hæfa til embættisins: hún/hann sé prófessor eða hafi sýnt með rannsóknum og kennslu hæfi til að gegna slíkri stöðu. Enn fremur skal hún/hann hafa „leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun“. Háskólasamfélagið greiðir atkvæði um þau sem teljast embættisgeng. Atkvæði starfsmanna skólans sem hafa háskólapróf gilda 60%, atkvæði stúdenta 30% en atkvæði annarra starfsmanna 10%. Ef enginn fær hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu umferð er haldin önnur þar sem kosið er milli tveggja efstu. Að þessu loknu gerir Háskólaráð tillögu til menntamálaráðherra sem skipar rektor til fimm ára. Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir, bæði á embættisgengi og vægi atkvæða eftir stöðu, er þetta nokkuð lýðræðislegt fyrirkomulag. Ég veit ekki betur en að það sé einsdæmi í íslensku samfélagi að starfsmenn stofnunar eða fyrirtækis kjósi sér leiðtoga með þessum hætti. Fyrir því eru sögulegar ástæður en líka málefnalegar. Háskólar urðu til á miðöldum sem sjálfstæð samfélög kennara og fræðimanna. Það er því löng hefð fyrir jafningjastjórnun, sem hefur borið ríkulega ávexti: háskólar hafa jafnan verið aflvakar framfara í vísindum og tækni og ekki síður vettvangur hugmyndalegrar nýsköpunar. Mikilvægt er að þeir sem vinna við að búa til nýja þekkingu og þjálfa nemendur í öguðum en jafnframt skapandi vinnubrögðum fræðimannsins finni fyrir frelsi og ábyrgð sem því fylgir. Þess vegna er við hæfi að þeir velji sér forystukonu eða -mann og öðlist með því hlutdeild í framtíð og örlögum skólans.Skert völd Á undanförnum árum hefur verið þrengt að lýðræðishefð Háskólans. Áður var Háskólaráð skipað deildarforsetum, sem sjálfir voru kjörnir af starfsmönnum. Auk stúdenta, áttu þar m.a. sæti fulltrúar stéttarfélaga. Nú eru í ráðinu fulltrúar ríkisvalds, stúdenta og fulltrúar sem kjörnir eru af Háskólaþingi þar sem sitja stjórnendur skólans og fáeinir starfsmenn, mismargir eftir deildum. Umboð þessara „fulltrúa háskólasamfélagsins“ er óljósara en það sem deildarforsetar höfðu áður. Starfsmenn kjósa enn um deildarforseta, en völd þeirra eru mjög skert. Þeir sitja ekki í Háskólaráði og yfir þá hafa verið settir forsetar fræðasviða sem rektor ræður án kosningar. Loks eiga ráðningar akademískra starfsmanna sér ekki lengur stað eftir atkvæðagreiðslu í deild eins og áður var. Í ljósi þess hve frelsi og ábyrgð starfsmanna í kraftmiklu þekkingarsamfélagi Háskólans eru þýðingarmikil, má spyrja hvort þessar breytingar séu til bóta. Rektorskjör er kærkomið tækifæri til að ræða þessi mál. Það verður tekið vel eftir því sem væntanlegir frambjóðendur hafa um þau að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Í apríl kjósa starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands nýjan rektor. Rektor er æðsti stjórnandi skólans, hefur talsverð völd og ber ríka ábyrgð, hvort sem litið er til fjármála og innra starfs skólans, eða ásýndar hans og orðstírs út á við. Kjörgengir til rektors eru þeir umsækjendur sem Háskólaráð hefur metið hæfa til embættisins: hún/hann sé prófessor eða hafi sýnt með rannsóknum og kennslu hæfi til að gegna slíkri stöðu. Enn fremur skal hún/hann hafa „leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun“. Háskólasamfélagið greiðir atkvæði um þau sem teljast embættisgeng. Atkvæði starfsmanna skólans sem hafa háskólapróf gilda 60%, atkvæði stúdenta 30% en atkvæði annarra starfsmanna 10%. Ef enginn fær hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu umferð er haldin önnur þar sem kosið er milli tveggja efstu. Að þessu loknu gerir Háskólaráð tillögu til menntamálaráðherra sem skipar rektor til fimm ára. Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir, bæði á embættisgengi og vægi atkvæða eftir stöðu, er þetta nokkuð lýðræðislegt fyrirkomulag. Ég veit ekki betur en að það sé einsdæmi í íslensku samfélagi að starfsmenn stofnunar eða fyrirtækis kjósi sér leiðtoga með þessum hætti. Fyrir því eru sögulegar ástæður en líka málefnalegar. Háskólar urðu til á miðöldum sem sjálfstæð samfélög kennara og fræðimanna. Það er því löng hefð fyrir jafningjastjórnun, sem hefur borið ríkulega ávexti: háskólar hafa jafnan verið aflvakar framfara í vísindum og tækni og ekki síður vettvangur hugmyndalegrar nýsköpunar. Mikilvægt er að þeir sem vinna við að búa til nýja þekkingu og þjálfa nemendur í öguðum en jafnframt skapandi vinnubrögðum fræðimannsins finni fyrir frelsi og ábyrgð sem því fylgir. Þess vegna er við hæfi að þeir velji sér forystukonu eða -mann og öðlist með því hlutdeild í framtíð og örlögum skólans.Skert völd Á undanförnum árum hefur verið þrengt að lýðræðishefð Háskólans. Áður var Háskólaráð skipað deildarforsetum, sem sjálfir voru kjörnir af starfsmönnum. Auk stúdenta, áttu þar m.a. sæti fulltrúar stéttarfélaga. Nú eru í ráðinu fulltrúar ríkisvalds, stúdenta og fulltrúar sem kjörnir eru af Háskólaþingi þar sem sitja stjórnendur skólans og fáeinir starfsmenn, mismargir eftir deildum. Umboð þessara „fulltrúa háskólasamfélagsins“ er óljósara en það sem deildarforsetar höfðu áður. Starfsmenn kjósa enn um deildarforseta, en völd þeirra eru mjög skert. Þeir sitja ekki í Háskólaráði og yfir þá hafa verið settir forsetar fræðasviða sem rektor ræður án kosningar. Loks eiga ráðningar akademískra starfsmanna sér ekki lengur stað eftir atkvæðagreiðslu í deild eins og áður var. Í ljósi þess hve frelsi og ábyrgð starfsmanna í kraftmiklu þekkingarsamfélagi Háskólans eru þýðingarmikil, má spyrja hvort þessar breytingar séu til bóta. Rektorskjör er kærkomið tækifæri til að ræða þessi mál. Það verður tekið vel eftir því sem væntanlegir frambjóðendur hafa um þau að segja.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun