Næsti rektor Háskóla Íslands Torfi H. Tulinius skrifar 21. janúar 2015 07:00 Í apríl kjósa starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands nýjan rektor. Rektor er æðsti stjórnandi skólans, hefur talsverð völd og ber ríka ábyrgð, hvort sem litið er til fjármála og innra starfs skólans, eða ásýndar hans og orðstírs út á við. Kjörgengir til rektors eru þeir umsækjendur sem Háskólaráð hefur metið hæfa til embættisins: hún/hann sé prófessor eða hafi sýnt með rannsóknum og kennslu hæfi til að gegna slíkri stöðu. Enn fremur skal hún/hann hafa „leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun“. Háskólasamfélagið greiðir atkvæði um þau sem teljast embættisgeng. Atkvæði starfsmanna skólans sem hafa háskólapróf gilda 60%, atkvæði stúdenta 30% en atkvæði annarra starfsmanna 10%. Ef enginn fær hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu umferð er haldin önnur þar sem kosið er milli tveggja efstu. Að þessu loknu gerir Háskólaráð tillögu til menntamálaráðherra sem skipar rektor til fimm ára. Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir, bæði á embættisgengi og vægi atkvæða eftir stöðu, er þetta nokkuð lýðræðislegt fyrirkomulag. Ég veit ekki betur en að það sé einsdæmi í íslensku samfélagi að starfsmenn stofnunar eða fyrirtækis kjósi sér leiðtoga með þessum hætti. Fyrir því eru sögulegar ástæður en líka málefnalegar. Háskólar urðu til á miðöldum sem sjálfstæð samfélög kennara og fræðimanna. Það er því löng hefð fyrir jafningjastjórnun, sem hefur borið ríkulega ávexti: háskólar hafa jafnan verið aflvakar framfara í vísindum og tækni og ekki síður vettvangur hugmyndalegrar nýsköpunar. Mikilvægt er að þeir sem vinna við að búa til nýja þekkingu og þjálfa nemendur í öguðum en jafnframt skapandi vinnubrögðum fræðimannsins finni fyrir frelsi og ábyrgð sem því fylgir. Þess vegna er við hæfi að þeir velji sér forystukonu eða -mann og öðlist með því hlutdeild í framtíð og örlögum skólans.Skert völd Á undanförnum árum hefur verið þrengt að lýðræðishefð Háskólans. Áður var Háskólaráð skipað deildarforsetum, sem sjálfir voru kjörnir af starfsmönnum. Auk stúdenta, áttu þar m.a. sæti fulltrúar stéttarfélaga. Nú eru í ráðinu fulltrúar ríkisvalds, stúdenta og fulltrúar sem kjörnir eru af Háskólaþingi þar sem sitja stjórnendur skólans og fáeinir starfsmenn, mismargir eftir deildum. Umboð þessara „fulltrúa háskólasamfélagsins“ er óljósara en það sem deildarforsetar höfðu áður. Starfsmenn kjósa enn um deildarforseta, en völd þeirra eru mjög skert. Þeir sitja ekki í Háskólaráði og yfir þá hafa verið settir forsetar fræðasviða sem rektor ræður án kosningar. Loks eiga ráðningar akademískra starfsmanna sér ekki lengur stað eftir atkvæðagreiðslu í deild eins og áður var. Í ljósi þess hve frelsi og ábyrgð starfsmanna í kraftmiklu þekkingarsamfélagi Háskólans eru þýðingarmikil, má spyrja hvort þessar breytingar séu til bóta. Rektorskjör er kærkomið tækifæri til að ræða þessi mál. Það verður tekið vel eftir því sem væntanlegir frambjóðendur hafa um þau að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í apríl kjósa starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands nýjan rektor. Rektor er æðsti stjórnandi skólans, hefur talsverð völd og ber ríka ábyrgð, hvort sem litið er til fjármála og innra starfs skólans, eða ásýndar hans og orðstírs út á við. Kjörgengir til rektors eru þeir umsækjendur sem Háskólaráð hefur metið hæfa til embættisins: hún/hann sé prófessor eða hafi sýnt með rannsóknum og kennslu hæfi til að gegna slíkri stöðu. Enn fremur skal hún/hann hafa „leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun“. Háskólasamfélagið greiðir atkvæði um þau sem teljast embættisgeng. Atkvæði starfsmanna skólans sem hafa háskólapróf gilda 60%, atkvæði stúdenta 30% en atkvæði annarra starfsmanna 10%. Ef enginn fær hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu umferð er haldin önnur þar sem kosið er milli tveggja efstu. Að þessu loknu gerir Háskólaráð tillögu til menntamálaráðherra sem skipar rektor til fimm ára. Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir, bæði á embættisgengi og vægi atkvæða eftir stöðu, er þetta nokkuð lýðræðislegt fyrirkomulag. Ég veit ekki betur en að það sé einsdæmi í íslensku samfélagi að starfsmenn stofnunar eða fyrirtækis kjósi sér leiðtoga með þessum hætti. Fyrir því eru sögulegar ástæður en líka málefnalegar. Háskólar urðu til á miðöldum sem sjálfstæð samfélög kennara og fræðimanna. Það er því löng hefð fyrir jafningjastjórnun, sem hefur borið ríkulega ávexti: háskólar hafa jafnan verið aflvakar framfara í vísindum og tækni og ekki síður vettvangur hugmyndalegrar nýsköpunar. Mikilvægt er að þeir sem vinna við að búa til nýja þekkingu og þjálfa nemendur í öguðum en jafnframt skapandi vinnubrögðum fræðimannsins finni fyrir frelsi og ábyrgð sem því fylgir. Þess vegna er við hæfi að þeir velji sér forystukonu eða -mann og öðlist með því hlutdeild í framtíð og örlögum skólans.Skert völd Á undanförnum árum hefur verið þrengt að lýðræðishefð Háskólans. Áður var Háskólaráð skipað deildarforsetum, sem sjálfir voru kjörnir af starfsmönnum. Auk stúdenta, áttu þar m.a. sæti fulltrúar stéttarfélaga. Nú eru í ráðinu fulltrúar ríkisvalds, stúdenta og fulltrúar sem kjörnir eru af Háskólaþingi þar sem sitja stjórnendur skólans og fáeinir starfsmenn, mismargir eftir deildum. Umboð þessara „fulltrúa háskólasamfélagsins“ er óljósara en það sem deildarforsetar höfðu áður. Starfsmenn kjósa enn um deildarforseta, en völd þeirra eru mjög skert. Þeir sitja ekki í Háskólaráði og yfir þá hafa verið settir forsetar fræðasviða sem rektor ræður án kosningar. Loks eiga ráðningar akademískra starfsmanna sér ekki lengur stað eftir atkvæðagreiðslu í deild eins og áður var. Í ljósi þess hve frelsi og ábyrgð starfsmanna í kraftmiklu þekkingarsamfélagi Háskólans eru þýðingarmikil, má spyrja hvort þessar breytingar séu til bóta. Rektorskjör er kærkomið tækifæri til að ræða þessi mál. Það verður tekið vel eftir því sem væntanlegir frambjóðendur hafa um þau að segja.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun