Íslensk börn gætu haft það betra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 29. október 2015 07:00 Christine Puckering rannsakar hvers vegna íslensk börn hafa það gott og ætlar að miðla niðurstöðum rannsóknarinnar til Skotlands. Fréttablaðið/GVA „Þetta eru engin geimvísindi, þetta er miklu merkilegra,“ segir Christine Puckering sálfræðingur um velferð ungra barna og aðferðir til þess að auka nánd í tengslum barna og foreldra. „Fái barnið góðan grunn á fyrstu æviárum sínum þá er líklegra að það geti sjálft átt gott samband við börn sín á fullorðinsárum.“ Christine rannsakar hversu vel er staðið að velferð ungra barna í fjórum löndum, Íslandi, Hollandi, Finnlandi og Noregi, og fékk til þess styrk frá minningarsjóði Winston Churchill. Ísland - Aðkrepptir foreldrar„Ég furða mig á því hvers vegna íslenskum börnum virðist vegna vel. Það er ekki nægilega vel fylgst með afdrifum barna í áhættuhópi. Þá fylgist Barnavernd ekki nægilega með börnum yngri en þriggja ára. Ég tel að íslensk börn njóti hugsjónastarfs í heilbrigðisgeiranum. Það er tiltölulega lítill hópur heilbrigðisstarfsmanna sem vinnur magnað starf.“ Christine telur upp fleiri þætti í íslenskri samfélagsgerð sem mætti standa betur að. „Hrunið hefur haft áhrif hér á landi. Hér er vinnutími foreldra langur og þeir eiga því minni möguleika á frítíma með barninu sínu, þeir eru undir meira álagi og þurfa að vinna meira fyrir nauðsynjum.“ Þá nefnir hún að frítíma með barninu um helgar þurfi foreldrar oft að eyða í stórmörkuðum. Þá skortir sveigjanleika á vinnumarkaði og fleiri úrræði í dagvistun barna. Noregur - Best að vera barn í Noregi„Ég myndi vilja vera barn í Noregi. Vinnutíminn er styttri og á sunnudögum er eiginlega allt lokað. Norskar fjölskyldur gera eitthvað með börnunum annað en að fara í búðir,“ segir hún og kímir en hún hefur tekið eftir því að íslenskar fjölskyldur nota frítímann um helgar til að versla. „Í Noregi er einnig góð heilbrigðisþjónusta við foreldra og börn og fylgst með velferð þeirra. Þegar góð heilbrigðisþjónusta og fjölskylduvænar áherslur fyrirtækja og samfélags fara saman þá eiga börnin meiri möguleika. Holland - Sveigjanlegur vinnumarkaður„Í Hollandi dáðist ég að mæðraeftirlitinu. Heilbrigðisstarfsmaður heimsækir fjölskyldur eftir fæðingu barns í nokkrar klukkustundir á dag í viku til að styðja við þær. Starfsmaðurinn fylgist með heilsu móður og barns en aðstoðar líka á heimilinu og gerir viðvart til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra ef ástæða er til. Í Hollandi er sveigjanlegur vinnumarkaður ef til vill vegna þess að fæðingarorlof mæðra er ekki langt og feðra aðeins fáeinir dagar. Framboð á hlutastörfum er meira sem bæði kynin nýta sér og fleiri dagvistunarúrræði.“ Finnland - Finnar færa gjafirÍ Finnlandi eru nýir borgarar boðnir sérstaklega velkomnir með gjöfum sem nýtast fyrstu vikurnar og Christine er að auki hrifin af mikilli samhæfingu heilbrigðisstarfsfólks. Það sem reynist finnsku samfélagi erfiðast sé að veita jafna þjónustu til allra foreldra, sem búa sumir á strjálbýlum svæðum landsins. „Ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og sérhæft heilbrigðisstarfsfólk vinnur saman með fjölskyldunni þar til barn hefur skólagöngu sína, sjö ára gamalt, ég held það skipti máli.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sjá meira
„Þetta eru engin geimvísindi, þetta er miklu merkilegra,“ segir Christine Puckering sálfræðingur um velferð ungra barna og aðferðir til þess að auka nánd í tengslum barna og foreldra. „Fái barnið góðan grunn á fyrstu æviárum sínum þá er líklegra að það geti sjálft átt gott samband við börn sín á fullorðinsárum.“ Christine rannsakar hversu vel er staðið að velferð ungra barna í fjórum löndum, Íslandi, Hollandi, Finnlandi og Noregi, og fékk til þess styrk frá minningarsjóði Winston Churchill. Ísland - Aðkrepptir foreldrar„Ég furða mig á því hvers vegna íslenskum börnum virðist vegna vel. Það er ekki nægilega vel fylgst með afdrifum barna í áhættuhópi. Þá fylgist Barnavernd ekki nægilega með börnum yngri en þriggja ára. Ég tel að íslensk börn njóti hugsjónastarfs í heilbrigðisgeiranum. Það er tiltölulega lítill hópur heilbrigðisstarfsmanna sem vinnur magnað starf.“ Christine telur upp fleiri þætti í íslenskri samfélagsgerð sem mætti standa betur að. „Hrunið hefur haft áhrif hér á landi. Hér er vinnutími foreldra langur og þeir eiga því minni möguleika á frítíma með barninu sínu, þeir eru undir meira álagi og þurfa að vinna meira fyrir nauðsynjum.“ Þá nefnir hún að frítíma með barninu um helgar þurfi foreldrar oft að eyða í stórmörkuðum. Þá skortir sveigjanleika á vinnumarkaði og fleiri úrræði í dagvistun barna. Noregur - Best að vera barn í Noregi„Ég myndi vilja vera barn í Noregi. Vinnutíminn er styttri og á sunnudögum er eiginlega allt lokað. Norskar fjölskyldur gera eitthvað með börnunum annað en að fara í búðir,“ segir hún og kímir en hún hefur tekið eftir því að íslenskar fjölskyldur nota frítímann um helgar til að versla. „Í Noregi er einnig góð heilbrigðisþjónusta við foreldra og börn og fylgst með velferð þeirra. Þegar góð heilbrigðisþjónusta og fjölskylduvænar áherslur fyrirtækja og samfélags fara saman þá eiga börnin meiri möguleika. Holland - Sveigjanlegur vinnumarkaður„Í Hollandi dáðist ég að mæðraeftirlitinu. Heilbrigðisstarfsmaður heimsækir fjölskyldur eftir fæðingu barns í nokkrar klukkustundir á dag í viku til að styðja við þær. Starfsmaðurinn fylgist með heilsu móður og barns en aðstoðar líka á heimilinu og gerir viðvart til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra ef ástæða er til. Í Hollandi er sveigjanlegur vinnumarkaður ef til vill vegna þess að fæðingarorlof mæðra er ekki langt og feðra aðeins fáeinir dagar. Framboð á hlutastörfum er meira sem bæði kynin nýta sér og fleiri dagvistunarúrræði.“ Finnland - Finnar færa gjafirÍ Finnlandi eru nýir borgarar boðnir sérstaklega velkomnir með gjöfum sem nýtast fyrstu vikurnar og Christine er að auki hrifin af mikilli samhæfingu heilbrigðisstarfsfólks. Það sem reynist finnsku samfélagi erfiðast sé að veita jafna þjónustu til allra foreldra, sem búa sumir á strjálbýlum svæðum landsins. „Ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og sérhæft heilbrigðisstarfsfólk vinnur saman með fjölskyldunni þar til barn hefur skólagöngu sína, sjö ára gamalt, ég held það skipti máli.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sjá meira