Íslensk börn gætu haft það betra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 29. október 2015 07:00 Christine Puckering rannsakar hvers vegna íslensk börn hafa það gott og ætlar að miðla niðurstöðum rannsóknarinnar til Skotlands. Fréttablaðið/GVA „Þetta eru engin geimvísindi, þetta er miklu merkilegra,“ segir Christine Puckering sálfræðingur um velferð ungra barna og aðferðir til þess að auka nánd í tengslum barna og foreldra. „Fái barnið góðan grunn á fyrstu æviárum sínum þá er líklegra að það geti sjálft átt gott samband við börn sín á fullorðinsárum.“ Christine rannsakar hversu vel er staðið að velferð ungra barna í fjórum löndum, Íslandi, Hollandi, Finnlandi og Noregi, og fékk til þess styrk frá minningarsjóði Winston Churchill. Ísland - Aðkrepptir foreldrar„Ég furða mig á því hvers vegna íslenskum börnum virðist vegna vel. Það er ekki nægilega vel fylgst með afdrifum barna í áhættuhópi. Þá fylgist Barnavernd ekki nægilega með börnum yngri en þriggja ára. Ég tel að íslensk börn njóti hugsjónastarfs í heilbrigðisgeiranum. Það er tiltölulega lítill hópur heilbrigðisstarfsmanna sem vinnur magnað starf.“ Christine telur upp fleiri þætti í íslenskri samfélagsgerð sem mætti standa betur að. „Hrunið hefur haft áhrif hér á landi. Hér er vinnutími foreldra langur og þeir eiga því minni möguleika á frítíma með barninu sínu, þeir eru undir meira álagi og þurfa að vinna meira fyrir nauðsynjum.“ Þá nefnir hún að frítíma með barninu um helgar þurfi foreldrar oft að eyða í stórmörkuðum. Þá skortir sveigjanleika á vinnumarkaði og fleiri úrræði í dagvistun barna. Noregur - Best að vera barn í Noregi„Ég myndi vilja vera barn í Noregi. Vinnutíminn er styttri og á sunnudögum er eiginlega allt lokað. Norskar fjölskyldur gera eitthvað með börnunum annað en að fara í búðir,“ segir hún og kímir en hún hefur tekið eftir því að íslenskar fjölskyldur nota frítímann um helgar til að versla. „Í Noregi er einnig góð heilbrigðisþjónusta við foreldra og börn og fylgst með velferð þeirra. Þegar góð heilbrigðisþjónusta og fjölskylduvænar áherslur fyrirtækja og samfélags fara saman þá eiga börnin meiri möguleika. Holland - Sveigjanlegur vinnumarkaður„Í Hollandi dáðist ég að mæðraeftirlitinu. Heilbrigðisstarfsmaður heimsækir fjölskyldur eftir fæðingu barns í nokkrar klukkustundir á dag í viku til að styðja við þær. Starfsmaðurinn fylgist með heilsu móður og barns en aðstoðar líka á heimilinu og gerir viðvart til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra ef ástæða er til. Í Hollandi er sveigjanlegur vinnumarkaður ef til vill vegna þess að fæðingarorlof mæðra er ekki langt og feðra aðeins fáeinir dagar. Framboð á hlutastörfum er meira sem bæði kynin nýta sér og fleiri dagvistunarúrræði.“ Finnland - Finnar færa gjafirÍ Finnlandi eru nýir borgarar boðnir sérstaklega velkomnir með gjöfum sem nýtast fyrstu vikurnar og Christine er að auki hrifin af mikilli samhæfingu heilbrigðisstarfsfólks. Það sem reynist finnsku samfélagi erfiðast sé að veita jafna þjónustu til allra foreldra, sem búa sumir á strjálbýlum svæðum landsins. „Ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og sérhæft heilbrigðisstarfsfólk vinnur saman með fjölskyldunni þar til barn hefur skólagöngu sína, sjö ára gamalt, ég held það skipti máli.“ Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Þetta eru engin geimvísindi, þetta er miklu merkilegra,“ segir Christine Puckering sálfræðingur um velferð ungra barna og aðferðir til þess að auka nánd í tengslum barna og foreldra. „Fái barnið góðan grunn á fyrstu æviárum sínum þá er líklegra að það geti sjálft átt gott samband við börn sín á fullorðinsárum.“ Christine rannsakar hversu vel er staðið að velferð ungra barna í fjórum löndum, Íslandi, Hollandi, Finnlandi og Noregi, og fékk til þess styrk frá minningarsjóði Winston Churchill. Ísland - Aðkrepptir foreldrar„Ég furða mig á því hvers vegna íslenskum börnum virðist vegna vel. Það er ekki nægilega vel fylgst með afdrifum barna í áhættuhópi. Þá fylgist Barnavernd ekki nægilega með börnum yngri en þriggja ára. Ég tel að íslensk börn njóti hugsjónastarfs í heilbrigðisgeiranum. Það er tiltölulega lítill hópur heilbrigðisstarfsmanna sem vinnur magnað starf.“ Christine telur upp fleiri þætti í íslenskri samfélagsgerð sem mætti standa betur að. „Hrunið hefur haft áhrif hér á landi. Hér er vinnutími foreldra langur og þeir eiga því minni möguleika á frítíma með barninu sínu, þeir eru undir meira álagi og þurfa að vinna meira fyrir nauðsynjum.“ Þá nefnir hún að frítíma með barninu um helgar þurfi foreldrar oft að eyða í stórmörkuðum. Þá skortir sveigjanleika á vinnumarkaði og fleiri úrræði í dagvistun barna. Noregur - Best að vera barn í Noregi„Ég myndi vilja vera barn í Noregi. Vinnutíminn er styttri og á sunnudögum er eiginlega allt lokað. Norskar fjölskyldur gera eitthvað með börnunum annað en að fara í búðir,“ segir hún og kímir en hún hefur tekið eftir því að íslenskar fjölskyldur nota frítímann um helgar til að versla. „Í Noregi er einnig góð heilbrigðisþjónusta við foreldra og börn og fylgst með velferð þeirra. Þegar góð heilbrigðisþjónusta og fjölskylduvænar áherslur fyrirtækja og samfélags fara saman þá eiga börnin meiri möguleika. Holland - Sveigjanlegur vinnumarkaður„Í Hollandi dáðist ég að mæðraeftirlitinu. Heilbrigðisstarfsmaður heimsækir fjölskyldur eftir fæðingu barns í nokkrar klukkustundir á dag í viku til að styðja við þær. Starfsmaðurinn fylgist með heilsu móður og barns en aðstoðar líka á heimilinu og gerir viðvart til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra ef ástæða er til. Í Hollandi er sveigjanlegur vinnumarkaður ef til vill vegna þess að fæðingarorlof mæðra er ekki langt og feðra aðeins fáeinir dagar. Framboð á hlutastörfum er meira sem bæði kynin nýta sér og fleiri dagvistunarúrræði.“ Finnland - Finnar færa gjafirÍ Finnlandi eru nýir borgarar boðnir sérstaklega velkomnir með gjöfum sem nýtast fyrstu vikurnar og Christine er að auki hrifin af mikilli samhæfingu heilbrigðisstarfsfólks. Það sem reynist finnsku samfélagi erfiðast sé að veita jafna þjónustu til allra foreldra, sem búa sumir á strjálbýlum svæðum landsins. „Ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og sérhæft heilbrigðisstarfsfólk vinnur saman með fjölskyldunni þar til barn hefur skólagöngu sína, sjö ára gamalt, ég held það skipti máli.“
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent