Íslensk börn gætu haft það betra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 29. október 2015 07:00 Christine Puckering rannsakar hvers vegna íslensk börn hafa það gott og ætlar að miðla niðurstöðum rannsóknarinnar til Skotlands. Fréttablaðið/GVA „Þetta eru engin geimvísindi, þetta er miklu merkilegra,“ segir Christine Puckering sálfræðingur um velferð ungra barna og aðferðir til þess að auka nánd í tengslum barna og foreldra. „Fái barnið góðan grunn á fyrstu æviárum sínum þá er líklegra að það geti sjálft átt gott samband við börn sín á fullorðinsárum.“ Christine rannsakar hversu vel er staðið að velferð ungra barna í fjórum löndum, Íslandi, Hollandi, Finnlandi og Noregi, og fékk til þess styrk frá minningarsjóði Winston Churchill. Ísland - Aðkrepptir foreldrar„Ég furða mig á því hvers vegna íslenskum börnum virðist vegna vel. Það er ekki nægilega vel fylgst með afdrifum barna í áhættuhópi. Þá fylgist Barnavernd ekki nægilega með börnum yngri en þriggja ára. Ég tel að íslensk börn njóti hugsjónastarfs í heilbrigðisgeiranum. Það er tiltölulega lítill hópur heilbrigðisstarfsmanna sem vinnur magnað starf.“ Christine telur upp fleiri þætti í íslenskri samfélagsgerð sem mætti standa betur að. „Hrunið hefur haft áhrif hér á landi. Hér er vinnutími foreldra langur og þeir eiga því minni möguleika á frítíma með barninu sínu, þeir eru undir meira álagi og þurfa að vinna meira fyrir nauðsynjum.“ Þá nefnir hún að frítíma með barninu um helgar þurfi foreldrar oft að eyða í stórmörkuðum. Þá skortir sveigjanleika á vinnumarkaði og fleiri úrræði í dagvistun barna. Noregur - Best að vera barn í Noregi„Ég myndi vilja vera barn í Noregi. Vinnutíminn er styttri og á sunnudögum er eiginlega allt lokað. Norskar fjölskyldur gera eitthvað með börnunum annað en að fara í búðir,“ segir hún og kímir en hún hefur tekið eftir því að íslenskar fjölskyldur nota frítímann um helgar til að versla. „Í Noregi er einnig góð heilbrigðisþjónusta við foreldra og börn og fylgst með velferð þeirra. Þegar góð heilbrigðisþjónusta og fjölskylduvænar áherslur fyrirtækja og samfélags fara saman þá eiga börnin meiri möguleika. Holland - Sveigjanlegur vinnumarkaður„Í Hollandi dáðist ég að mæðraeftirlitinu. Heilbrigðisstarfsmaður heimsækir fjölskyldur eftir fæðingu barns í nokkrar klukkustundir á dag í viku til að styðja við þær. Starfsmaðurinn fylgist með heilsu móður og barns en aðstoðar líka á heimilinu og gerir viðvart til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra ef ástæða er til. Í Hollandi er sveigjanlegur vinnumarkaður ef til vill vegna þess að fæðingarorlof mæðra er ekki langt og feðra aðeins fáeinir dagar. Framboð á hlutastörfum er meira sem bæði kynin nýta sér og fleiri dagvistunarúrræði.“ Finnland - Finnar færa gjafirÍ Finnlandi eru nýir borgarar boðnir sérstaklega velkomnir með gjöfum sem nýtast fyrstu vikurnar og Christine er að auki hrifin af mikilli samhæfingu heilbrigðisstarfsfólks. Það sem reynist finnsku samfélagi erfiðast sé að veita jafna þjónustu til allra foreldra, sem búa sumir á strjálbýlum svæðum landsins. „Ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og sérhæft heilbrigðisstarfsfólk vinnur saman með fjölskyldunni þar til barn hefur skólagöngu sína, sjö ára gamalt, ég held það skipti máli.“ Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Þetta eru engin geimvísindi, þetta er miklu merkilegra,“ segir Christine Puckering sálfræðingur um velferð ungra barna og aðferðir til þess að auka nánd í tengslum barna og foreldra. „Fái barnið góðan grunn á fyrstu æviárum sínum þá er líklegra að það geti sjálft átt gott samband við börn sín á fullorðinsárum.“ Christine rannsakar hversu vel er staðið að velferð ungra barna í fjórum löndum, Íslandi, Hollandi, Finnlandi og Noregi, og fékk til þess styrk frá minningarsjóði Winston Churchill. Ísland - Aðkrepptir foreldrar„Ég furða mig á því hvers vegna íslenskum börnum virðist vegna vel. Það er ekki nægilega vel fylgst með afdrifum barna í áhættuhópi. Þá fylgist Barnavernd ekki nægilega með börnum yngri en þriggja ára. Ég tel að íslensk börn njóti hugsjónastarfs í heilbrigðisgeiranum. Það er tiltölulega lítill hópur heilbrigðisstarfsmanna sem vinnur magnað starf.“ Christine telur upp fleiri þætti í íslenskri samfélagsgerð sem mætti standa betur að. „Hrunið hefur haft áhrif hér á landi. Hér er vinnutími foreldra langur og þeir eiga því minni möguleika á frítíma með barninu sínu, þeir eru undir meira álagi og þurfa að vinna meira fyrir nauðsynjum.“ Þá nefnir hún að frítíma með barninu um helgar þurfi foreldrar oft að eyða í stórmörkuðum. Þá skortir sveigjanleika á vinnumarkaði og fleiri úrræði í dagvistun barna. Noregur - Best að vera barn í Noregi„Ég myndi vilja vera barn í Noregi. Vinnutíminn er styttri og á sunnudögum er eiginlega allt lokað. Norskar fjölskyldur gera eitthvað með börnunum annað en að fara í búðir,“ segir hún og kímir en hún hefur tekið eftir því að íslenskar fjölskyldur nota frítímann um helgar til að versla. „Í Noregi er einnig góð heilbrigðisþjónusta við foreldra og börn og fylgst með velferð þeirra. Þegar góð heilbrigðisþjónusta og fjölskylduvænar áherslur fyrirtækja og samfélags fara saman þá eiga börnin meiri möguleika. Holland - Sveigjanlegur vinnumarkaður„Í Hollandi dáðist ég að mæðraeftirlitinu. Heilbrigðisstarfsmaður heimsækir fjölskyldur eftir fæðingu barns í nokkrar klukkustundir á dag í viku til að styðja við þær. Starfsmaðurinn fylgist með heilsu móður og barns en aðstoðar líka á heimilinu og gerir viðvart til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra ef ástæða er til. Í Hollandi er sveigjanlegur vinnumarkaður ef til vill vegna þess að fæðingarorlof mæðra er ekki langt og feðra aðeins fáeinir dagar. Framboð á hlutastörfum er meira sem bæði kynin nýta sér og fleiri dagvistunarúrræði.“ Finnland - Finnar færa gjafirÍ Finnlandi eru nýir borgarar boðnir sérstaklega velkomnir með gjöfum sem nýtast fyrstu vikurnar og Christine er að auki hrifin af mikilli samhæfingu heilbrigðisstarfsfólks. Það sem reynist finnsku samfélagi erfiðast sé að veita jafna þjónustu til allra foreldra, sem búa sumir á strjálbýlum svæðum landsins. „Ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og sérhæft heilbrigðisstarfsfólk vinnur saman með fjölskyldunni þar til barn hefur skólagöngu sína, sjö ára gamalt, ég held það skipti máli.“
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira