Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2025 18:52 Umferð hefur víða raskast vegna snjóþungans í dag. Landsbjörg Áfram eru miklar tafir á ferðum Strætó á höfuðborgarsvæðinu og eru farþegar beðnir um að sýna þolinmæði. Fimm strætisvagnar eru fastir en aðeins einn sagður trufla umferð. Engir vagnar eru á nagladekkjum. Mælt er með því að fólk fylgist með staðsetningu vagna á rauntímakorti sem aðgengilegt er í appi og á heimasíðu Strætó í stað þess að einblína á tímatöflur. Þetta sagði Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs hjá Strætó, í samtali við fréttastofu á sjötta tímanum í dag. Steinar Karl Hlífarsson segir daginn hafa verið krefjandi fyrir Strætó eins og aðra. Strætó „Það gengur ekkert sérstaklega vel en það er svona að greiðast úr þessu. Það er líka því að þakka að það er búið að minnka mikið umferð á götunum núna og hætt að snjóa. Áætlunin er mjög mikið úr skorðum en við erum samt með bíla á öllum leiðum og að halda þjónustu á öllum leiðum,“ segir Steinar. Ólíklegt sé að það náist að rétta af tímaáætlanir fyrr en seint í kvöld. Mikið af fólki sé búið að vera í vögnunum í dag og greinileg aukning eftir hádegi miðað við venjubundnari þriðjudag. „Þetta gengur hægt en þetta gengur. Heilt yfir er þetta allt í lagi og engin óhöpp eða þannig. Þetta hefur gengið ágætlega miðað við aðstæður.“ Steinar segir að vagnar séu fastir við Óla Rún tún og Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, Stekkjarbakka og Gufunes í Reykjavík og Miðgarð í Garðabæ. Sá fyrsti sé bilaður en aðrir séu ekki fastir í umferðinni. Unnið sé að því að láta dráttarbíl færa vagnana. Ekki á nöglum Engir strætisvagnar eru á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Það var samningur gerður við borgina um að strætóleiðir væru í forgangi varðandi mokstur og þá værum við ekki á nöglum. Þetta hefur gengið ágætlega og við þurfum í 99,99% tilfella ekki að vera á nöglum,“ segir Steinar. Hann á von á því að staðan á leiðakerfinu lagist í kvöld eftir því sem snjómokstur heldur áfram og umferð minnkar. Fréttin hefur verið uppfærð. Strætó Veður Tengdar fréttir Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Mælt er með því að fólk fylgist með staðsetningu vagna á rauntímakorti sem aðgengilegt er í appi og á heimasíðu Strætó í stað þess að einblína á tímatöflur. Þetta sagði Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs hjá Strætó, í samtali við fréttastofu á sjötta tímanum í dag. Steinar Karl Hlífarsson segir daginn hafa verið krefjandi fyrir Strætó eins og aðra. Strætó „Það gengur ekkert sérstaklega vel en það er svona að greiðast úr þessu. Það er líka því að þakka að það er búið að minnka mikið umferð á götunum núna og hætt að snjóa. Áætlunin er mjög mikið úr skorðum en við erum samt með bíla á öllum leiðum og að halda þjónustu á öllum leiðum,“ segir Steinar. Ólíklegt sé að það náist að rétta af tímaáætlanir fyrr en seint í kvöld. Mikið af fólki sé búið að vera í vögnunum í dag og greinileg aukning eftir hádegi miðað við venjubundnari þriðjudag. „Þetta gengur hægt en þetta gengur. Heilt yfir er þetta allt í lagi og engin óhöpp eða þannig. Þetta hefur gengið ágætlega miðað við aðstæður.“ Steinar segir að vagnar séu fastir við Óla Rún tún og Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, Stekkjarbakka og Gufunes í Reykjavík og Miðgarð í Garðabæ. Sá fyrsti sé bilaður en aðrir séu ekki fastir í umferðinni. Unnið sé að því að láta dráttarbíl færa vagnana. Ekki á nöglum Engir strætisvagnar eru á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Það var samningur gerður við borgina um að strætóleiðir væru í forgangi varðandi mokstur og þá værum við ekki á nöglum. Þetta hefur gengið ágætlega og við þurfum í 99,99% tilfella ekki að vera á nöglum,“ segir Steinar. Hann á von á því að staðan á leiðakerfinu lagist í kvöld eftir því sem snjómokstur heldur áfram og umferð minnkar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Strætó Veður Tengdar fréttir Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58