Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. október 2025 20:51 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Egill Ráðgjafi sem fékk 160 milljónir króna greiddar fyrir störf sín fyrir embætti Ríkislögreglustjóra var ráðinn í tímabundið starf hjá embættinu tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir upplýsingum um starf ráðgjafans. Dómsmálaráðherra hyggst funda með ríkislögreglustjóra. Greint var frá í gær að embætti ríkislögreglustjóra hefði greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf alls 160 milljónir króna á síðustu fimm árum. Fyrirtækið er rekið til að sjá um starf Þórunnar Óðinsdóttur og er hún eini starfsmaður þess. Þórunn var fyrst fengin í minna hlutverk en fljótt bættust við verkefnin og var hún farin að sjá um flutninga embættisins frá Skúlagötu yfir á Rauðarárstíg vegna myglu, allt á tímakaupi upp á tæpar 36 þúsund krónur. Meðal þess sem hún gerði var að skreppa í Jysk. Blaðamaður RÚV byrjaði að grennslast fyrir um málið í maí en í lok ágúst höfðu reikningar Intru fyrir síðustu þrjá mánuði birst á Opnum reikningum. Í kjölfarið, þann 3. september, var send önnur fyrirspurn og óskað eftir öllum tímaskýrslum og reikningum. Þann 5. september hafði Þórunn verið ráðin í fullt starf í þrjá mánuði, án auglýsingar. Það var þó ekki fyrr en í svari embættis ríkislögreglustjóra við umfjöllun gærdagsins, þar sem greint var frá að Þórunn hefði nýverið verið ráðin í fullt starf, og var rökstuðningurinn að um væri að ræða hagkvæma ráðstöfun. Heimildir RÚV herma þá að tíu starfsmönnum ríkislögreglustjóra var sagt upp í sparnaðarskyni í gær. Í viðtali við RÚV segir Sigríður að húsnæðisbras, varnargarðar og heimsókn Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta séu meðal ástæðna fyrir því að hún taldi embættið þurfa á aðstoð ráðgjafans að halda. Þórunn var fengin til að verkstýra neyðarflutningum embættisins og hafi meðal annars aðstoðað við að flytja kassa og þrífa húsbúnað, oft á kvöldin og um helgar. Hún viðurkennir eftir á að hyggja að hún hefði átt að gera samning. Sjö milljónir króna til Jysk Jysk-ferðir Þórunnar vöktu athygli, sér í lagi þar sem eiginmaður hennar er Þórarinn Ingi Ólafsson, forstjóri móðurfélags og stjórnarformaður Jysk á Íslandi. RÚV greinir frá því að á meðan Sigríður Björk hefur gegnt embætti ríkislögreglustjóra hafi viðskipti við Jysk verið upp á sjö milljónir króna í 130 reikningum. Árin tvö áður en Sigríður tók við embætti og Þórunn tók til starfa námu reikningar frá Jysk 250 þúsund krónum. Í svari embættisins í gær sagði að ákvörðunin um að eiga í viðskiptum við Jysk hafi verið tekin af starfsmönnum embættisins og hafi þau vitað af tengslum hennar við verslunina. Hins vegar hafi verslunin boðið upp á hagkvæmasta verðlagið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gagnrýnir Sigríði Björk og segir það blasa við að standa hefði mátt betur að málum. Hún hyggst funda með ríkislögreglustjóra til að fá nánari skýringar. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglan Rekstur hins opinbera Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Tengdar fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. 28. október 2025 14:03 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Greint var frá í gær að embætti ríkislögreglustjóra hefði greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf alls 160 milljónir króna á síðustu fimm árum. Fyrirtækið er rekið til að sjá um starf Þórunnar Óðinsdóttur og er hún eini starfsmaður þess. Þórunn var fyrst fengin í minna hlutverk en fljótt bættust við verkefnin og var hún farin að sjá um flutninga embættisins frá Skúlagötu yfir á Rauðarárstíg vegna myglu, allt á tímakaupi upp á tæpar 36 þúsund krónur. Meðal þess sem hún gerði var að skreppa í Jysk. Blaðamaður RÚV byrjaði að grennslast fyrir um málið í maí en í lok ágúst höfðu reikningar Intru fyrir síðustu þrjá mánuði birst á Opnum reikningum. Í kjölfarið, þann 3. september, var send önnur fyrirspurn og óskað eftir öllum tímaskýrslum og reikningum. Þann 5. september hafði Þórunn verið ráðin í fullt starf í þrjá mánuði, án auglýsingar. Það var þó ekki fyrr en í svari embættis ríkislögreglustjóra við umfjöllun gærdagsins, þar sem greint var frá að Þórunn hefði nýverið verið ráðin í fullt starf, og var rökstuðningurinn að um væri að ræða hagkvæma ráðstöfun. Heimildir RÚV herma þá að tíu starfsmönnum ríkislögreglustjóra var sagt upp í sparnaðarskyni í gær. Í viðtali við RÚV segir Sigríður að húsnæðisbras, varnargarðar og heimsókn Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta séu meðal ástæðna fyrir því að hún taldi embættið þurfa á aðstoð ráðgjafans að halda. Þórunn var fengin til að verkstýra neyðarflutningum embættisins og hafi meðal annars aðstoðað við að flytja kassa og þrífa húsbúnað, oft á kvöldin og um helgar. Hún viðurkennir eftir á að hyggja að hún hefði átt að gera samning. Sjö milljónir króna til Jysk Jysk-ferðir Þórunnar vöktu athygli, sér í lagi þar sem eiginmaður hennar er Þórarinn Ingi Ólafsson, forstjóri móðurfélags og stjórnarformaður Jysk á Íslandi. RÚV greinir frá því að á meðan Sigríður Björk hefur gegnt embætti ríkislögreglustjóra hafi viðskipti við Jysk verið upp á sjö milljónir króna í 130 reikningum. Árin tvö áður en Sigríður tók við embætti og Þórunn tók til starfa námu reikningar frá Jysk 250 þúsund krónum. Í svari embættisins í gær sagði að ákvörðunin um að eiga í viðskiptum við Jysk hafi verið tekin af starfsmönnum embættisins og hafi þau vitað af tengslum hennar við verslunina. Hins vegar hafi verslunin boðið upp á hagkvæmasta verðlagið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gagnrýnir Sigríði Björk og segir það blasa við að standa hefði mátt betur að málum. Hún hyggst funda með ríkislögreglustjóra til að fá nánari skýringar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Rekstur hins opinbera Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Tengdar fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. 28. október 2025 14:03 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. 28. október 2025 14:03