Verð á áli heldur áfram að lækka Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti í byrjun júlí ávarp við undirritun viljayfirlýsingar um fjármögnun byggingar álvers við Hafursstaði í Skagafirði, en það er félagið Klappir Development sem stendur fyrir áformunum. mynd/klappir Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði enn í júlí og hefur nú lækkað um tæp 18 prósent frá nóvember 2014. Töluverðar birgðir af áli sem og aukin framleiðsla Kínverja skýrir lækkunina, sem hefur verið viðvarandi síðustu árin. Stærstu viðskiptavinir Landsvirkjunar eru álver og er hluti tekna fyrirtækisins bundinn álverði, en dregið hefur úr umfangi þess hluta í heildartekjum Landsvirkjunar.Hörður Arnarsson„Varðandi reksturinn þá eru þrír stærstu viðskiptavinir okkar álfyrirtækin, við fylgjumst því mjög grannt með áliðnaðinum og það sem einkennir álverð er að það er mjög sveiflukennt. Við höfum áður séð sveiflur og það hefur komið til baka og við vonum bara að það gerist aftur,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hörður segir að álverð hafi farið lengra niður en flestir áttu von á. Það hafi áhrif á afkomu Landsvirkjunar. „Það sem hefur áhrif á okkur er að hluti af okkar orkuframleiðslu er tengdur við þróun álverðs og það hefur áhrif á um 30 prósent af tekjum okkar. Við höfum dregið markvisst úr því og árið 2009 var þetta 51 prósent, þannig að áhrifin eru minni. En meðan verðið er svona tengt hefur þetta alltaf áhrif á framtíðartekjur okkar. Það mun sjást í uppgjörunum okkar.“ Nokkur álver eru á teikniborðinu, en Hörður segir að Landsvirkjun tjái sig ekki um verkefni í vinnslu vegna viðskiptalegra sjónarmiða. „Almennt má segja að svona lágt álverð hefur neikvæð áhrif á þau álverkefni sem menn eru að skoða á Íslandi og annars staðar. Það er alveg ljóst að það eru allar líkur á að það dragi úr vilja manna til að auka afköstin.Sigurður JóhannessonNorðurál vinnur að stækkun álvers á Grundartanga og hefur unnið lengi að byggingu álvers í Helguvík. Ágúst F. Hafberg er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli. „Við vinnum að stækkun á Grundartanga og það heldur bara áfram. Varðandi Helguvík þá erum við bara að bíða eftir orkumálum hjá HS Orku, það er svo sem ekkert meira um það að segja.“Lítið á seyði næstu árin Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, segir lækkandi álverð hafa áhrif á áhuga á byggingu álvera eða virkjana fyrir álver. Telur hann skynsamlegt að fara út í slíkar framkvæmdir út frá hagfræðilegu sjónarmiði? „Það er eitt hvað menn gera og annað hvað er skynsamlegt. Nei, ég held að það verði ekki af slíkum framkvæmdum. Ég reikna með að bæði sé áhugaleysi hjá þeim sem stjórna virkjanaframkvæmdum hér sem og álframleiðendum á því að gera eitthvað næstu árin. Ég sé ekki neinar líkur á því að það gerist neitt.“ Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði enn í júlí og hefur nú lækkað um tæp 18 prósent frá nóvember 2014. Töluverðar birgðir af áli sem og aukin framleiðsla Kínverja skýrir lækkunina, sem hefur verið viðvarandi síðustu árin. Stærstu viðskiptavinir Landsvirkjunar eru álver og er hluti tekna fyrirtækisins bundinn álverði, en dregið hefur úr umfangi þess hluta í heildartekjum Landsvirkjunar.Hörður Arnarsson„Varðandi reksturinn þá eru þrír stærstu viðskiptavinir okkar álfyrirtækin, við fylgjumst því mjög grannt með áliðnaðinum og það sem einkennir álverð er að það er mjög sveiflukennt. Við höfum áður séð sveiflur og það hefur komið til baka og við vonum bara að það gerist aftur,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hörður segir að álverð hafi farið lengra niður en flestir áttu von á. Það hafi áhrif á afkomu Landsvirkjunar. „Það sem hefur áhrif á okkur er að hluti af okkar orkuframleiðslu er tengdur við þróun álverðs og það hefur áhrif á um 30 prósent af tekjum okkar. Við höfum dregið markvisst úr því og árið 2009 var þetta 51 prósent, þannig að áhrifin eru minni. En meðan verðið er svona tengt hefur þetta alltaf áhrif á framtíðartekjur okkar. Það mun sjást í uppgjörunum okkar.“ Nokkur álver eru á teikniborðinu, en Hörður segir að Landsvirkjun tjái sig ekki um verkefni í vinnslu vegna viðskiptalegra sjónarmiða. „Almennt má segja að svona lágt álverð hefur neikvæð áhrif á þau álverkefni sem menn eru að skoða á Íslandi og annars staðar. Það er alveg ljóst að það eru allar líkur á að það dragi úr vilja manna til að auka afköstin.Sigurður JóhannessonNorðurál vinnur að stækkun álvers á Grundartanga og hefur unnið lengi að byggingu álvers í Helguvík. Ágúst F. Hafberg er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli. „Við vinnum að stækkun á Grundartanga og það heldur bara áfram. Varðandi Helguvík þá erum við bara að bíða eftir orkumálum hjá HS Orku, það er svo sem ekkert meira um það að segja.“Lítið á seyði næstu árin Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, segir lækkandi álverð hafa áhrif á áhuga á byggingu álvera eða virkjana fyrir álver. Telur hann skynsamlegt að fara út í slíkar framkvæmdir út frá hagfræðilegu sjónarmiði? „Það er eitt hvað menn gera og annað hvað er skynsamlegt. Nei, ég held að það verði ekki af slíkum framkvæmdum. Ég reikna með að bæði sé áhugaleysi hjá þeim sem stjórna virkjanaframkvæmdum hér sem og álframleiðendum á því að gera eitthvað næstu árin. Ég sé ekki neinar líkur á því að það gerist neitt.“
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira