Samkynhneigð hjón fá ekki skilnað því ákvæði vantar Ingvar Haraldsson skrifar 4. ágúst 2015 09:00 gay pride Lára segir að það þýði lítið fyrir Íslendinga að gefa sig út fyrir frjálslyndi ef samkynhneigð hjón geti ekki skilið hér á landi.fréttablaðið/vilhelm Samkynhneigð hjón frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig hér á landi árið 2011 fá ekki skilnað hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu því lagaheimild skortir. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna, segir engin lagaákvæði heimila skilnaði erlendra ríkisborgara búsettra erlendis hér á landi. Þá fái hjónin heldur ekki skilnað í heimalöndum sínum þar sem hjónabönd samkynhneigðra séu ekki viðurkennd þar. Lára bendir á að samkynhneigð erlend pör hafi verið hvött til að koma hingað til lands til að gifta sig þrátt fyrir að ekki hafa verið gert ráð fyrir í lögum að þau geti skilið. „Samkynhneigðir eru að koma hingað til lands til að gifta sig en svo þegar kemur að skilnaði koma þau að lokuðum dyrum,“ segir hún. Lára segist hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á málinu en talað fyrir daufum eyrum. „Ég er búin að skrifa Alþingi og innanríkisráðuneytinu bréf og tala sérstaklega við innanríkisráðherra og einhvern veginn yppa allir öxlum,“ segir Lára. Hún hafi einnig sent allsherjarnefnd Alþingis tillögu að lagabreytingu en fengið takmörkuð viðbrögð.Lára V. júlíusdóttir„Þetta er aðkallandi mál. Við getum ekkert verið að bjóða upp á þessa þjónustu og gefa okkur út fyrir að vera voða frjálslynd ef sú víðsýni nær ekki lengra en þetta,“ segir hún. Lára segir að samkvæmt lögum þurfi annar aðilinn í hjónabandi að hafa verið búsettur hér á landi í a.m.k. tvö ár séu báðir aðilar erlendir ríkisborgarar til að fá skilnað samþykktan. Engin slík ákvæði gilda um hjónabönd þar sem báðir aðilarnir séu erlendir ríkisborgar og búsettir erlendis. Lára bendir á að gagnkynhneigð hjón geti fengið skilnað í sínu heimalandi. „En ef þú ert samkynhneigður og býrð í landi þar sem hjúskapur samkynhneigðra er ekki viðurkenndur getur þú náttúrulega ekki fengið skilnað,“ segir Lára. Hugsað hafi verið fyrir þessu í lögum um staðfesta samvist. Þá geti erlendir ríkisborgarar búsettir erlendis sem skráð hafi sig í staðfesta samvist hér á landi getað slitið samvistinni fyrir íslenskum dómstólum. „Það kom ekkert sambærilegt ákvæði við lagabreytinguna um að samkynhneigðir gætu gift sig,“ segir Lára. Málinu verður stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í haust að sögn Láru. „Dómstóllinn hefur ekki lagalegar heimildir til þess að taka við þessum málum. Þannig að annaðhvort vísar Héraðsdómur og Hæstiréttur þessu frá eða Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé brot á mannréttindum,“ segir Lára. Fólk eigi rétt á að fá að gifta sig samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og ætti því að fá að skilja. Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Samkynhneigð hjón frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig hér á landi árið 2011 fá ekki skilnað hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu því lagaheimild skortir. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna, segir engin lagaákvæði heimila skilnaði erlendra ríkisborgara búsettra erlendis hér á landi. Þá fái hjónin heldur ekki skilnað í heimalöndum sínum þar sem hjónabönd samkynhneigðra séu ekki viðurkennd þar. Lára bendir á að samkynhneigð erlend pör hafi verið hvött til að koma hingað til lands til að gifta sig þrátt fyrir að ekki hafa verið gert ráð fyrir í lögum að þau geti skilið. „Samkynhneigðir eru að koma hingað til lands til að gifta sig en svo þegar kemur að skilnaði koma þau að lokuðum dyrum,“ segir hún. Lára segist hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á málinu en talað fyrir daufum eyrum. „Ég er búin að skrifa Alþingi og innanríkisráðuneytinu bréf og tala sérstaklega við innanríkisráðherra og einhvern veginn yppa allir öxlum,“ segir Lára. Hún hafi einnig sent allsherjarnefnd Alþingis tillögu að lagabreytingu en fengið takmörkuð viðbrögð.Lára V. júlíusdóttir„Þetta er aðkallandi mál. Við getum ekkert verið að bjóða upp á þessa þjónustu og gefa okkur út fyrir að vera voða frjálslynd ef sú víðsýni nær ekki lengra en þetta,“ segir hún. Lára segir að samkvæmt lögum þurfi annar aðilinn í hjónabandi að hafa verið búsettur hér á landi í a.m.k. tvö ár séu báðir aðilar erlendir ríkisborgarar til að fá skilnað samþykktan. Engin slík ákvæði gilda um hjónabönd þar sem báðir aðilarnir séu erlendir ríkisborgar og búsettir erlendis. Lára bendir á að gagnkynhneigð hjón geti fengið skilnað í sínu heimalandi. „En ef þú ert samkynhneigður og býrð í landi þar sem hjúskapur samkynhneigðra er ekki viðurkenndur getur þú náttúrulega ekki fengið skilnað,“ segir Lára. Hugsað hafi verið fyrir þessu í lögum um staðfesta samvist. Þá geti erlendir ríkisborgarar búsettir erlendis sem skráð hafi sig í staðfesta samvist hér á landi getað slitið samvistinni fyrir íslenskum dómstólum. „Það kom ekkert sambærilegt ákvæði við lagabreytinguna um að samkynhneigðir gætu gift sig,“ segir Lára. Málinu verður stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í haust að sögn Láru. „Dómstóllinn hefur ekki lagalegar heimildir til þess að taka við þessum málum. Þannig að annaðhvort vísar Héraðsdómur og Hæstiréttur þessu frá eða Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé brot á mannréttindum,“ segir Lára. Fólk eigi rétt á að fá að gifta sig samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og ætti því að fá að skilja.
Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira