Unglingar erlendra foreldra líklegari til að neyta vímuefna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júlí 2015 07:00 57 prósent unglinga sem eiga erlenda foreldra hafa neytt áfengis. Fréttablaðið/GVA „Niðurstöður síðustu fyrirlagningar sýna greinilega að unglingar sem eiga foreldra sem eru af erlendum uppruna eru miklum mun líklegri til að reykja, drekka áfengi eða nota ólögleg vímuefni en jafnaldrar þeirra,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri og stjórnandi ESPAD-rannsóknarinnar hér á landi. „Þannig hafa 33 prósent unglinga sem eiga báða foreldra af erlendu bergi brotna einhvern tíma reykt sígarettur, samanborið við 23 prósent þeirra þar sem annað foreldrið er erlent og 14 prósent þeirra sem eiga íslenska foreldra.“Ársæll Már ArnarssonÞetta kemur fram í Evrópsku vímuefnarannsókninni, ESPAD, hér á landi. Háskólinn á Akureyri hefur umsjón með rannsókninni sem er lögð fyrir alla nemendur í tíunda bekk. Þá hafa 57 prósent unglinga erlendra foreldra neytt áfengis um ævina samanborið við 32 prósent unglinga íslenskra foreldra. Enn fremur tekur rannsóknin á viðhorfi unglinga til skaðsemi vímuefna. Í þeim gögnum má sjá að unglingar sem eiga foreldra sem eru af erlendu bergi brotnir eru mun líklegri til að líta vímuefni jákvæðum augum. Til að mynda telja 18 prósent unglinga sem eiga erlenda foreldra að einn pakki af sígarettum á dag sé fólki ekki skaðlegur á móti fjórum prósentum barna sem eiga íslenska foreldra. Svipaða sögu er að segja um áfengi og kannabisefni. „Sennilega spila margir þættir inn í, sálfræðilegir, efnahagslegir og menningarlegir,“ segir Ársæll.„Það getur verið að hluti þessara unglinga upplifi sig utangarðs, en þegar viðhorf þeirra til skaðsemi vímuefna er skoðuð vaknar einnig spurning um það hvort þær forvarnaraðferðir sem reynst hafa svo vel fyrir aðra henti þessum hóp ekki eins vel. Þá er ekki ólíklegt að foreldrar þeirra hafi önnur viðhorf en almennt tíðkast meðal innfæddra Íslendinga. Þetta er vitanlega fjölbreytilegur hópur og líklega liggja margvíslegar ástæður að baki þessu og ólíklegt að einhver ein aðferð dugi til að draga úr vímuefnanotkun hans,“ segir hann. Ársæll segir að Íslendingar hafi ekki veitt heilsufari og þörfum innflytjenda nægjanlega athygli. Aðkallandi sé að efla rannsóknir á þessu sviði, efla forvarnir og fjölmenningarþekkingu þeirra sem vinna að forvörnum auk þess sem það sé mikilvægt að ná til foreldra unglinganna. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
„Niðurstöður síðustu fyrirlagningar sýna greinilega að unglingar sem eiga foreldra sem eru af erlendum uppruna eru miklum mun líklegri til að reykja, drekka áfengi eða nota ólögleg vímuefni en jafnaldrar þeirra,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri og stjórnandi ESPAD-rannsóknarinnar hér á landi. „Þannig hafa 33 prósent unglinga sem eiga báða foreldra af erlendu bergi brotna einhvern tíma reykt sígarettur, samanborið við 23 prósent þeirra þar sem annað foreldrið er erlent og 14 prósent þeirra sem eiga íslenska foreldra.“Ársæll Már ArnarssonÞetta kemur fram í Evrópsku vímuefnarannsókninni, ESPAD, hér á landi. Háskólinn á Akureyri hefur umsjón með rannsókninni sem er lögð fyrir alla nemendur í tíunda bekk. Þá hafa 57 prósent unglinga erlendra foreldra neytt áfengis um ævina samanborið við 32 prósent unglinga íslenskra foreldra. Enn fremur tekur rannsóknin á viðhorfi unglinga til skaðsemi vímuefna. Í þeim gögnum má sjá að unglingar sem eiga foreldra sem eru af erlendu bergi brotnir eru mun líklegri til að líta vímuefni jákvæðum augum. Til að mynda telja 18 prósent unglinga sem eiga erlenda foreldra að einn pakki af sígarettum á dag sé fólki ekki skaðlegur á móti fjórum prósentum barna sem eiga íslenska foreldra. Svipaða sögu er að segja um áfengi og kannabisefni. „Sennilega spila margir þættir inn í, sálfræðilegir, efnahagslegir og menningarlegir,“ segir Ársæll.„Það getur verið að hluti þessara unglinga upplifi sig utangarðs, en þegar viðhorf þeirra til skaðsemi vímuefna er skoðuð vaknar einnig spurning um það hvort þær forvarnaraðferðir sem reynst hafa svo vel fyrir aðra henti þessum hóp ekki eins vel. Þá er ekki ólíklegt að foreldrar þeirra hafi önnur viðhorf en almennt tíðkast meðal innfæddra Íslendinga. Þetta er vitanlega fjölbreytilegur hópur og líklega liggja margvíslegar ástæður að baki þessu og ólíklegt að einhver ein aðferð dugi til að draga úr vímuefnanotkun hans,“ segir hann. Ársæll segir að Íslendingar hafi ekki veitt heilsufari og þörfum innflytjenda nægjanlega athygli. Aðkallandi sé að efla rannsóknir á þessu sviði, efla forvarnir og fjölmenningarþekkingu þeirra sem vinna að forvörnum auk þess sem það sé mikilvægt að ná til foreldra unglinganna.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira