Unglingar erlendra foreldra líklegari til að neyta vímuefna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júlí 2015 07:00 57 prósent unglinga sem eiga erlenda foreldra hafa neytt áfengis. Fréttablaðið/GVA „Niðurstöður síðustu fyrirlagningar sýna greinilega að unglingar sem eiga foreldra sem eru af erlendum uppruna eru miklum mun líklegri til að reykja, drekka áfengi eða nota ólögleg vímuefni en jafnaldrar þeirra,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri og stjórnandi ESPAD-rannsóknarinnar hér á landi. „Þannig hafa 33 prósent unglinga sem eiga báða foreldra af erlendu bergi brotna einhvern tíma reykt sígarettur, samanborið við 23 prósent þeirra þar sem annað foreldrið er erlent og 14 prósent þeirra sem eiga íslenska foreldra.“Ársæll Már ArnarssonÞetta kemur fram í Evrópsku vímuefnarannsókninni, ESPAD, hér á landi. Háskólinn á Akureyri hefur umsjón með rannsókninni sem er lögð fyrir alla nemendur í tíunda bekk. Þá hafa 57 prósent unglinga erlendra foreldra neytt áfengis um ævina samanborið við 32 prósent unglinga íslenskra foreldra. Enn fremur tekur rannsóknin á viðhorfi unglinga til skaðsemi vímuefna. Í þeim gögnum má sjá að unglingar sem eiga foreldra sem eru af erlendu bergi brotnir eru mun líklegri til að líta vímuefni jákvæðum augum. Til að mynda telja 18 prósent unglinga sem eiga erlenda foreldra að einn pakki af sígarettum á dag sé fólki ekki skaðlegur á móti fjórum prósentum barna sem eiga íslenska foreldra. Svipaða sögu er að segja um áfengi og kannabisefni. „Sennilega spila margir þættir inn í, sálfræðilegir, efnahagslegir og menningarlegir,“ segir Ársæll.„Það getur verið að hluti þessara unglinga upplifi sig utangarðs, en þegar viðhorf þeirra til skaðsemi vímuefna er skoðuð vaknar einnig spurning um það hvort þær forvarnaraðferðir sem reynst hafa svo vel fyrir aðra henti þessum hóp ekki eins vel. Þá er ekki ólíklegt að foreldrar þeirra hafi önnur viðhorf en almennt tíðkast meðal innfæddra Íslendinga. Þetta er vitanlega fjölbreytilegur hópur og líklega liggja margvíslegar ástæður að baki þessu og ólíklegt að einhver ein aðferð dugi til að draga úr vímuefnanotkun hans,“ segir hann. Ársæll segir að Íslendingar hafi ekki veitt heilsufari og þörfum innflytjenda nægjanlega athygli. Aðkallandi sé að efla rannsóknir á þessu sviði, efla forvarnir og fjölmenningarþekkingu þeirra sem vinna að forvörnum auk þess sem það sé mikilvægt að ná til foreldra unglinganna. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
„Niðurstöður síðustu fyrirlagningar sýna greinilega að unglingar sem eiga foreldra sem eru af erlendum uppruna eru miklum mun líklegri til að reykja, drekka áfengi eða nota ólögleg vímuefni en jafnaldrar þeirra,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri og stjórnandi ESPAD-rannsóknarinnar hér á landi. „Þannig hafa 33 prósent unglinga sem eiga báða foreldra af erlendu bergi brotna einhvern tíma reykt sígarettur, samanborið við 23 prósent þeirra þar sem annað foreldrið er erlent og 14 prósent þeirra sem eiga íslenska foreldra.“Ársæll Már ArnarssonÞetta kemur fram í Evrópsku vímuefnarannsókninni, ESPAD, hér á landi. Háskólinn á Akureyri hefur umsjón með rannsókninni sem er lögð fyrir alla nemendur í tíunda bekk. Þá hafa 57 prósent unglinga erlendra foreldra neytt áfengis um ævina samanborið við 32 prósent unglinga íslenskra foreldra. Enn fremur tekur rannsóknin á viðhorfi unglinga til skaðsemi vímuefna. Í þeim gögnum má sjá að unglingar sem eiga foreldra sem eru af erlendu bergi brotnir eru mun líklegri til að líta vímuefni jákvæðum augum. Til að mynda telja 18 prósent unglinga sem eiga erlenda foreldra að einn pakki af sígarettum á dag sé fólki ekki skaðlegur á móti fjórum prósentum barna sem eiga íslenska foreldra. Svipaða sögu er að segja um áfengi og kannabisefni. „Sennilega spila margir þættir inn í, sálfræðilegir, efnahagslegir og menningarlegir,“ segir Ársæll.„Það getur verið að hluti þessara unglinga upplifi sig utangarðs, en þegar viðhorf þeirra til skaðsemi vímuefna er skoðuð vaknar einnig spurning um það hvort þær forvarnaraðferðir sem reynst hafa svo vel fyrir aðra henti þessum hóp ekki eins vel. Þá er ekki ólíklegt að foreldrar þeirra hafi önnur viðhorf en almennt tíðkast meðal innfæddra Íslendinga. Þetta er vitanlega fjölbreytilegur hópur og líklega liggja margvíslegar ástæður að baki þessu og ólíklegt að einhver ein aðferð dugi til að draga úr vímuefnanotkun hans,“ segir hann. Ársæll segir að Íslendingar hafi ekki veitt heilsufari og þörfum innflytjenda nægjanlega athygli. Aðkallandi sé að efla rannsóknir á þessu sviði, efla forvarnir og fjölmenningarþekkingu þeirra sem vinna að forvörnum auk þess sem það sé mikilvægt að ná til foreldra unglinganna.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira