Unglingar erlendra foreldra líklegari til að neyta vímuefna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júlí 2015 07:00 57 prósent unglinga sem eiga erlenda foreldra hafa neytt áfengis. Fréttablaðið/GVA „Niðurstöður síðustu fyrirlagningar sýna greinilega að unglingar sem eiga foreldra sem eru af erlendum uppruna eru miklum mun líklegri til að reykja, drekka áfengi eða nota ólögleg vímuefni en jafnaldrar þeirra,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri og stjórnandi ESPAD-rannsóknarinnar hér á landi. „Þannig hafa 33 prósent unglinga sem eiga báða foreldra af erlendu bergi brotna einhvern tíma reykt sígarettur, samanborið við 23 prósent þeirra þar sem annað foreldrið er erlent og 14 prósent þeirra sem eiga íslenska foreldra.“Ársæll Már ArnarssonÞetta kemur fram í Evrópsku vímuefnarannsókninni, ESPAD, hér á landi. Háskólinn á Akureyri hefur umsjón með rannsókninni sem er lögð fyrir alla nemendur í tíunda bekk. Þá hafa 57 prósent unglinga erlendra foreldra neytt áfengis um ævina samanborið við 32 prósent unglinga íslenskra foreldra. Enn fremur tekur rannsóknin á viðhorfi unglinga til skaðsemi vímuefna. Í þeim gögnum má sjá að unglingar sem eiga foreldra sem eru af erlendu bergi brotnir eru mun líklegri til að líta vímuefni jákvæðum augum. Til að mynda telja 18 prósent unglinga sem eiga erlenda foreldra að einn pakki af sígarettum á dag sé fólki ekki skaðlegur á móti fjórum prósentum barna sem eiga íslenska foreldra. Svipaða sögu er að segja um áfengi og kannabisefni. „Sennilega spila margir þættir inn í, sálfræðilegir, efnahagslegir og menningarlegir,“ segir Ársæll.„Það getur verið að hluti þessara unglinga upplifi sig utangarðs, en þegar viðhorf þeirra til skaðsemi vímuefna er skoðuð vaknar einnig spurning um það hvort þær forvarnaraðferðir sem reynst hafa svo vel fyrir aðra henti þessum hóp ekki eins vel. Þá er ekki ólíklegt að foreldrar þeirra hafi önnur viðhorf en almennt tíðkast meðal innfæddra Íslendinga. Þetta er vitanlega fjölbreytilegur hópur og líklega liggja margvíslegar ástæður að baki þessu og ólíklegt að einhver ein aðferð dugi til að draga úr vímuefnanotkun hans,“ segir hann. Ársæll segir að Íslendingar hafi ekki veitt heilsufari og þörfum innflytjenda nægjanlega athygli. Aðkallandi sé að efla rannsóknir á þessu sviði, efla forvarnir og fjölmenningarþekkingu þeirra sem vinna að forvörnum auk þess sem það sé mikilvægt að ná til foreldra unglinganna. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Niðurstöður síðustu fyrirlagningar sýna greinilega að unglingar sem eiga foreldra sem eru af erlendum uppruna eru miklum mun líklegri til að reykja, drekka áfengi eða nota ólögleg vímuefni en jafnaldrar þeirra,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri og stjórnandi ESPAD-rannsóknarinnar hér á landi. „Þannig hafa 33 prósent unglinga sem eiga báða foreldra af erlendu bergi brotna einhvern tíma reykt sígarettur, samanborið við 23 prósent þeirra þar sem annað foreldrið er erlent og 14 prósent þeirra sem eiga íslenska foreldra.“Ársæll Már ArnarssonÞetta kemur fram í Evrópsku vímuefnarannsókninni, ESPAD, hér á landi. Háskólinn á Akureyri hefur umsjón með rannsókninni sem er lögð fyrir alla nemendur í tíunda bekk. Þá hafa 57 prósent unglinga erlendra foreldra neytt áfengis um ævina samanborið við 32 prósent unglinga íslenskra foreldra. Enn fremur tekur rannsóknin á viðhorfi unglinga til skaðsemi vímuefna. Í þeim gögnum má sjá að unglingar sem eiga foreldra sem eru af erlendu bergi brotnir eru mun líklegri til að líta vímuefni jákvæðum augum. Til að mynda telja 18 prósent unglinga sem eiga erlenda foreldra að einn pakki af sígarettum á dag sé fólki ekki skaðlegur á móti fjórum prósentum barna sem eiga íslenska foreldra. Svipaða sögu er að segja um áfengi og kannabisefni. „Sennilega spila margir þættir inn í, sálfræðilegir, efnahagslegir og menningarlegir,“ segir Ársæll.„Það getur verið að hluti þessara unglinga upplifi sig utangarðs, en þegar viðhorf þeirra til skaðsemi vímuefna er skoðuð vaknar einnig spurning um það hvort þær forvarnaraðferðir sem reynst hafa svo vel fyrir aðra henti þessum hóp ekki eins vel. Þá er ekki ólíklegt að foreldrar þeirra hafi önnur viðhorf en almennt tíðkast meðal innfæddra Íslendinga. Þetta er vitanlega fjölbreytilegur hópur og líklega liggja margvíslegar ástæður að baki þessu og ólíklegt að einhver ein aðferð dugi til að draga úr vímuefnanotkun hans,“ segir hann. Ársæll segir að Íslendingar hafi ekki veitt heilsufari og þörfum innflytjenda nægjanlega athygli. Aðkallandi sé að efla rannsóknir á þessu sviði, efla forvarnir og fjölmenningarþekkingu þeirra sem vinna að forvörnum auk þess sem það sé mikilvægt að ná til foreldra unglinganna.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira