Ráðuneytið gerði ekki athugasemdir við brottflutning hælisleitenda Snærós Sindradóttir skrifar 25. júlí 2015 07:00 Samtökin No Borders hafa ítrekað mótmælt brottflutningi hælisleitenda. vísir/stefán „Ef það er löglegt þá er helber skepnuskapur að gera þetta. Rífa fólk frá vinum sínum án þess að leyfa þeim að kveðja eða gera nokkrar ráðstafanir áður en það er flutt úr landi. Þú myndir ekki flytja fyrirvaralaust á milli húsa,“ segir Haukur Hilmarsson aðgerðasinni, sem hefur meðal annars barist fyrir réttindum hælisleitenda og gegn brottvísunum með samtökunum No Borders. Sjö albönskum hælisleitendum var fyrirvaralaust vikið úr landi á miðvikudag. Að minnsta kosti einn þeirra var boðaður til lögreglu til þess að birta honum úrskurð en hann var handtekinn þegar þangað var komið.Haukur Hilmarsson hjá No Borders.Um kvöldið var flogið með hann og sex aðra með leiguflugi á vegum FRONTEX, landamærastofnunar Evrópusambandsins, úr landi. Flogið var með hópinn, ásamt þrettán lögreglumönnum, til Vilníus í Litháen, þaðan til Düsseldorf í Þýskalandi og loks til höfuðborgar Albaníu, Tírana. Í hópnum var meðal annars þriggja manna fjölskylda. Heimildir Fréttablaðsins herma að um foreldra og barn hafi verið að ræða. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að ráðuneytið hafi ekki haft neinar athugasemdir við framkvæmd brottflutningsins. „Það er tekin ákvörðun um að þessir aðilar fái ekki hæli í landinu, eins og alltaf er gert. Þetta fer fyrst fyrir Útlendingastofnun og svo kærunefnd útlendingamála. Þetta var í samræmi við þær reglur sem í gildi eru.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra.„Þarna er um að ræða aðila sem eru ekki að fá hæli hér á landi og þá er bara næsta skref að þeir fari úr landinu,“ segir Ólöf. Aðspurð hvort brottflutninginn hafi ekki borið fullbrátt að segir Ólöf: „Auðvitað er fólk þarna undir, manneskjur. Við þurfum að gæta okkar hvernig við göngum fram og við reynum að gera það eins vel og hægt er.“ Hún segir að lögreglan reyni að ganga frá sambærilegum málum með sama hætti í hvert sinn. „Það er alveg vitað að stundum gengur birtingin og aðgerðin frekar hratt fyrir sig. Það er bara hluti af þessum málum að það er þannig.“ Ólöf segir að vegna synjunar Útlendingastofnunar hafi fólkið vitað að brottflutningur væri yfirvofandi. „Ég legg mikla áherslu á að það eru manneskjur þarna á bak við. Það verður að fara varfærnislega að þessu fólki. Ég geri ekkert lítið úr því að þetta er ekkert auðvelt. En við reynum að fara eftir þeim reglum sem gilda.“ Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
„Ef það er löglegt þá er helber skepnuskapur að gera þetta. Rífa fólk frá vinum sínum án þess að leyfa þeim að kveðja eða gera nokkrar ráðstafanir áður en það er flutt úr landi. Þú myndir ekki flytja fyrirvaralaust á milli húsa,“ segir Haukur Hilmarsson aðgerðasinni, sem hefur meðal annars barist fyrir réttindum hælisleitenda og gegn brottvísunum með samtökunum No Borders. Sjö albönskum hælisleitendum var fyrirvaralaust vikið úr landi á miðvikudag. Að minnsta kosti einn þeirra var boðaður til lögreglu til þess að birta honum úrskurð en hann var handtekinn þegar þangað var komið.Haukur Hilmarsson hjá No Borders.Um kvöldið var flogið með hann og sex aðra með leiguflugi á vegum FRONTEX, landamærastofnunar Evrópusambandsins, úr landi. Flogið var með hópinn, ásamt þrettán lögreglumönnum, til Vilníus í Litháen, þaðan til Düsseldorf í Þýskalandi og loks til höfuðborgar Albaníu, Tírana. Í hópnum var meðal annars þriggja manna fjölskylda. Heimildir Fréttablaðsins herma að um foreldra og barn hafi verið að ræða. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að ráðuneytið hafi ekki haft neinar athugasemdir við framkvæmd brottflutningsins. „Það er tekin ákvörðun um að þessir aðilar fái ekki hæli í landinu, eins og alltaf er gert. Þetta fer fyrst fyrir Útlendingastofnun og svo kærunefnd útlendingamála. Þetta var í samræmi við þær reglur sem í gildi eru.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra.„Þarna er um að ræða aðila sem eru ekki að fá hæli hér á landi og þá er bara næsta skref að þeir fari úr landinu,“ segir Ólöf. Aðspurð hvort brottflutninginn hafi ekki borið fullbrátt að segir Ólöf: „Auðvitað er fólk þarna undir, manneskjur. Við þurfum að gæta okkar hvernig við göngum fram og við reynum að gera það eins vel og hægt er.“ Hún segir að lögreglan reyni að ganga frá sambærilegum málum með sama hætti í hvert sinn. „Það er alveg vitað að stundum gengur birtingin og aðgerðin frekar hratt fyrir sig. Það er bara hluti af þessum málum að það er þannig.“ Ólöf segir að vegna synjunar Útlendingastofnunar hafi fólkið vitað að brottflutningur væri yfirvofandi. „Ég legg mikla áherslu á að það eru manneskjur þarna á bak við. Það verður að fara varfærnislega að þessu fólki. Ég geri ekkert lítið úr því að þetta er ekkert auðvelt. En við reynum að fara eftir þeim reglum sem gilda.“
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira