Ráðuneytið gerði ekki athugasemdir við brottflutning hælisleitenda Snærós Sindradóttir skrifar 25. júlí 2015 07:00 Samtökin No Borders hafa ítrekað mótmælt brottflutningi hælisleitenda. vísir/stefán „Ef það er löglegt þá er helber skepnuskapur að gera þetta. Rífa fólk frá vinum sínum án þess að leyfa þeim að kveðja eða gera nokkrar ráðstafanir áður en það er flutt úr landi. Þú myndir ekki flytja fyrirvaralaust á milli húsa,“ segir Haukur Hilmarsson aðgerðasinni, sem hefur meðal annars barist fyrir réttindum hælisleitenda og gegn brottvísunum með samtökunum No Borders. Sjö albönskum hælisleitendum var fyrirvaralaust vikið úr landi á miðvikudag. Að minnsta kosti einn þeirra var boðaður til lögreglu til þess að birta honum úrskurð en hann var handtekinn þegar þangað var komið.Haukur Hilmarsson hjá No Borders.Um kvöldið var flogið með hann og sex aðra með leiguflugi á vegum FRONTEX, landamærastofnunar Evrópusambandsins, úr landi. Flogið var með hópinn, ásamt þrettán lögreglumönnum, til Vilníus í Litháen, þaðan til Düsseldorf í Þýskalandi og loks til höfuðborgar Albaníu, Tírana. Í hópnum var meðal annars þriggja manna fjölskylda. Heimildir Fréttablaðsins herma að um foreldra og barn hafi verið að ræða. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að ráðuneytið hafi ekki haft neinar athugasemdir við framkvæmd brottflutningsins. „Það er tekin ákvörðun um að þessir aðilar fái ekki hæli í landinu, eins og alltaf er gert. Þetta fer fyrst fyrir Útlendingastofnun og svo kærunefnd útlendingamála. Þetta var í samræmi við þær reglur sem í gildi eru.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra.„Þarna er um að ræða aðila sem eru ekki að fá hæli hér á landi og þá er bara næsta skref að þeir fari úr landinu,“ segir Ólöf. Aðspurð hvort brottflutninginn hafi ekki borið fullbrátt að segir Ólöf: „Auðvitað er fólk þarna undir, manneskjur. Við þurfum að gæta okkar hvernig við göngum fram og við reynum að gera það eins vel og hægt er.“ Hún segir að lögreglan reyni að ganga frá sambærilegum málum með sama hætti í hvert sinn. „Það er alveg vitað að stundum gengur birtingin og aðgerðin frekar hratt fyrir sig. Það er bara hluti af þessum málum að það er þannig.“ Ólöf segir að vegna synjunar Útlendingastofnunar hafi fólkið vitað að brottflutningur væri yfirvofandi. „Ég legg mikla áherslu á að það eru manneskjur þarna á bak við. Það verður að fara varfærnislega að þessu fólki. Ég geri ekkert lítið úr því að þetta er ekkert auðvelt. En við reynum að fara eftir þeim reglum sem gilda.“ Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
„Ef það er löglegt þá er helber skepnuskapur að gera þetta. Rífa fólk frá vinum sínum án þess að leyfa þeim að kveðja eða gera nokkrar ráðstafanir áður en það er flutt úr landi. Þú myndir ekki flytja fyrirvaralaust á milli húsa,“ segir Haukur Hilmarsson aðgerðasinni, sem hefur meðal annars barist fyrir réttindum hælisleitenda og gegn brottvísunum með samtökunum No Borders. Sjö albönskum hælisleitendum var fyrirvaralaust vikið úr landi á miðvikudag. Að minnsta kosti einn þeirra var boðaður til lögreglu til þess að birta honum úrskurð en hann var handtekinn þegar þangað var komið.Haukur Hilmarsson hjá No Borders.Um kvöldið var flogið með hann og sex aðra með leiguflugi á vegum FRONTEX, landamærastofnunar Evrópusambandsins, úr landi. Flogið var með hópinn, ásamt þrettán lögreglumönnum, til Vilníus í Litháen, þaðan til Düsseldorf í Þýskalandi og loks til höfuðborgar Albaníu, Tírana. Í hópnum var meðal annars þriggja manna fjölskylda. Heimildir Fréttablaðsins herma að um foreldra og barn hafi verið að ræða. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að ráðuneytið hafi ekki haft neinar athugasemdir við framkvæmd brottflutningsins. „Það er tekin ákvörðun um að þessir aðilar fái ekki hæli í landinu, eins og alltaf er gert. Þetta fer fyrst fyrir Útlendingastofnun og svo kærunefnd útlendingamála. Þetta var í samræmi við þær reglur sem í gildi eru.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra.„Þarna er um að ræða aðila sem eru ekki að fá hæli hér á landi og þá er bara næsta skref að þeir fari úr landinu,“ segir Ólöf. Aðspurð hvort brottflutninginn hafi ekki borið fullbrátt að segir Ólöf: „Auðvitað er fólk þarna undir, manneskjur. Við þurfum að gæta okkar hvernig við göngum fram og við reynum að gera það eins vel og hægt er.“ Hún segir að lögreglan reyni að ganga frá sambærilegum málum með sama hætti í hvert sinn. „Það er alveg vitað að stundum gengur birtingin og aðgerðin frekar hratt fyrir sig. Það er bara hluti af þessum málum að það er þannig.“ Ólöf segir að vegna synjunar Útlendingastofnunar hafi fólkið vitað að brottflutningur væri yfirvofandi. „Ég legg mikla áherslu á að það eru manneskjur þarna á bak við. Það verður að fara varfærnislega að þessu fólki. Ég geri ekkert lítið úr því að þetta er ekkert auðvelt. En við reynum að fara eftir þeim reglum sem gilda.“
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira