Ráðuneytið gerði ekki athugasemdir við brottflutning hælisleitenda Snærós Sindradóttir skrifar 25. júlí 2015 07:00 Samtökin No Borders hafa ítrekað mótmælt brottflutningi hælisleitenda. vísir/stefán „Ef það er löglegt þá er helber skepnuskapur að gera þetta. Rífa fólk frá vinum sínum án þess að leyfa þeim að kveðja eða gera nokkrar ráðstafanir áður en það er flutt úr landi. Þú myndir ekki flytja fyrirvaralaust á milli húsa,“ segir Haukur Hilmarsson aðgerðasinni, sem hefur meðal annars barist fyrir réttindum hælisleitenda og gegn brottvísunum með samtökunum No Borders. Sjö albönskum hælisleitendum var fyrirvaralaust vikið úr landi á miðvikudag. Að minnsta kosti einn þeirra var boðaður til lögreglu til þess að birta honum úrskurð en hann var handtekinn þegar þangað var komið.Haukur Hilmarsson hjá No Borders.Um kvöldið var flogið með hann og sex aðra með leiguflugi á vegum FRONTEX, landamærastofnunar Evrópusambandsins, úr landi. Flogið var með hópinn, ásamt þrettán lögreglumönnum, til Vilníus í Litháen, þaðan til Düsseldorf í Þýskalandi og loks til höfuðborgar Albaníu, Tírana. Í hópnum var meðal annars þriggja manna fjölskylda. Heimildir Fréttablaðsins herma að um foreldra og barn hafi verið að ræða. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að ráðuneytið hafi ekki haft neinar athugasemdir við framkvæmd brottflutningsins. „Það er tekin ákvörðun um að þessir aðilar fái ekki hæli í landinu, eins og alltaf er gert. Þetta fer fyrst fyrir Útlendingastofnun og svo kærunefnd útlendingamála. Þetta var í samræmi við þær reglur sem í gildi eru.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra.„Þarna er um að ræða aðila sem eru ekki að fá hæli hér á landi og þá er bara næsta skref að þeir fari úr landinu,“ segir Ólöf. Aðspurð hvort brottflutninginn hafi ekki borið fullbrátt að segir Ólöf: „Auðvitað er fólk þarna undir, manneskjur. Við þurfum að gæta okkar hvernig við göngum fram og við reynum að gera það eins vel og hægt er.“ Hún segir að lögreglan reyni að ganga frá sambærilegum málum með sama hætti í hvert sinn. „Það er alveg vitað að stundum gengur birtingin og aðgerðin frekar hratt fyrir sig. Það er bara hluti af þessum málum að það er þannig.“ Ólöf segir að vegna synjunar Útlendingastofnunar hafi fólkið vitað að brottflutningur væri yfirvofandi. „Ég legg mikla áherslu á að það eru manneskjur þarna á bak við. Það verður að fara varfærnislega að þessu fólki. Ég geri ekkert lítið úr því að þetta er ekkert auðvelt. En við reynum að fara eftir þeim reglum sem gilda.“ Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Ef það er löglegt þá er helber skepnuskapur að gera þetta. Rífa fólk frá vinum sínum án þess að leyfa þeim að kveðja eða gera nokkrar ráðstafanir áður en það er flutt úr landi. Þú myndir ekki flytja fyrirvaralaust á milli húsa,“ segir Haukur Hilmarsson aðgerðasinni, sem hefur meðal annars barist fyrir réttindum hælisleitenda og gegn brottvísunum með samtökunum No Borders. Sjö albönskum hælisleitendum var fyrirvaralaust vikið úr landi á miðvikudag. Að minnsta kosti einn þeirra var boðaður til lögreglu til þess að birta honum úrskurð en hann var handtekinn þegar þangað var komið.Haukur Hilmarsson hjá No Borders.Um kvöldið var flogið með hann og sex aðra með leiguflugi á vegum FRONTEX, landamærastofnunar Evrópusambandsins, úr landi. Flogið var með hópinn, ásamt þrettán lögreglumönnum, til Vilníus í Litháen, þaðan til Düsseldorf í Þýskalandi og loks til höfuðborgar Albaníu, Tírana. Í hópnum var meðal annars þriggja manna fjölskylda. Heimildir Fréttablaðsins herma að um foreldra og barn hafi verið að ræða. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að ráðuneytið hafi ekki haft neinar athugasemdir við framkvæmd brottflutningsins. „Það er tekin ákvörðun um að þessir aðilar fái ekki hæli í landinu, eins og alltaf er gert. Þetta fer fyrst fyrir Útlendingastofnun og svo kærunefnd útlendingamála. Þetta var í samræmi við þær reglur sem í gildi eru.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra.„Þarna er um að ræða aðila sem eru ekki að fá hæli hér á landi og þá er bara næsta skref að þeir fari úr landinu,“ segir Ólöf. Aðspurð hvort brottflutninginn hafi ekki borið fullbrátt að segir Ólöf: „Auðvitað er fólk þarna undir, manneskjur. Við þurfum að gæta okkar hvernig við göngum fram og við reynum að gera það eins vel og hægt er.“ Hún segir að lögreglan reyni að ganga frá sambærilegum málum með sama hætti í hvert sinn. „Það er alveg vitað að stundum gengur birtingin og aðgerðin frekar hratt fyrir sig. Það er bara hluti af þessum málum að það er þannig.“ Ólöf segir að vegna synjunar Útlendingastofnunar hafi fólkið vitað að brottflutningur væri yfirvofandi. „Ég legg mikla áherslu á að það eru manneskjur þarna á bak við. Það verður að fara varfærnislega að þessu fólki. Ég geri ekkert lítið úr því að þetta er ekkert auðvelt. En við reynum að fara eftir þeim reglum sem gilda.“
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira