Skautuðu fram hjá Íslandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Valda hvalveiðar Íslendinga því að boðskort frá erlendum ríkjum "týnast í pósti“? vísir/jón sigurður Fimm ríki gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæðisins. Íslandi var ekki boðin þátttaka en stendur til boða að ganga að samkomulaginu síðar. Ríkin sem um ræðir eru Bandaríkin, Rússland, Kanada, Noregur og Danmörk fyrir hönd Grænlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við Skessuhorn á mánudaginn að það kæmi fyrir að Íslandi væri ekki boðið á fundi um málefni hafsins vegna hvalveiða Íslendinga. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til utanríkisráðuneytisins kemur fram að Íslandi var ekki boðið að taka þátt í samkomulaginu og ekki er gert ráð fyrir því að hvalveiðar Íslands hafi átt í hlut enda á Noregur, sem er hvalveiðiþjóð, þátt í samkomulaginu. Sambærileg fyrirspurn var borin undir bandaríska utanríkisráðuneytið en í svari við henni kemur fram að ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eigi efnahagslögsögu að norðurskautinu og því hafi þau gert með sér samkomulagið. Næsta skref verður að bjóða öðrum ríkjum að taka þátt í samstarfinu og Ísland verður þar á meðal. Samkomulagið sem um ræðir tilgreinir að fiskveiðiskip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrirmælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Þá stefna samningsaðilar á að koma á fót sameiginlegum rannsóknarvettvangi til að rannsaka og skilja lífríki sjávar við norðurheimskautið. Enn fremur munu aðilar stuðla að sameiginlegu eftirliti á svæðinu og blátt bann er lagt við öllum fiskveiðum sem grafa undan markmiðum samkomulagsins. Ríkisstofnunum í Bandaríkjunum barst í apríl í fyrra tilskipun frá Hvíta húsinu þess efnis að endurskoða ætti samskipti Íslands og Bandaríkjanna á viðeigandi vettvangi og meðal annars skyldi Ísland sniðgengið á fundum og ráðstefnum um málefni hafsins. Í júní í fyrra hélt bandaríska utanríkisráðuneytið til að mynda ráðstefnuna Our Ocean þar sem fulltrúar strandríkja ræddu sjálfbærar fiskveiðar og mengun sjávar en Íslandi var haldið utan við hana. Enn fremur hefur Obama Bandaríkjaforseti sagt að hvalveiðar Íslendinga verði settar undir smásjá Bandaríkjanna og Íslendingar yrðu hvattir til að láta af hvalveiðum. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Fimm ríki gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæðisins. Íslandi var ekki boðin þátttaka en stendur til boða að ganga að samkomulaginu síðar. Ríkin sem um ræðir eru Bandaríkin, Rússland, Kanada, Noregur og Danmörk fyrir hönd Grænlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við Skessuhorn á mánudaginn að það kæmi fyrir að Íslandi væri ekki boðið á fundi um málefni hafsins vegna hvalveiða Íslendinga. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til utanríkisráðuneytisins kemur fram að Íslandi var ekki boðið að taka þátt í samkomulaginu og ekki er gert ráð fyrir því að hvalveiðar Íslands hafi átt í hlut enda á Noregur, sem er hvalveiðiþjóð, þátt í samkomulaginu. Sambærileg fyrirspurn var borin undir bandaríska utanríkisráðuneytið en í svari við henni kemur fram að ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eigi efnahagslögsögu að norðurskautinu og því hafi þau gert með sér samkomulagið. Næsta skref verður að bjóða öðrum ríkjum að taka þátt í samstarfinu og Ísland verður þar á meðal. Samkomulagið sem um ræðir tilgreinir að fiskveiðiskip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrirmælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Þá stefna samningsaðilar á að koma á fót sameiginlegum rannsóknarvettvangi til að rannsaka og skilja lífríki sjávar við norðurheimskautið. Enn fremur munu aðilar stuðla að sameiginlegu eftirliti á svæðinu og blátt bann er lagt við öllum fiskveiðum sem grafa undan markmiðum samkomulagsins. Ríkisstofnunum í Bandaríkjunum barst í apríl í fyrra tilskipun frá Hvíta húsinu þess efnis að endurskoða ætti samskipti Íslands og Bandaríkjanna á viðeigandi vettvangi og meðal annars skyldi Ísland sniðgengið á fundum og ráðstefnum um málefni hafsins. Í júní í fyrra hélt bandaríska utanríkisráðuneytið til að mynda ráðstefnuna Our Ocean þar sem fulltrúar strandríkja ræddu sjálfbærar fiskveiðar og mengun sjávar en Íslandi var haldið utan við hana. Enn fremur hefur Obama Bandaríkjaforseti sagt að hvalveiðar Íslendinga verði settar undir smásjá Bandaríkjanna og Íslendingar yrðu hvattir til að láta af hvalveiðum.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent