Uppgötvaður í París Elín Albertsdóttir skrifar 18. júlí 2015 10:30 Styr Júlíusson, fyrirsæta og leikari. "Ég var heppinn,“ segir Styr sem hlakkar til spennandi hausts í fyrirsætubransanum. Mynd/Ernir Styr Júlíusson er 22 ára og þegar kominn með fyrirsætusamning hjá þekktri franskri umboðsskrifstofu, New Madison. Honum var boðið módelstarf þegar hann sat á veitingahúsi í París. Hann er í fríi núna en síðan verður haldið til Frakklands á ný og jafnvel Asíu. Styr vakti athygli fyrir tveimur árum þegar hann var valinn til að fara með aðalhlutverk í bíómyndinni Falskur fugl. Hann hefur alla tíð haft áhuga á leiklist og er ánægður með þá miklu reynslu sem hann fékk á þessum tíma. „Kvikmyndgerð hefur alltaf heillað mig ekki síður en leiklistin. Ég gæti vel hugsað mér að starfa við eitthvað henni tengt í framtíðinni,“ segir hann. Styr fór með hlutverk Arnaldar í myndinni sem var byggð á skáldsögu Mikaels Torfasonar og fékk mjög góða dóma. Meðal annars var sagt um leik Styrs í myndinni. „Þar spilar aðalleikarinn, Styr Júlíusson, stóran þátt, og eina stundina langar mann að gefa honum vinalegt faðmlag og þá næstu vill maður helst senda hann í sveit. En þarna er hæfileikaríkur piltur á ferðinni sem spennandi verður að fylgjast með,“ sagði Haukur Viðar Alfreðsson í Fréttablaðinu.Óvænt tilboð Það komu þó önnur tilboð en leikur í bíómyndum upp í hendurnar á Styr. Hann fór í ferðalag með móður sinni fyrr á þessu ári til Parísar og þá varð kúvending í lífi hans. „Við mamma fórum út að borða í París og þá kom fólk frá þessari umboðsskrifstofu og bauð mér að koma á skrifstofuna og hitta sig. Ég hef reyndar lent í slíku áður en síðan hefur lítið orðið úr hlutunum. Ég ákvað samt að fara í heimsókn daginn eftir og í framhaldinu var mér boðið að sýna fyrir Sacai á tískuvikunni í París,“ segir Styr. Þess má geta að Sacai er risastórt hönnunarmerki og býður bæði kven- og herrafatnað. Sacai á uppruna sinn í Japan en merkið fæst nú um allan heim. „Ég var síðan í tveimur stórum verkefnum hjá New Madison fyrr í þessum mánuði, fór meðal annars til New York og svo fór ég í verkefni fyrir tímarit. „Mér fannst gaman að prófa þennan bransa og sérstaklega að fá að ferðast. Ég vonast til að það verði fleiri ferðalög í haust,“ segir Styr sem er núna í fríi á Íslandi og starfar sem þjónn á veitingahúsinu Snaps. Áhugi á leiklist og kvikmyndumHeima í fríi „Það var skemmtilegt að kynnast tískuheiminum í París.“ Mynd/ErnirStyr er ekki alveg ókunnugur í París. Móðir hans, Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, starfaði þar sem hönnuður eftir að hann fæddist. „Ég átti heima í París fyrstu árin mín og mér líður alltaf vel þegar ég kem þangað,“ segir hann. Styr segir að þetta nýja starf hafi eiginlega verið einskonar heppni fyrir hann. „Mér finnst skemmtilegt að kynnast einhverju nýju. Núna hef ég umboðsskrifstofu sem sér um öll mál fyrir mig sem er mjög þægilegt. Ég þurfti ekkert að hafa fyrir þessu en það er ekki sjálfgefið fyrir þá sem vilja feta þessa braut.“ Frá því að Styr lék í Fölskum fugli hefur hann tekið að sér lítil verkefni, eins og hann orðar það. Hlutverk í stuttmyndum, þar af var eitt útskriftarverkefni fyrir nema í Listaháskóla Íslands. „Ég hef mestan áhuga á kvikmyndum og tónlist,“ bætir hann við. „Það hefur hins vegar ekkert stórt, spennandi hlutverk enn komið upp í hendurnar á mér,“ segir hann og hlær. „Maður vonar þó auðvitað að eitthvað bjóðist í framtíðinni. Ég er opinn fyrir öllum verkefnum. Ég hef aðeins unnið fyrir Eskimo models á undanfönum árum og það hefur sömuleiðis verið mjög fínt.“ Styr hefur ekki langt að sækja listræna hæfileika sína. Móðir hans er vel þekktur hönnuður og hann segir að faðir sinn, Júlíus Þorfinnsson, hafi dútlað við leiklist á árum áður. „Hann er ekkert síður listrænn en mamma,“ segir hann.Íslenskur víkingur Styr er fremur óvenjulegt nafn og óþjálft fyrir Frakka. Þeir kusu því að kalla hann Julius. „Ég vildi hafa mitt raunverulega nafn en Frakkarnir töldu betra að hafa þetta svona. Nafnið mitt þótti ekki nógu grípandi. Það er reyndar alltaf mjög skemmtilegt þegar ég reyni að segja fólki hvað ég heiti þarna úti. Annars er þetta forníslenskt nafn, komið af víkingum,“ útskýrir Styr. „Nafnið þýðir „stríð eða styrjöld“. Styr segir að módelbransinn, eins og hann kynntist honum á tískuvikunni í París, sé bæði skrýtinn og skemmtilegur. „Allir ljósmyndarar sem ég vann með eru frábærir karakterar. París er tískuborgin og þar er allt á iði í kringum tískuviku. Það var sérstaklega ánægjulegt að kynnast því,“ segir Styr. Hann segist ekki hafa kynnst skuggahliðum tískuheimsins en viðurkennir að hafa heyrt ýmsa hluti. „Ég var einungis með gott fólk í kringum mig.“ Er auðveldara fyrir stráka en stelpur að feta þessa braut? „Ég gæti trúað því. Það er hörð samkeppni hjá stelpum í módelheiminum. Ég var hins vegar heppinn þar sem starfið kom óvænt upp í hendurnar á mér.“ Styr segist hlakka mikið til þegar hann fer aftur út í september. „Ég held að allt ungt fólk dreymi um að flytja til annarra landa í einhvern tíma. Auka víðsýna og kynnast nýjum hlutum, ég er einn af þeim.“Úr möppunni á New Madison. Styr er flott fyrirsæta. Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Styr Júlíusson er 22 ára og þegar kominn með fyrirsætusamning hjá þekktri franskri umboðsskrifstofu, New Madison. Honum var boðið módelstarf þegar hann sat á veitingahúsi í París. Hann er í fríi núna en síðan verður haldið til Frakklands á ný og jafnvel Asíu. Styr vakti athygli fyrir tveimur árum þegar hann var valinn til að fara með aðalhlutverk í bíómyndinni Falskur fugl. Hann hefur alla tíð haft áhuga á leiklist og er ánægður með þá miklu reynslu sem hann fékk á þessum tíma. „Kvikmyndgerð hefur alltaf heillað mig ekki síður en leiklistin. Ég gæti vel hugsað mér að starfa við eitthvað henni tengt í framtíðinni,“ segir hann. Styr fór með hlutverk Arnaldar í myndinni sem var byggð á skáldsögu Mikaels Torfasonar og fékk mjög góða dóma. Meðal annars var sagt um leik Styrs í myndinni. „Þar spilar aðalleikarinn, Styr Júlíusson, stóran þátt, og eina stundina langar mann að gefa honum vinalegt faðmlag og þá næstu vill maður helst senda hann í sveit. En þarna er hæfileikaríkur piltur á ferðinni sem spennandi verður að fylgjast með,“ sagði Haukur Viðar Alfreðsson í Fréttablaðinu.Óvænt tilboð Það komu þó önnur tilboð en leikur í bíómyndum upp í hendurnar á Styr. Hann fór í ferðalag með móður sinni fyrr á þessu ári til Parísar og þá varð kúvending í lífi hans. „Við mamma fórum út að borða í París og þá kom fólk frá þessari umboðsskrifstofu og bauð mér að koma á skrifstofuna og hitta sig. Ég hef reyndar lent í slíku áður en síðan hefur lítið orðið úr hlutunum. Ég ákvað samt að fara í heimsókn daginn eftir og í framhaldinu var mér boðið að sýna fyrir Sacai á tískuvikunni í París,“ segir Styr. Þess má geta að Sacai er risastórt hönnunarmerki og býður bæði kven- og herrafatnað. Sacai á uppruna sinn í Japan en merkið fæst nú um allan heim. „Ég var síðan í tveimur stórum verkefnum hjá New Madison fyrr í þessum mánuði, fór meðal annars til New York og svo fór ég í verkefni fyrir tímarit. „Mér fannst gaman að prófa þennan bransa og sérstaklega að fá að ferðast. Ég vonast til að það verði fleiri ferðalög í haust,“ segir Styr sem er núna í fríi á Íslandi og starfar sem þjónn á veitingahúsinu Snaps. Áhugi á leiklist og kvikmyndumHeima í fríi „Það var skemmtilegt að kynnast tískuheiminum í París.“ Mynd/ErnirStyr er ekki alveg ókunnugur í París. Móðir hans, Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, starfaði þar sem hönnuður eftir að hann fæddist. „Ég átti heima í París fyrstu árin mín og mér líður alltaf vel þegar ég kem þangað,“ segir hann. Styr segir að þetta nýja starf hafi eiginlega verið einskonar heppni fyrir hann. „Mér finnst skemmtilegt að kynnast einhverju nýju. Núna hef ég umboðsskrifstofu sem sér um öll mál fyrir mig sem er mjög þægilegt. Ég þurfti ekkert að hafa fyrir þessu en það er ekki sjálfgefið fyrir þá sem vilja feta þessa braut.“ Frá því að Styr lék í Fölskum fugli hefur hann tekið að sér lítil verkefni, eins og hann orðar það. Hlutverk í stuttmyndum, þar af var eitt útskriftarverkefni fyrir nema í Listaháskóla Íslands. „Ég hef mestan áhuga á kvikmyndum og tónlist,“ bætir hann við. „Það hefur hins vegar ekkert stórt, spennandi hlutverk enn komið upp í hendurnar á mér,“ segir hann og hlær. „Maður vonar þó auðvitað að eitthvað bjóðist í framtíðinni. Ég er opinn fyrir öllum verkefnum. Ég hef aðeins unnið fyrir Eskimo models á undanfönum árum og það hefur sömuleiðis verið mjög fínt.“ Styr hefur ekki langt að sækja listræna hæfileika sína. Móðir hans er vel þekktur hönnuður og hann segir að faðir sinn, Júlíus Þorfinnsson, hafi dútlað við leiklist á árum áður. „Hann er ekkert síður listrænn en mamma,“ segir hann.Íslenskur víkingur Styr er fremur óvenjulegt nafn og óþjálft fyrir Frakka. Þeir kusu því að kalla hann Julius. „Ég vildi hafa mitt raunverulega nafn en Frakkarnir töldu betra að hafa þetta svona. Nafnið mitt þótti ekki nógu grípandi. Það er reyndar alltaf mjög skemmtilegt þegar ég reyni að segja fólki hvað ég heiti þarna úti. Annars er þetta forníslenskt nafn, komið af víkingum,“ útskýrir Styr. „Nafnið þýðir „stríð eða styrjöld“. Styr segir að módelbransinn, eins og hann kynntist honum á tískuvikunni í París, sé bæði skrýtinn og skemmtilegur. „Allir ljósmyndarar sem ég vann með eru frábærir karakterar. París er tískuborgin og þar er allt á iði í kringum tískuviku. Það var sérstaklega ánægjulegt að kynnast því,“ segir Styr. Hann segist ekki hafa kynnst skuggahliðum tískuheimsins en viðurkennir að hafa heyrt ýmsa hluti. „Ég var einungis með gott fólk í kringum mig.“ Er auðveldara fyrir stráka en stelpur að feta þessa braut? „Ég gæti trúað því. Það er hörð samkeppni hjá stelpum í módelheiminum. Ég var hins vegar heppinn þar sem starfið kom óvænt upp í hendurnar á mér.“ Styr segist hlakka mikið til þegar hann fer aftur út í september. „Ég held að allt ungt fólk dreymi um að flytja til annarra landa í einhvern tíma. Auka víðsýna og kynnast nýjum hlutum, ég er einn af þeim.“Úr möppunni á New Madison. Styr er flott fyrirsæta.
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira