Ágangur sjávar ógnar landnámsminjum Stefán Rafn Sveinbjörnsson skrifar 13. júlí 2015 06:00 Sjávarrof hefur eyðilagt minjar við Sæból, sem getið er í Landnámu. Mynd/Ingrid Kuhlman Eyþór Eðvarðsson „Ástandið er slæmt, það verður bara að segjast eins og er,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar. Mikið sjávarrof á sér stað víðs vegar um landið þar sem gamlar fornminjar er að finna. Margar þessara fornminja eru frá landnámsöld og hafa lítið verið rannsakaðar. Á Gufuskálum á Snæfellsnesi hafa merkilegar fornminjar eyðilagst í sjávarrofi en björgunaruppgröftur hefur átt sér stað á svæðinu undanfarin ár. „Svo eru mikil verðmæti til dæmis í moldinni þarna,“ segir Eyþór. „Hún er mikilvægur partur af þessu. Til dæmis á Gufuskálum erum við með átta metra háan jarðvistarhaug. Sem er bara einstakt. Það er þar sem menn eru að finna skartgripi frá fólki á landnámsöld. Þessar minjar eru nú í hættu,“ segir hann. „Maður er að koma á staði eins og Sæból í Önundarfirði sem er nefnt í Landnámu, einn af þessum stóru stöðum, og þar er rofið orðið það mikið að það eru eitt til þrjú tonn af torfum fallin niður og maður horfir inn í rofsárið og sér bein, steinahleðslur og mannvistarleifar sem eru ábyggilega þúsund ára gamlar.“ Hann segir að leita þurfi allra leiða til að varðveita minjarnar. Fólk hafi áhuga á málefninu en átti sig kannski ekki á því hve mikil hætta steðjar að minjunum. „Það sem þarf að gera er ná böndum utan um þetta, við vitum hreinlega ekki hvað eru margar svona minjar við Ísland. Þetta er meira og minna órannsakað. Það sem Skotar hafa til dæmis gert er að hugsa aðeins út fyrir kassann en þeir eru byrjaðir að færa minjar sem eru við sjávarsíðuna og eru búnir að koma upp vaktkerfi í kringum landið sem í er bara áhugafólk. Ef þetta væri á Íslandi gæti til dæmis hver fjörður passað upp á sínar minjar,“ segir Eyþór. Hann segir að þó að áhugafólk geti gert mikið til að passa upp á fornminjar þurfi að verja meira fjármagni til varðveislu þeirra. „Það bara vantar peninga. Það eru um 30 milljónir sem ríkið ver til fornleifarannsókna á ári, sem er allt of lítið.“ Fornminjar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Eyþór Eðvarðsson „Ástandið er slæmt, það verður bara að segjast eins og er,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar. Mikið sjávarrof á sér stað víðs vegar um landið þar sem gamlar fornminjar er að finna. Margar þessara fornminja eru frá landnámsöld og hafa lítið verið rannsakaðar. Á Gufuskálum á Snæfellsnesi hafa merkilegar fornminjar eyðilagst í sjávarrofi en björgunaruppgröftur hefur átt sér stað á svæðinu undanfarin ár. „Svo eru mikil verðmæti til dæmis í moldinni þarna,“ segir Eyþór. „Hún er mikilvægur partur af þessu. Til dæmis á Gufuskálum erum við með átta metra háan jarðvistarhaug. Sem er bara einstakt. Það er þar sem menn eru að finna skartgripi frá fólki á landnámsöld. Þessar minjar eru nú í hættu,“ segir hann. „Maður er að koma á staði eins og Sæból í Önundarfirði sem er nefnt í Landnámu, einn af þessum stóru stöðum, og þar er rofið orðið það mikið að það eru eitt til þrjú tonn af torfum fallin niður og maður horfir inn í rofsárið og sér bein, steinahleðslur og mannvistarleifar sem eru ábyggilega þúsund ára gamlar.“ Hann segir að leita þurfi allra leiða til að varðveita minjarnar. Fólk hafi áhuga á málefninu en átti sig kannski ekki á því hve mikil hætta steðjar að minjunum. „Það sem þarf að gera er ná böndum utan um þetta, við vitum hreinlega ekki hvað eru margar svona minjar við Ísland. Þetta er meira og minna órannsakað. Það sem Skotar hafa til dæmis gert er að hugsa aðeins út fyrir kassann en þeir eru byrjaðir að færa minjar sem eru við sjávarsíðuna og eru búnir að koma upp vaktkerfi í kringum landið sem í er bara áhugafólk. Ef þetta væri á Íslandi gæti til dæmis hver fjörður passað upp á sínar minjar,“ segir Eyþór. Hann segir að þó að áhugafólk geti gert mikið til að passa upp á fornminjar þurfi að verja meira fjármagni til varðveislu þeirra. „Það bara vantar peninga. Það eru um 30 milljónir sem ríkið ver til fornleifarannsókna á ári, sem er allt of lítið.“
Fornminjar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira