Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Ingvar Haraldsson skrifar 16. júní 2015 09:00 Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. VÍSIR/VILHELM lMargar vikur, jafnvel mánuði, mun taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda sem skapast hefur vegna verkfalla hjá dýralæknum Matvælastofnunar og lögfræðingum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn mættu aftur til vinnu í gær eftir verkfall sem staðið hafði frá því í apríl.Hörður HarðarsonJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir mestan tíma taka að greiða úr þeim vanda sem skapast hefur í tengslum við inn- og útflutning. „Við erum búin að bæta við starfsfólki á inn- og útflutningsskrifstofunni. Við munum reyna að afgreiða það eins og hratt og hægt,“ segir Jón en það muni þó taka tíma enda skipti óafgreidd mál hundruðum. „Það getur tekið einhverjar vikur að koma þessu í rétt horf,“ segir Jón. Byrjað var að slátra nautgripum í gær eftir langt hlé í gær. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að von sé á nautakjöti í verslanir um næstu helgi. „Kjötið þarf að fá eðlilegan meyrnunartíma,“ segir Baldur. Svína- og kjúklingakjöt hefur verið aðgengilegt í verslunum undanfarnar vikur þar sem undanþágur hafa fengist til slátrunar. Verkfallið hefur þó reynst svínakjöts- og kjúklingaframleiðendum dýrt. „Þetta hefur kostað okkur yfir 50 milljónir,“ segir Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri kjúklingaframleiðandans Reykjagarðs. Reykjagarður hefur fengið leyfi til að slátra tvisvar í viku að undanförnu en í venjulegu árferði er slátrað fjórum til fimm sinnum í viku að sögn Matthíasar. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir stöðuna hjá svínabændum grafalvarlega og gjaldþrot svínabænda gætu verið fram undan. Hörður segir brýnt að komið verði í veg fyrir að sambærileg verkföll endurtaki sig. Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú standi yfir vinna við að skipuleggja umfang vandans og hvernig hann verði leystur. „Það þarf að skipuleggjast með tilliti til hve mikið fólk getur bætt við sig vinnu, sumarleyfa og fleira,“ segir Þuríður. Sú skipulagsvinna muni standa yfir næstu daga. Til stendur að ráða starfsfólk aukalega til að takast á við vandann. Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanni. „Þess utan eru önnur mál á borð við fullnustugerðir, nauðungaruppboð, aðfarargerðir, fjölskyldumál og dánarbú sem ekki hafa verið afgreidd,“ segir Þuríður. Lögum samkvæmt verði að afgreiða þinglýsingar og fullnustugerðir í þeirri röð sem þær berast. Því fari þau mál sem komi á borð sýslumanns í þessari viku aftast í röðina. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
lMargar vikur, jafnvel mánuði, mun taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda sem skapast hefur vegna verkfalla hjá dýralæknum Matvælastofnunar og lögfræðingum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn mættu aftur til vinnu í gær eftir verkfall sem staðið hafði frá því í apríl.Hörður HarðarsonJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir mestan tíma taka að greiða úr þeim vanda sem skapast hefur í tengslum við inn- og útflutning. „Við erum búin að bæta við starfsfólki á inn- og útflutningsskrifstofunni. Við munum reyna að afgreiða það eins og hratt og hægt,“ segir Jón en það muni þó taka tíma enda skipti óafgreidd mál hundruðum. „Það getur tekið einhverjar vikur að koma þessu í rétt horf,“ segir Jón. Byrjað var að slátra nautgripum í gær eftir langt hlé í gær. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að von sé á nautakjöti í verslanir um næstu helgi. „Kjötið þarf að fá eðlilegan meyrnunartíma,“ segir Baldur. Svína- og kjúklingakjöt hefur verið aðgengilegt í verslunum undanfarnar vikur þar sem undanþágur hafa fengist til slátrunar. Verkfallið hefur þó reynst svínakjöts- og kjúklingaframleiðendum dýrt. „Þetta hefur kostað okkur yfir 50 milljónir,“ segir Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri kjúklingaframleiðandans Reykjagarðs. Reykjagarður hefur fengið leyfi til að slátra tvisvar í viku að undanförnu en í venjulegu árferði er slátrað fjórum til fimm sinnum í viku að sögn Matthíasar. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir stöðuna hjá svínabændum grafalvarlega og gjaldþrot svínabænda gætu verið fram undan. Hörður segir brýnt að komið verði í veg fyrir að sambærileg verkföll endurtaki sig. Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú standi yfir vinna við að skipuleggja umfang vandans og hvernig hann verði leystur. „Það þarf að skipuleggjast með tilliti til hve mikið fólk getur bætt við sig vinnu, sumarleyfa og fleira,“ segir Þuríður. Sú skipulagsvinna muni standa yfir næstu daga. Til stendur að ráða starfsfólk aukalega til að takast á við vandann. Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanni. „Þess utan eru önnur mál á borð við fullnustugerðir, nauðungaruppboð, aðfarargerðir, fjölskyldumál og dánarbú sem ekki hafa verið afgreidd,“ segir Þuríður. Lögum samkvæmt verði að afgreiða þinglýsingar og fullnustugerðir í þeirri röð sem þær berast. Því fari þau mál sem komi á borð sýslumanns í þessari viku aftast í röðina.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30