Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Svavar Hávarðsson skrifar 9. júní 2015 09:00 Skipið sem mun framkvæma könnunina á milli Færeyja og Íslands heitir Stril Explorer og hefur verið í eigu MMT frá því í fyrra. Um 50 manns munu koma að rannsóknum. MYND/MMA Sjávarbotnsrannsókn vegna lagningar sæstrengs á milli Bretlands og Íslands hefst í vikunni og stendur í allt sumar. Félagið sem stendur fyrir rannsókninni er Atlantic Superconnection (ASC); félag breskra fjárfesta sem miðar að því að fjármagna og setja upp sæstreng á milli landanna. ASC hefur fengið sænska hafrannsóknarfyrirtækið MMT til verksins en gefur ekki upp hversu kostnaðarsamt verkefnið er vegna samkeppnissjónarmiða. Orkustofnun hefur gefið út leyfi fyrir rannsókninni. Landsvirkjun telur sölu á rafmagni til Evrópu í gegnum sæstreng mjög áhugaverðan kost enda um mikla fjárhagslega hagsmuni að tefla. Seinagangur heimavinnu íslenskra stjórnvalda hefur verið nefndur, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur þvertekið fyrir og segir að aðeins sé verið að vinna nauðsynlega heimavinnu.Botnrannsóknir ASC vekja því athygli, en fyrirtækið áréttar að þær komi viðræðum landanna ekki við – þær séu enn þá á óformlegu stigi. Könnunin er gerð til að gefa skýrari mynd af mikilvægum tækniatriðum. Byrjað verður að rannsaka hafsbotninn við Færeyjar, upp með Orkneyjum og Hjaltlandseyjum og þaðan upp að austurströnd Íslands. Síðari hluti rannsóknarinnar fer fram á hafsbotninum á milli Færeyja og suður að norðurhluta Bretlands. Áhætta á röskun lífríkis er talin hverfandi. Forsvarsmenn ASC eru bjartsýnir á að rannsóknin nýtist vel í verkefninu um sæstreng á milli Íslands og Bretlands. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Sjávarbotnsrannsókn vegna lagningar sæstrengs á milli Bretlands og Íslands hefst í vikunni og stendur í allt sumar. Félagið sem stendur fyrir rannsókninni er Atlantic Superconnection (ASC); félag breskra fjárfesta sem miðar að því að fjármagna og setja upp sæstreng á milli landanna. ASC hefur fengið sænska hafrannsóknarfyrirtækið MMT til verksins en gefur ekki upp hversu kostnaðarsamt verkefnið er vegna samkeppnissjónarmiða. Orkustofnun hefur gefið út leyfi fyrir rannsókninni. Landsvirkjun telur sölu á rafmagni til Evrópu í gegnum sæstreng mjög áhugaverðan kost enda um mikla fjárhagslega hagsmuni að tefla. Seinagangur heimavinnu íslenskra stjórnvalda hefur verið nefndur, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur þvertekið fyrir og segir að aðeins sé verið að vinna nauðsynlega heimavinnu.Botnrannsóknir ASC vekja því athygli, en fyrirtækið áréttar að þær komi viðræðum landanna ekki við – þær séu enn þá á óformlegu stigi. Könnunin er gerð til að gefa skýrari mynd af mikilvægum tækniatriðum. Byrjað verður að rannsaka hafsbotninn við Færeyjar, upp með Orkneyjum og Hjaltlandseyjum og þaðan upp að austurströnd Íslands. Síðari hluti rannsóknarinnar fer fram á hafsbotninum á milli Færeyja og suður að norðurhluta Bretlands. Áhætta á röskun lífríkis er talin hverfandi. Forsvarsmenn ASC eru bjartsýnir á að rannsóknin nýtist vel í verkefninu um sæstreng á milli Íslands og Bretlands.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira