Alltaf haft þetta markanef Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Margrét Lára Viðarsdóttir. vísir/stefán „Hún hefur alltaf haft þetta markanef og þegar hún kemst í færi þá skorar hún yfirleitt,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, um Margréti Láru Viðarsdóttur en Elísabet þekkir vel til Margrétar Láru sem hefur spilað fyrir hana bæði hjá Val og sænska liðinu. Margrét Lára skoraði um helgina sitt 47. mark í efstu deild í Svíþjóð og um leið féll met Ásthildar Helgadóttur, sem hafði staðið óhaggað frá árinu 2007.Ásthildur enn þá risanafn á Skáni „Ásthildur var ekkert smá góð hérna plús það að hún er algjör goðsögn á Skáni innan kvennafótboltans. Hún er risanafn sem allir muna eftir,“ segir Elísabet um Ásthildi Helgadóttur sem skoraði 46 mörk í 58 leikjum fyrir lið Malmö. „Ásthildur opnaði ákveðnar dyr sem hefur hjálpað okkur öllum sem komu á eftir henni,“ segir Elísabet sem sjálf tók við liði Kristianstad árið 2009. Margrét Lára kom til Kristianstad um mitt tímabil 2009 en hafði áður skorað 127 deildarmörk fyrir Elísabetu þegar þær unnu saman hjá Val. „Hennar besti eiginleiki sem leikmaður er að hún er ótrúleg í að klára færin. Það er oft sem maður hugsar í leikjum; af hverju var Margrét ekki í þessu færi, þegar einhver klúðrar,“ segir Elísabet sem segir að Margrét sé enn þá svolítið frá sínu besta formi. „Hún er ekki með sömu snerpu og yfirferð sem maður er vanur að sjá hjá henni. Hún kemst því ekki í sömu færin,“ segir Elísabet.Lagar ekki lærin Margrét Lára skoraði ekki í fyrstu fjórum leikjum Kristianstad en hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð sem báðir unnust. „Þetta voru tvö skallamörk sem er mjög ólíkt henni,“ segir Elísabet um mörkin hennar á móti AIK og Mallbacken, sem hún segir hjálpa Margréti Láru í endurkomu sinni eftir að hún varð mamma. „Þetta lagar ekki lærin en hjálpar sjálfstraustinu að sjá það að maður er enn þá þar sem maður var,“ segir Elísabet um þýðingu markanna, en Margrét Lára en enn að glíma við sömu meiðsli og fyrir barneignarfríið. Margrét Lára hefur nú skorað 44 af 47 mörkunum sínum í Svíþjóð fyrir Elísabetu eða öll nema þrjú þau fyrstu sem hún skoraði fyrir Linköping fyrri hluta sumars 2009.Margrét Lára í búningi Potsdam.vísir/gettyHefur verið á sérsamningi „Það er kannski eðlilegt að hún hafi endað alltaf aftur og aftur hjá mér út af þessum meiðslum. Hún hefur verið á sérsamningi hvað varðar æfingar og hefur ekki verið að æfa hundrað prósent eins og aðrir leikmenn. Hún hefur farið tvisvar sinnum annað, fyrst til Linköping og svo til Potsdam, og hún hefur endað hjá okkur því hún kemst ekki á sérsamning hvar sem er,“ segir Elísabet. „Hún hefur ekki æft eins og aðrir leikmenn og hefur þurft að vera í sundlauginni og í sérprógrammi úti á velli þegar hinir eru á æfingu,“ útskýrir Elísabet. Elísabet gerði Margréti Láru að fyrirliða Kristianstad-liðsins fyrir þetta tímabil og sinnir hún því hlutverki með Susanne Moberg.Ráða því hvor er með bandið „Ég er með tvo fyrirliða. Þær sjá alveg um það sjálfar og eru bara leiðtogar fyrir liðið inni í klefanum. Þær ráða því hvor er með bandið,“ segir Elísabet, en úr fjarlægð lítur út fyrir það að þær skipti við hvern tapleik. Ásthildur Helgadóttir stóð sig frábærlega með liði Malmö á fyrsta áratug þessarar aldar. Ásthildur spilaði fyrst þrjá leiki með Malmö í lok 2003-tímabilsins en var síðan með Malmö þrjú síðustu tímabilin á ferlinum 2005-2007. Besta tímabilið hennar var 2006 þegar hún var í baráttu um markakóngstitilinn í sænsku deildinni. Ásthildur varð á endanum í þriðja sæti á eftir þeim Lottu Schelin og Mörtu, sem báðir hafa síðan verið í hópi bestu knattspyrnukvenna heims. Ásthildur varð að leggja skóna á hilluna haustið 2007 vegna þráðlátra hnémeiðsla.Hefur tekið annað met af henni Þetta er ekki fyrsta markmetið sem Margrét Lára tekur af Ásthildi því Ásthildur var markahæsta landsliðskona Íslands frá 1996 til byrjun árs 2007 þegar Margrét Lára bætti met hennar. Margrét Lára hefur síðan bætt metið um heil 48 mörk. Fótbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira
„Hún hefur alltaf haft þetta markanef og þegar hún kemst í færi þá skorar hún yfirleitt,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, um Margréti Láru Viðarsdóttur en Elísabet þekkir vel til Margrétar Láru sem hefur spilað fyrir hana bæði hjá Val og sænska liðinu. Margrét Lára skoraði um helgina sitt 47. mark í efstu deild í Svíþjóð og um leið féll met Ásthildar Helgadóttur, sem hafði staðið óhaggað frá árinu 2007.Ásthildur enn þá risanafn á Skáni „Ásthildur var ekkert smá góð hérna plús það að hún er algjör goðsögn á Skáni innan kvennafótboltans. Hún er risanafn sem allir muna eftir,“ segir Elísabet um Ásthildi Helgadóttur sem skoraði 46 mörk í 58 leikjum fyrir lið Malmö. „Ásthildur opnaði ákveðnar dyr sem hefur hjálpað okkur öllum sem komu á eftir henni,“ segir Elísabet sem sjálf tók við liði Kristianstad árið 2009. Margrét Lára kom til Kristianstad um mitt tímabil 2009 en hafði áður skorað 127 deildarmörk fyrir Elísabetu þegar þær unnu saman hjá Val. „Hennar besti eiginleiki sem leikmaður er að hún er ótrúleg í að klára færin. Það er oft sem maður hugsar í leikjum; af hverju var Margrét ekki í þessu færi, þegar einhver klúðrar,“ segir Elísabet sem segir að Margrét sé enn þá svolítið frá sínu besta formi. „Hún er ekki með sömu snerpu og yfirferð sem maður er vanur að sjá hjá henni. Hún kemst því ekki í sömu færin,“ segir Elísabet.Lagar ekki lærin Margrét Lára skoraði ekki í fyrstu fjórum leikjum Kristianstad en hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð sem báðir unnust. „Þetta voru tvö skallamörk sem er mjög ólíkt henni,“ segir Elísabet um mörkin hennar á móti AIK og Mallbacken, sem hún segir hjálpa Margréti Láru í endurkomu sinni eftir að hún varð mamma. „Þetta lagar ekki lærin en hjálpar sjálfstraustinu að sjá það að maður er enn þá þar sem maður var,“ segir Elísabet um þýðingu markanna, en Margrét Lára en enn að glíma við sömu meiðsli og fyrir barneignarfríið. Margrét Lára hefur nú skorað 44 af 47 mörkunum sínum í Svíþjóð fyrir Elísabetu eða öll nema þrjú þau fyrstu sem hún skoraði fyrir Linköping fyrri hluta sumars 2009.Margrét Lára í búningi Potsdam.vísir/gettyHefur verið á sérsamningi „Það er kannski eðlilegt að hún hafi endað alltaf aftur og aftur hjá mér út af þessum meiðslum. Hún hefur verið á sérsamningi hvað varðar æfingar og hefur ekki verið að æfa hundrað prósent eins og aðrir leikmenn. Hún hefur farið tvisvar sinnum annað, fyrst til Linköping og svo til Potsdam, og hún hefur endað hjá okkur því hún kemst ekki á sérsamning hvar sem er,“ segir Elísabet. „Hún hefur ekki æft eins og aðrir leikmenn og hefur þurft að vera í sundlauginni og í sérprógrammi úti á velli þegar hinir eru á æfingu,“ útskýrir Elísabet. Elísabet gerði Margréti Láru að fyrirliða Kristianstad-liðsins fyrir þetta tímabil og sinnir hún því hlutverki með Susanne Moberg.Ráða því hvor er með bandið „Ég er með tvo fyrirliða. Þær sjá alveg um það sjálfar og eru bara leiðtogar fyrir liðið inni í klefanum. Þær ráða því hvor er með bandið,“ segir Elísabet, en úr fjarlægð lítur út fyrir það að þær skipti við hvern tapleik. Ásthildur Helgadóttir stóð sig frábærlega með liði Malmö á fyrsta áratug þessarar aldar. Ásthildur spilaði fyrst þrjá leiki með Malmö í lok 2003-tímabilsins en var síðan með Malmö þrjú síðustu tímabilin á ferlinum 2005-2007. Besta tímabilið hennar var 2006 þegar hún var í baráttu um markakóngstitilinn í sænsku deildinni. Ásthildur varð á endanum í þriðja sæti á eftir þeim Lottu Schelin og Mörtu, sem báðir hafa síðan verið í hópi bestu knattspyrnukvenna heims. Ásthildur varð að leggja skóna á hilluna haustið 2007 vegna þráðlátra hnémeiðsla.Hefur tekið annað met af henni Þetta er ekki fyrsta markmetið sem Margrét Lára tekur af Ásthildi því Ásthildur var markahæsta landsliðskona Íslands frá 1996 til byrjun árs 2007 þegar Margrét Lára bætti met hennar. Margrét Lára hefur síðan bætt metið um heil 48 mörk.
Fótbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira