Handmalar kaffibaunir í þakíbúð á Skólavörðustíg Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2015 12:00 Vísir/Valli Sonja Björk og sambýlismaður hennar Jökull flutti inn í íbúðina í september, þrátt fyrir að hún sé ekki nema 40 skráðir fermetrar er hún vel skipulögð og rýmið nýtist vel. Sólin skín inn um stóra gluggana og Sonja, sem er menntaður innanhússarkitekt, á alls konar fallega muni. Hún segist þó ekki vera allt of vandlát á hvaða hlutir fái fastan stað á heimilinu. „Mér finnst gaman að fá eitthvað gefins og mér finnst allir hlutir eiga heima einhvers staðar,“ segir hún eftir smá umhugsun og bætir við að hún tengi gjafir við þann sem gefur. Það getur verið hægara sagt en gert að komast yfir kræsilegar leiguíbúðir en Sonja og Jökull duttu svo sannarlega í lukkupottinn. „Þegar við fórum og skoðuðum íbúðina var Jökull búinn að segja við mig að gera mér ekki of miklar vonir. Við vissum bara að hún væri lítil og svo komum við hingað upp og fórum bara að hlæja,“ segir hún glöð í bragði enda er útsýnið tilkomumikið. Eldhúsið og stofan eru samtengd rými og gluggar eru á öllum austurveggjum íbúðarinnar. Í stofunni stendur rúmgott eldhúsborð en Sonja segir að uppáhaldsstaðurinn í íbúðinni sé við borðið þar sem hægt er að sitja í rólegheitum, drekka kaffi og njóta útsýnisins.Það getur oft reynst þrautin þyngri að ákveða hvar skal hengja upp listaverk og málverk. „Þetta var eitt af verkunum sem við hengdum fyrst upp,“ segir hún en verkið er eftir grafíska hönnuðinn Kríu Benediktsdóttur. Handsmíðaðar viðarhillur eru undir gluggunum í stofunni. Hillurnar teiknaði Sonja og fékk í þrítugsafmælisgjöf frá Jökli en þær eru smíðaðar af húsgagnasmíðanemanum Jóni Hinriki Höskuldssyni. Á eldhúsborðinu stendur vígalegur þrívíddarprentari. „Við keyptum hann í pörtum og settum hann svo saman, þegar allir voru að púsla um jólin vorum við að setja saman 3D-prentara.“ Hér eru kaffibaunir handmalaðar í gamalli kaffikvörn á hverjum morgni. „Þetta er svo mikil stemning, svo er maður líka með útsýnið,“ segir Sonja og hlær. Sonja á afmæli rétt fyrir jól og fékk í afmælisgjöf dagatal frá Art 365 sem inniheldur 365 listaverk eftir íslenska listamenn. „Þetta er svona eins og að opna pakka á hverjum degi,“ segir Sonja. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Sonja Björk og sambýlismaður hennar Jökull flutti inn í íbúðina í september, þrátt fyrir að hún sé ekki nema 40 skráðir fermetrar er hún vel skipulögð og rýmið nýtist vel. Sólin skín inn um stóra gluggana og Sonja, sem er menntaður innanhússarkitekt, á alls konar fallega muni. Hún segist þó ekki vera allt of vandlát á hvaða hlutir fái fastan stað á heimilinu. „Mér finnst gaman að fá eitthvað gefins og mér finnst allir hlutir eiga heima einhvers staðar,“ segir hún eftir smá umhugsun og bætir við að hún tengi gjafir við þann sem gefur. Það getur verið hægara sagt en gert að komast yfir kræsilegar leiguíbúðir en Sonja og Jökull duttu svo sannarlega í lukkupottinn. „Þegar við fórum og skoðuðum íbúðina var Jökull búinn að segja við mig að gera mér ekki of miklar vonir. Við vissum bara að hún væri lítil og svo komum við hingað upp og fórum bara að hlæja,“ segir hún glöð í bragði enda er útsýnið tilkomumikið. Eldhúsið og stofan eru samtengd rými og gluggar eru á öllum austurveggjum íbúðarinnar. Í stofunni stendur rúmgott eldhúsborð en Sonja segir að uppáhaldsstaðurinn í íbúðinni sé við borðið þar sem hægt er að sitja í rólegheitum, drekka kaffi og njóta útsýnisins.Það getur oft reynst þrautin þyngri að ákveða hvar skal hengja upp listaverk og málverk. „Þetta var eitt af verkunum sem við hengdum fyrst upp,“ segir hún en verkið er eftir grafíska hönnuðinn Kríu Benediktsdóttur. Handsmíðaðar viðarhillur eru undir gluggunum í stofunni. Hillurnar teiknaði Sonja og fékk í þrítugsafmælisgjöf frá Jökli en þær eru smíðaðar af húsgagnasmíðanemanum Jóni Hinriki Höskuldssyni. Á eldhúsborðinu stendur vígalegur þrívíddarprentari. „Við keyptum hann í pörtum og settum hann svo saman, þegar allir voru að púsla um jólin vorum við að setja saman 3D-prentara.“ Hér eru kaffibaunir handmalaðar í gamalli kaffikvörn á hverjum morgni. „Þetta er svo mikil stemning, svo er maður líka með útsýnið,“ segir Sonja og hlær. Sonja á afmæli rétt fyrir jól og fékk í afmælisgjöf dagatal frá Art 365 sem inniheldur 365 listaverk eftir íslenska listamenn. „Þetta er svona eins og að opna pakka á hverjum degi,“ segir Sonja.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning