Rihanna keypti samfestinginn sjálf Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2015 10:00 Mynd/Vísir Stjörnurnar keppast við það að klæðast fötum frá tískumerkinu Galvan en einn stofnenda og listrænn stjórnandi merkisins er Sólveig Káradóttir. Nú síðast var það leikkonan Elizabeth Olsen, systir tískudrottninganna og tvíburanna Mary-Kate og Ashley Olsen, sem klæddist hvítum og dökkbláum kjól úr smiðju merkisins á frumsýningu Avengers: Age of Ultron í Los Angeles. Mynd/Getty„Mér finnst hún svo skemmtileg, hún Elizabeh Olsen, bæði góð leikkona og flott stelpa,“ segir Sólveig glöð í bragði. Í mörgum tilfellum klæðast stjörnurnar hönnun sem þær fá senda í gegnum stílista sína og PR-skrifstofur. Sú var þó ekki raunin þegar ein þekktasta poppstjarna heims, Rihanna, klæddist í tvígang flík frá Galvan í febrúar síðastliðnum. „Rihanna keypti og valdi samfestinginn og kjólinn sjálf,“ segir Sólveig. Rihanna, sem þekkt er fyrir það að vera mikill frumkvöðull þegar kemur að tísku, klæddist dökkbláum Galvan-samfestingi í partíi eftir Grammy-verðlaunahátíðina en fatnaðinn keypti hún í fataversluninni Opening Ceremony í Los Angeles.Leikkonan Gwyneth Paltrow klæddist samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar.Mynd/GettySöngkonan klæddist einnig kjól frá merkinu þegar hún hélt upp á tuttugu og sjö ára afmælið sitt rúmri viku síðar en þá varð fyrir valinu silfraður gólfsíður kjóll með mjóum hlýrum. Sólveig segir það hafa haft góð áhrif á söluna en kjóllinn seldist í kjölfarið upp í tveimur verslunum. Stjörnurnar virðast því hrifnar af merkinu en leikkonan Sienna Miller klæddist kjól frá merkinu á síðasta ári og leikkonan Gwyneth Paltrow var í samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar en hún hefur áður klæðst flíkum frá merkinu, sem leggur áherslu á nútímalegan og svalan kvöldklæðnað. „Það er margt spennandi fram undan hjá okkur hjá Galvan, en við erum meðal annars að hanna exclusive línu fyrir netverslunina Matchesfashion.com,“ segir Sólveig. Fremur stutt er síðan Galvan var stofnað en merkinu var hleypt af stokkunum árið 2014 af Sólveigu ásamt Carolyn Hodler, Katherine Homgren og Anna-Christin Haas. Our favorite girl Rihanna in Galvan again, this time celebrating her birthday in our silver chainmail slip dress @badgalriri #happybirthday #galvanlondon A photo posted by Galvan London (@galvanlondon) on Feb 22, 2015 at 10:01am PST Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Stjörnurnar keppast við það að klæðast fötum frá tískumerkinu Galvan en einn stofnenda og listrænn stjórnandi merkisins er Sólveig Káradóttir. Nú síðast var það leikkonan Elizabeth Olsen, systir tískudrottninganna og tvíburanna Mary-Kate og Ashley Olsen, sem klæddist hvítum og dökkbláum kjól úr smiðju merkisins á frumsýningu Avengers: Age of Ultron í Los Angeles. Mynd/Getty„Mér finnst hún svo skemmtileg, hún Elizabeh Olsen, bæði góð leikkona og flott stelpa,“ segir Sólveig glöð í bragði. Í mörgum tilfellum klæðast stjörnurnar hönnun sem þær fá senda í gegnum stílista sína og PR-skrifstofur. Sú var þó ekki raunin þegar ein þekktasta poppstjarna heims, Rihanna, klæddist í tvígang flík frá Galvan í febrúar síðastliðnum. „Rihanna keypti og valdi samfestinginn og kjólinn sjálf,“ segir Sólveig. Rihanna, sem þekkt er fyrir það að vera mikill frumkvöðull þegar kemur að tísku, klæddist dökkbláum Galvan-samfestingi í partíi eftir Grammy-verðlaunahátíðina en fatnaðinn keypti hún í fataversluninni Opening Ceremony í Los Angeles.Leikkonan Gwyneth Paltrow klæddist samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar.Mynd/GettySöngkonan klæddist einnig kjól frá merkinu þegar hún hélt upp á tuttugu og sjö ára afmælið sitt rúmri viku síðar en þá varð fyrir valinu silfraður gólfsíður kjóll með mjóum hlýrum. Sólveig segir það hafa haft góð áhrif á söluna en kjóllinn seldist í kjölfarið upp í tveimur verslunum. Stjörnurnar virðast því hrifnar af merkinu en leikkonan Sienna Miller klæddist kjól frá merkinu á síðasta ári og leikkonan Gwyneth Paltrow var í samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar en hún hefur áður klæðst flíkum frá merkinu, sem leggur áherslu á nútímalegan og svalan kvöldklæðnað. „Það er margt spennandi fram undan hjá okkur hjá Galvan, en við erum meðal annars að hanna exclusive línu fyrir netverslunina Matchesfashion.com,“ segir Sólveig. Fremur stutt er síðan Galvan var stofnað en merkinu var hleypt af stokkunum árið 2014 af Sólveigu ásamt Carolyn Hodler, Katherine Homgren og Anna-Christin Haas. Our favorite girl Rihanna in Galvan again, this time celebrating her birthday in our silver chainmail slip dress @badgalriri #happybirthday #galvanlondon A photo posted by Galvan London (@galvanlondon) on Feb 22, 2015 at 10:01am PST
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira