Þriðji í afmæli í dag Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. mars 2015 13:30 Guðlaug María í blíðskaparveðri og algerri slökun á Tenerife. Mynd/Freyr Ólafsson „Ég er hér í blíðskaparveðri og algerri slökun með fjölskyldunni,“ segir Guðlaug María Bjarnadóttir leikkona þegar hún er ónáðuð á Tenerife í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. „Svo vill svo skemmtilega til að margir vinir mínir hafa verið hér líka, sumir eru reyndar farnir heim og aðrir eru á förum. Ég hef farið út að borða með þeim í hollum í tilefni afmælisins, þannig að afmælisdagurinn sjálfur er þriðji í afmæli hjá mér. Svo verður fjórði í afmæli þegar yngsta dóttir mín kemur, hún er í leiklistarnámi í Bratislava þessa önn en kemur hingað innan fárra daga.“ Guðlaug María kveðst hafa alist upp á Akureyri og á góðar minningar þaðan. Þegar minnst er á Sjallann, viðurkennir hún að hafa dulbúið sig með mikilli fyrirhöfn til að komast þar inn áður en hún hafði aldur til. Sama gilti um leiklistarnámskeiðið sem hún fór á hjá Arnari Jónssyni, Þórhildi Þorleifsdóttur og Sigmundi Erni Arngrímssyni. „Þar var sextán ára aldurstakmark en ég komst inn áður en ég náði því takmarki. Það var ágætur skóli. Þaðan lá leiðin í Leiklistarskóla Íslands og svo fór ég að leika.“ Af eftirminnilegum sýningum nefnir hún Amadeus í Þjóðleikhúsinu, Reykjavíkursögur Ástu í Hlaðvarpanum, Bílaverkstæði Badda og Gauragang. Auk þess var hún í Pæld'íðí-hópnum sem hafði það hlutverk að sýna fræðandi og uppbyggileg verk fyrir börn og unglinga. „Við byrjuðum á mjög hneykslanlegu verki um kynfræðslu sem hét Pæld'íðí og var bannað sums staðar. Fengum alveg ótrúlega góða auglýsingu því um það var náttúrlega fjallað í blöðunum,“ rifjar hún upp glaðlega. „Svo er gaman að segja frá því að um daginn var ég í fornbókabúð að leita að ljóðabók sem ég gaf út á mínum yngri árum. Þá sagði afgreiðslumaðurinn: „Já, eftir Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur? Ég sá eina leiksýningu með henni, það var Hvað gerðist í gær? Hún er ógleymanleg.“ Hann fattaði ekkert við hverja hann var að tala. Hvað gerðist í gær? fjallaði um fangabúðir gyðinga og ég var ein á sviðinu í tvo og hálfan tíma. Ég þurfti sko ekki að fara í megrun því ég breyttist í Belsen-fanga, æfingarnar voru svo erfiðar. En mér þótti vænt um ummæli afgreiðsumannsins.“ Nú er Guðlaug María kennari við Borgarholtsskóla. „Ég ákvað að fara í háskólann þegar ég var um fertugt, fannst ég aldrei hafa lært alveg nóg og fór í uppeldis- og kennslufræði og svo menntunarfræði. Eftir það fannst mér svo gott að hafa frí á kvöldin að ég svissaði yfir í kennsluna. Það er aldrei að vita nema ég byrji að leika aftur þegar ég verð orðin gömul, það vantar alltaf kerlingar með fullu viti í einhver hlutverk.“ Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Ég er hér í blíðskaparveðri og algerri slökun með fjölskyldunni,“ segir Guðlaug María Bjarnadóttir leikkona þegar hún er ónáðuð á Tenerife í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. „Svo vill svo skemmtilega til að margir vinir mínir hafa verið hér líka, sumir eru reyndar farnir heim og aðrir eru á förum. Ég hef farið út að borða með þeim í hollum í tilefni afmælisins, þannig að afmælisdagurinn sjálfur er þriðji í afmæli hjá mér. Svo verður fjórði í afmæli þegar yngsta dóttir mín kemur, hún er í leiklistarnámi í Bratislava þessa önn en kemur hingað innan fárra daga.“ Guðlaug María kveðst hafa alist upp á Akureyri og á góðar minningar þaðan. Þegar minnst er á Sjallann, viðurkennir hún að hafa dulbúið sig með mikilli fyrirhöfn til að komast þar inn áður en hún hafði aldur til. Sama gilti um leiklistarnámskeiðið sem hún fór á hjá Arnari Jónssyni, Þórhildi Þorleifsdóttur og Sigmundi Erni Arngrímssyni. „Þar var sextán ára aldurstakmark en ég komst inn áður en ég náði því takmarki. Það var ágætur skóli. Þaðan lá leiðin í Leiklistarskóla Íslands og svo fór ég að leika.“ Af eftirminnilegum sýningum nefnir hún Amadeus í Þjóðleikhúsinu, Reykjavíkursögur Ástu í Hlaðvarpanum, Bílaverkstæði Badda og Gauragang. Auk þess var hún í Pæld'íðí-hópnum sem hafði það hlutverk að sýna fræðandi og uppbyggileg verk fyrir börn og unglinga. „Við byrjuðum á mjög hneykslanlegu verki um kynfræðslu sem hét Pæld'íðí og var bannað sums staðar. Fengum alveg ótrúlega góða auglýsingu því um það var náttúrlega fjallað í blöðunum,“ rifjar hún upp glaðlega. „Svo er gaman að segja frá því að um daginn var ég í fornbókabúð að leita að ljóðabók sem ég gaf út á mínum yngri árum. Þá sagði afgreiðslumaðurinn: „Já, eftir Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur? Ég sá eina leiksýningu með henni, það var Hvað gerðist í gær? Hún er ógleymanleg.“ Hann fattaði ekkert við hverja hann var að tala. Hvað gerðist í gær? fjallaði um fangabúðir gyðinga og ég var ein á sviðinu í tvo og hálfan tíma. Ég þurfti sko ekki að fara í megrun því ég breyttist í Belsen-fanga, æfingarnar voru svo erfiðar. En mér þótti vænt um ummæli afgreiðsumannsins.“ Nú er Guðlaug María kennari við Borgarholtsskóla. „Ég ákvað að fara í háskólann þegar ég var um fertugt, fannst ég aldrei hafa lært alveg nóg og fór í uppeldis- og kennslufræði og svo menntunarfræði. Eftir það fannst mér svo gott að hafa frí á kvöldin að ég svissaði yfir í kennsluna. Það er aldrei að vita nema ég byrji að leika aftur þegar ég verð orðin gömul, það vantar alltaf kerlingar með fullu viti í einhver hlutverk.“
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira