Dagar sem við gleymum aldrei Magnús Guðmundsson skrifar 28. mars 2015 09:30 "Þessi var tekin síðasta kvöldið okkar saman. Við vorum rétt komnir yfir landamærin til Síle, sólin að setjast og langt í næsta bæ. Við ákváðum því að tjalda í þarna í þessari mögnuðu birtu.“ Það er nú skrítið að hugsa til þess í dag en ég hafði nánast aldrei farið á mótorhjól áður en ég ákvað að skella mér í þessa ferð,“ segir Baldur Kristjánsson ljósmyndari, sem fyrr í þessum mánuði ferðaðist um Síle og Argentínu á mótorhjóli ásamt föður sínum Kristjáni Gíslasyni. Kristján var reyndar einn á ferð í tíu mánaða heimsreisu en Baldur ákvað að koma til móts við hann í Santiago í Síle og taka með honum þennan heillandi áfanga ferðarinnar.Saltsléttan mikla Salinas Grande í Argentínu er uppþornað stöðuvatn og saltsléttan nær eins langt og augað eygir.„Ég ákvað seint á síðasta ári að fara í mótorhjólaprófið og láta slag standa. Það slapp til að ég náði að klára síðasta prófið að hausti og svo skall á íslenskur vetur og því gafst mér ekkert tækifæri til þess að æfa mig. Pabbi byrjaði á þessu fyrir tveimur árum og var að fara ferðir hérna heima. Hann fótbrotnaði reyndar í fyrstu ferðinni en kolféll engu að síður fyrir þessum ferðamáta. Hann fór af stað í fyrra frá Litlu-kaffistofunni og tók síðan Norrænu og byrjaði í Evrópu og fór þaðan til Mið-Austurlanda og Asíu, svo Ástralíu og er núna á ferð um Ameríku.“Vinalegt fólk „Maður fékk mikla athygli fyrir það að vera á mótorhjóli og ekki minnkaði sá áhugi þegar fólk komst að því að við værum frá Íslandi. Þarna er ég rétt hjá þjóðgarðinum í Argentínu í Huaco, en þar gistum við á frábæru gistiheimili og þar var hópur af jarðfræðinemum sem voru í námsferð. Þau voru alveg heilluð og buðu mér í partí til sín um kvöldið. Þar var mikið stuð, dansað, hlegið og drukkið Fernet Branca.“„Ég náði svo að troða mér inn í þetta og það er óhagkvæmasta en jafnframt besta ákvörðun sem ég hef tekið um dagana. Við eigum eftir að tala um þetta alla okkar tíð. Þetta var ógleymanlegt. Fólkið þarna er yndislegt, maturinn góður, veðrið gott og náttúran stórkostleg. Það kom meira að segja í tvígang fyrir að ókunnugt fólk gaf sig á tal við okkur og bauð okkur í mat. Fólkið þarna er alveg ótrúlega hlýlegt og gott.“Gistiheimili „Ég er talsmaður þess að gista á gistiheimilum fremur en hótelum á svona ferðalögum. Þar hittir maður alltaf áhugavert fólk sem hefur sínar sögur að segja. Þessar mæðgur eru frá Ísrael og var gaman að deila sögum yfir kaffibolla og ristuðu brauði.“Ferð þeirra Baldurs og Kristjáns lá frá Santiago til Valparaíso sem er náttúruperla á heimsminjaskrá Unesco. „Þaðan lá leiðin yfir Andesfjöllin sem eru eiginlega eins og Landmannalaugar á sterum og í raun er margt í landslaginu þarna sem minnti okkur mikið á Ísland. Við komum yfir til Mendosa í Argentínu og hjóluðum svo Ruta Forti sem er þeirra Route 66 norður eftir landinu og sáum ótrúlega staði á borð við Salinas Grande og fjölmargt fleira. Þegar við komum aftur yfir landamærin til Síle kvöddumst við og ég tók stefnuna heim á leið en pabbi ætlar að hjóla norður eftir Ameríku allri og enda á austurströnd Bandaríkjanna.“Á heimsminjaskrá Valparaíso í Síle er á heimsminjaskrá Unesco enda ótrúlega fallegur staður.Baldur og Kristján gáfu sér góðan tíma á ferðalaginu. Byrjuðu hvern dag á hugleiðslustund og svo góðum kaffibolla og leyfðu hverjum degi að þróast umfram það að binda sig við stífa ferðaáætlun. „Þetta var frábært fyrir okkur sem feðga því það er öðruvísi kemistría við þessar aðstæður. Við áttum alveg til að detta í gott trúnó á kvöldin og það var aldrei neitt stress í gangi. Aðalmálið var að njóta ferðarinnar saman.“ Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Það er nú skrítið að hugsa til þess í dag en ég hafði nánast aldrei farið á mótorhjól áður en ég ákvað að skella mér í þessa ferð,“ segir Baldur Kristjánsson ljósmyndari, sem fyrr í þessum mánuði ferðaðist um Síle og Argentínu á mótorhjóli ásamt föður sínum Kristjáni Gíslasyni. Kristján var reyndar einn á ferð í tíu mánaða heimsreisu en Baldur ákvað að koma til móts við hann í Santiago í Síle og taka með honum þennan heillandi áfanga ferðarinnar.Saltsléttan mikla Salinas Grande í Argentínu er uppþornað stöðuvatn og saltsléttan nær eins langt og augað eygir.„Ég ákvað seint á síðasta ári að fara í mótorhjólaprófið og láta slag standa. Það slapp til að ég náði að klára síðasta prófið að hausti og svo skall á íslenskur vetur og því gafst mér ekkert tækifæri til þess að æfa mig. Pabbi byrjaði á þessu fyrir tveimur árum og var að fara ferðir hérna heima. Hann fótbrotnaði reyndar í fyrstu ferðinni en kolféll engu að síður fyrir þessum ferðamáta. Hann fór af stað í fyrra frá Litlu-kaffistofunni og tók síðan Norrænu og byrjaði í Evrópu og fór þaðan til Mið-Austurlanda og Asíu, svo Ástralíu og er núna á ferð um Ameríku.“Vinalegt fólk „Maður fékk mikla athygli fyrir það að vera á mótorhjóli og ekki minnkaði sá áhugi þegar fólk komst að því að við værum frá Íslandi. Þarna er ég rétt hjá þjóðgarðinum í Argentínu í Huaco, en þar gistum við á frábæru gistiheimili og þar var hópur af jarðfræðinemum sem voru í námsferð. Þau voru alveg heilluð og buðu mér í partí til sín um kvöldið. Þar var mikið stuð, dansað, hlegið og drukkið Fernet Branca.“„Ég náði svo að troða mér inn í þetta og það er óhagkvæmasta en jafnframt besta ákvörðun sem ég hef tekið um dagana. Við eigum eftir að tala um þetta alla okkar tíð. Þetta var ógleymanlegt. Fólkið þarna er yndislegt, maturinn góður, veðrið gott og náttúran stórkostleg. Það kom meira að segja í tvígang fyrir að ókunnugt fólk gaf sig á tal við okkur og bauð okkur í mat. Fólkið þarna er alveg ótrúlega hlýlegt og gott.“Gistiheimili „Ég er talsmaður þess að gista á gistiheimilum fremur en hótelum á svona ferðalögum. Þar hittir maður alltaf áhugavert fólk sem hefur sínar sögur að segja. Þessar mæðgur eru frá Ísrael og var gaman að deila sögum yfir kaffibolla og ristuðu brauði.“Ferð þeirra Baldurs og Kristjáns lá frá Santiago til Valparaíso sem er náttúruperla á heimsminjaskrá Unesco. „Þaðan lá leiðin yfir Andesfjöllin sem eru eiginlega eins og Landmannalaugar á sterum og í raun er margt í landslaginu þarna sem minnti okkur mikið á Ísland. Við komum yfir til Mendosa í Argentínu og hjóluðum svo Ruta Forti sem er þeirra Route 66 norður eftir landinu og sáum ótrúlega staði á borð við Salinas Grande og fjölmargt fleira. Þegar við komum aftur yfir landamærin til Síle kvöddumst við og ég tók stefnuna heim á leið en pabbi ætlar að hjóla norður eftir Ameríku allri og enda á austurströnd Bandaríkjanna.“Á heimsminjaskrá Valparaíso í Síle er á heimsminjaskrá Unesco enda ótrúlega fallegur staður.Baldur og Kristján gáfu sér góðan tíma á ferðalaginu. Byrjuðu hvern dag á hugleiðslustund og svo góðum kaffibolla og leyfðu hverjum degi að þróast umfram það að binda sig við stífa ferðaáætlun. „Þetta var frábært fyrir okkur sem feðga því það er öðruvísi kemistría við þessar aðstæður. Við áttum alveg til að detta í gott trúnó á kvöldin og það var aldrei neitt stress í gangi. Aðalmálið var að njóta ferðarinnar saman.“
Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira