Þýddi ljóð Enhedúönnu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2015 10:30 Kolbrún Lilja hélt til Kaupmannahafnar til þess að læra súmersku og akkadísku. Vísir/GVA Á morgun fer fram málþingið Holdið er veikt – af sambandi líkama, sálar og samfélags, þar sem fjórir framhaldsnemar í bókmenntafræði við Háskóla Íslands flytja erindi, þau Andri Már Kristjánsson, Kristín María Kristinsdóttir, Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir og Vera Knútsdóttir. Erindin fjalla um ólík viðfangsefni en tengjast þó öll á þann máta að þau fjalla um birtingarmyndir líkama og sálar í samfélaginu á einn eða annan hátt. Kolbrún Lilja flytur erindið Enhedúanna: Konan sem hvarf í glatkistuna, og fjallar erindið um akkadísku skáldkonuna Enhedúönnu sem var uppi í kringum 2250 fyrir Krist. Kolbrún Lilja þýddi ljóð Enhedúönnu en til þess þurfti hún að halda utan og læra tvö ný tungumál. „Ég fór og lærði súmersku úti í Kaupmannahöfn til þess að græja þetta. Ég var í þrjár annir og lærði bæði akkadísku og súmersku. Akkadíska er skyld hebresku og arabísku en súmerska er ekki skyld neinu öðru tungumáli svo vitað sé til,“ segir hún en handritið sem hún þýddi er eitt elsta handrit eftir þekktan höfund. Áhugi Kolbrúnar Lilju á Enhedúönnu kviknaði þegar hún hóf nám í bókmenntafræði árið 2008. „Þá var Gilgameskviða kynnt sem elsti textinn og ég þóttist nú vita eitthvað betur,“ segir hún og hlær en stefnan er tekin á að taka efnið til kennslu í grunnnámskeiði í bókmenntafræði. „Það er eitthvað aðeins vitað um hana, hún var dóttir keisara sem hét Sargon og var hofgyðja yfir einu af stærstu hofunum í Súmer, þess vegna fékk hún tækifæri til að skrifa þessi ljóð sem hún gerði.“ Í fyrirlestrinum hyggst Kolbrún Lilja beina sjónum að viðtöku verka hennar, en erfitt hefur reynst að finna Enhedúönnu stöðu innan bókmenntahefðarinnar og meðal annars mun hún fjalla um þrískipta jöðrun hennar, sem konu af mið-austurlenskum uppruna. „Ég ætla að tengja þetta við viðfangsefnið í gegnum það hvernig áherslan er á að jarðneskar leifar hennar hafi ekki fundist og því séu ekki til haldbærar fornleifafræðilegar heimildir um tilvist hennar. Þess vegna er hikað við að fjalla um hana en þetta virðist ekki vera vandamál þegar kemur að Hómer og öðrum rithöfundum,“ bendir hún á að lokum. Málþingið er haldið af Menningarfélaginu, félagi framhaldsnema við Íslensku og menningardeild Háskóla Íslands, og fer fram í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu 207, og hefst klukkan 15.30. Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Á morgun fer fram málþingið Holdið er veikt – af sambandi líkama, sálar og samfélags, þar sem fjórir framhaldsnemar í bókmenntafræði við Háskóla Íslands flytja erindi, þau Andri Már Kristjánsson, Kristín María Kristinsdóttir, Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir og Vera Knútsdóttir. Erindin fjalla um ólík viðfangsefni en tengjast þó öll á þann máta að þau fjalla um birtingarmyndir líkama og sálar í samfélaginu á einn eða annan hátt. Kolbrún Lilja flytur erindið Enhedúanna: Konan sem hvarf í glatkistuna, og fjallar erindið um akkadísku skáldkonuna Enhedúönnu sem var uppi í kringum 2250 fyrir Krist. Kolbrún Lilja þýddi ljóð Enhedúönnu en til þess þurfti hún að halda utan og læra tvö ný tungumál. „Ég fór og lærði súmersku úti í Kaupmannahöfn til þess að græja þetta. Ég var í þrjár annir og lærði bæði akkadísku og súmersku. Akkadíska er skyld hebresku og arabísku en súmerska er ekki skyld neinu öðru tungumáli svo vitað sé til,“ segir hún en handritið sem hún þýddi er eitt elsta handrit eftir þekktan höfund. Áhugi Kolbrúnar Lilju á Enhedúönnu kviknaði þegar hún hóf nám í bókmenntafræði árið 2008. „Þá var Gilgameskviða kynnt sem elsti textinn og ég þóttist nú vita eitthvað betur,“ segir hún og hlær en stefnan er tekin á að taka efnið til kennslu í grunnnámskeiði í bókmenntafræði. „Það er eitthvað aðeins vitað um hana, hún var dóttir keisara sem hét Sargon og var hofgyðja yfir einu af stærstu hofunum í Súmer, þess vegna fékk hún tækifæri til að skrifa þessi ljóð sem hún gerði.“ Í fyrirlestrinum hyggst Kolbrún Lilja beina sjónum að viðtöku verka hennar, en erfitt hefur reynst að finna Enhedúönnu stöðu innan bókmenntahefðarinnar og meðal annars mun hún fjalla um þrískipta jöðrun hennar, sem konu af mið-austurlenskum uppruna. „Ég ætla að tengja þetta við viðfangsefnið í gegnum það hvernig áherslan er á að jarðneskar leifar hennar hafi ekki fundist og því séu ekki til haldbærar fornleifafræðilegar heimildir um tilvist hennar. Þess vegna er hikað við að fjalla um hana en þetta virðist ekki vera vandamál þegar kemur að Hómer og öðrum rithöfundum,“ bendir hún á að lokum. Málþingið er haldið af Menningarfélaginu, félagi framhaldsnema við Íslensku og menningardeild Háskóla Íslands, og fer fram í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu 207, og hefst klukkan 15.30.
Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“