Sýndi töfra fyrir Depeche Mode Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. mars 2015 09:30 Ingó Geirdal mynd/krissý Töframaðurinn Ingó Geirdal heldur töfrasýningu á laugardaginn í Salnum í Kópavogi. „Ég hef töfrað í ein þrjátíu ár og er sennilega sá töframaður á Íslandi sem hefur starfað lengst á Íslandi,“ segir Ingó, en auk þess að vera töframaður er hann einnig gítarleikari hljómsveitarinnar Dimmu. „Ég hef oft tvinnað þetta tvennt saman; tónlistina og töfrabrögðin.“ Ingó byrjaði að töfra þegar hann var tíu ára gamall og lærði af Baldri Brjánssyni. Sýningin er ekki sú sama og þá enda hefur hún tekið breytingum í gegnum tíðina. „Síðustu ár hefur borið meira á ýmsum áhættuatriðum. Meðal annars má nefna að núna þræði ég flugbeitt rakvélarblöð upp á pinna og nota til þess munninn á mér.“ Ingó segist einnig vera að fikra sig inn á slóð hugsanalesturs sem David Blaine og Derren Brown eru þekktir fyrir. Oft er sagt að töframenn upplýsi aldrei um leyndardóminn bak við töfrabragðið en það getur tæplega staðist þar sem oft birtast nýir og nýir töframenn. „Þetta er mjög lokað bræðralag og við treystum ekki hverjum sem er. Það tók Baldur til að mynda langan tíma að fara að treysta mér og kenna mér,“ segir Ingó. Eitt sinn töfraði Ingó baksviðs fyrir meðlimi Depeche Mode, en Martin Gore, gítarleikari sveitarinnar, er mikill aðdáandi töfrabragða. „Rótari sveitarinnar hafði séð mig koma fram í sjónvarpsþætti í Svíþjóð og þegar þeir léku þar þá hafði hann uppi á mér og bauð mér baksviðs. Það var afar áhugavert,“ segir Ingó. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Töframaðurinn Ingó Geirdal heldur töfrasýningu á laugardaginn í Salnum í Kópavogi. „Ég hef töfrað í ein þrjátíu ár og er sennilega sá töframaður á Íslandi sem hefur starfað lengst á Íslandi,“ segir Ingó, en auk þess að vera töframaður er hann einnig gítarleikari hljómsveitarinnar Dimmu. „Ég hef oft tvinnað þetta tvennt saman; tónlistina og töfrabrögðin.“ Ingó byrjaði að töfra þegar hann var tíu ára gamall og lærði af Baldri Brjánssyni. Sýningin er ekki sú sama og þá enda hefur hún tekið breytingum í gegnum tíðina. „Síðustu ár hefur borið meira á ýmsum áhættuatriðum. Meðal annars má nefna að núna þræði ég flugbeitt rakvélarblöð upp á pinna og nota til þess munninn á mér.“ Ingó segist einnig vera að fikra sig inn á slóð hugsanalesturs sem David Blaine og Derren Brown eru þekktir fyrir. Oft er sagt að töframenn upplýsi aldrei um leyndardóminn bak við töfrabragðið en það getur tæplega staðist þar sem oft birtast nýir og nýir töframenn. „Þetta er mjög lokað bræðralag og við treystum ekki hverjum sem er. Það tók Baldur til að mynda langan tíma að fara að treysta mér og kenna mér,“ segir Ingó. Eitt sinn töfraði Ingó baksviðs fyrir meðlimi Depeche Mode, en Martin Gore, gítarleikari sveitarinnar, er mikill aðdáandi töfrabragða. „Rótari sveitarinnar hafði séð mig koma fram í sjónvarpsþætti í Svíþjóð og þegar þeir léku þar þá hafði hann uppi á mér og bauð mér baksviðs. Það var afar áhugavert,“ segir Ingó.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira