Starfsmenn þora ekki að segja hug sinn kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 25. mars 2015 08:15 Kostnaður við gerð skýrslu sem unnin var af Þóri Guðmundssyni á síðasta ári og var til grundvallar frumvarpi Gunnars Braga kostaði 10 milljónir. "Kostnaðurinn var rétt um 10 milljónir, sem var nokkru lægra en gert hafði verið ráð fyrir,“ segir Gunnar Bragi. Fréttablaðið/Pjetur Þróunarsamvinnustofnun verður lögð niður um næstu áramót nái frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra fram að ganga. Í frumvarpinu kemur fram að ráðherra skuli bjóða fastráðnum starfsmönnum stofnunarinnar störf í ráðuneytinu frá þeim tíma þegar stofnunin er lögð niður. Starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar þora ekki að segja hug sinn á fyrirhuguðum breytingum í ljósi þessa og hafa búið við mikla óvissu síðustu ár. Blaðamaður Fréttablaðsins fékk það staðfest þegar hann leitaði eftir viðbrögðum nokkurra þeirra. Gunnar Bragi segir víðtækt samráð farið fram um frumvarpið. „Sjálfur hef ég rætt við starfsmennina. Við höfum lagt áherslu á að við sameininguna verði öllum starfsmönnum ÞSSÍ boðin sambærileg störf í ráðuneytinu og að staðarráðnir og tímabundnir starfsmenn haldi sínum samningum.“ Hann segir frumvarpið lagt fram að vel ígrunduðu máli og segist fullviss um að það nái fram að ganga. „Það er byggt á ítarlegri skýrslu sem Þórir Guðmundsson vann fyrir okkur og umræðum sem við höfum átt í kjölfar hennar. Í þessu sambandi er rétt að nefna að Þróunarsamvinnunefnd OECD, sem við urðum aðilar að fyrir tæpum tveimur árum, lagði til að Ísland legði mat á skipulag og fyrirkomulag þróunarsamvinnu til að tryggja hámarksárangur og skilvirkni. Það höfum við gert og niðurstaðan er nú lögð fram á þingi.“ Sex sinnum á síðustu tuttugu árum hafa verið gerðar tilraunir til að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður og færa starfsemi hennar undir utanríkisráðuneytið. Þetta kemur fram í Heimsljósi, fréttariti stofnunarinnar. Þar er greint frá því að stjórnsýslubreytingar hafi verið lagðar til við flesta utanríkisráðherra sem komið hafa til starfa í ráðuneytinu frá aldamótum. Í grein Gunnars Salvarssonar, ritstjóra ritsins, segir orðrétt: „Með nokkurra ára millibili – og með ærnum tilkostnaði – er lagt að nýjum ráðherrum sem koma inn í utanríkisráðuneytið að þeir leggi stofnunina niður. Í kjölfarið hefst skýrslugerð, viðtöl, óvissutími.“ Kostnaður við gerð skýrslu sem unnin var af Þóri Guðmundssyni á síðasta ári og var til grundvallar frumvarpi Gunnars Braga kostaði 10 milljónir. „Kostnaðurinn var rétt um 10 milljónir, sem var nokkru lægra en gert hafði verið ráð fyrir.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Þróunarsamvinnustofnun verður lögð niður um næstu áramót nái frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra fram að ganga. Í frumvarpinu kemur fram að ráðherra skuli bjóða fastráðnum starfsmönnum stofnunarinnar störf í ráðuneytinu frá þeim tíma þegar stofnunin er lögð niður. Starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar þora ekki að segja hug sinn á fyrirhuguðum breytingum í ljósi þessa og hafa búið við mikla óvissu síðustu ár. Blaðamaður Fréttablaðsins fékk það staðfest þegar hann leitaði eftir viðbrögðum nokkurra þeirra. Gunnar Bragi segir víðtækt samráð farið fram um frumvarpið. „Sjálfur hef ég rætt við starfsmennina. Við höfum lagt áherslu á að við sameininguna verði öllum starfsmönnum ÞSSÍ boðin sambærileg störf í ráðuneytinu og að staðarráðnir og tímabundnir starfsmenn haldi sínum samningum.“ Hann segir frumvarpið lagt fram að vel ígrunduðu máli og segist fullviss um að það nái fram að ganga. „Það er byggt á ítarlegri skýrslu sem Þórir Guðmundsson vann fyrir okkur og umræðum sem við höfum átt í kjölfar hennar. Í þessu sambandi er rétt að nefna að Þróunarsamvinnunefnd OECD, sem við urðum aðilar að fyrir tæpum tveimur árum, lagði til að Ísland legði mat á skipulag og fyrirkomulag þróunarsamvinnu til að tryggja hámarksárangur og skilvirkni. Það höfum við gert og niðurstaðan er nú lögð fram á þingi.“ Sex sinnum á síðustu tuttugu árum hafa verið gerðar tilraunir til að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður og færa starfsemi hennar undir utanríkisráðuneytið. Þetta kemur fram í Heimsljósi, fréttariti stofnunarinnar. Þar er greint frá því að stjórnsýslubreytingar hafi verið lagðar til við flesta utanríkisráðherra sem komið hafa til starfa í ráðuneytinu frá aldamótum. Í grein Gunnars Salvarssonar, ritstjóra ritsins, segir orðrétt: „Með nokkurra ára millibili – og með ærnum tilkostnaði – er lagt að nýjum ráðherrum sem koma inn í utanríkisráðuneytið að þeir leggi stofnunina niður. Í kjölfarið hefst skýrslugerð, viðtöl, óvissutími.“ Kostnaður við gerð skýrslu sem unnin var af Þóri Guðmundssyni á síðasta ári og var til grundvallar frumvarpi Gunnars Braga kostaði 10 milljónir. „Kostnaðurinn var rétt um 10 milljónir, sem var nokkru lægra en gert hafði verið ráð fyrir.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira