Með frjálsan taum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 13:00 „Við fórum í svakalegan gír og gleymdum okkur,“ segir Davíð Þór þegar hann rifjar upp fyrstu tónleika þeirra Pekka Kuustisto sem breyttust úr örlitlum spunaópus í risavaxið skrímsli. Fréttablaðið/Stefán „Ég get kannski sagt þér eitthvað eftir tónleikana, en lítið fyrir þá. Við stöndum með kyndil hins óákveðna,“ segir Davíð Þór Jónsson píanisti um það sem fram fer í Kaldalóni í kvöld þegar hann og finnski fiðluleikarinn, Pekka Kuustisto, sameina krafta sína á spunatónleikum. „Ég hef átt við það frá 16 ára aldri að spinna samtímatónlist, klassík, djass, popp og rokk. Við Pekka Kuustisto kynntumst á hátíðinni Reykjavík Midsummer Music, sem hann Víkingur Heiðar Ólafsson stóð fyrir í júní á síðasta ári. Við áttum að spinna örlítinn spunaópus í Norðurljósum í Hörpu en það breyttist í risavaxið skrímsli. Þetta var í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu sem við eyðilögðum eiginlega, fórum í svakalegan gír og gleymdum okkur. Það var engin leið að stoppa.“Fiðluleikarinn Pekka Kuustisto sleit nokkur bogahár í Hörpunni í fyrra.Davíð Þór segir Kuustisto vera í klassíska heiminum og sjálfur hafi hann aðeins verið að stíga fæti þar inn. „Pekka er konsertfiðluleikari en hefur líka verið að spila þjóðlög, popptónlist og spunamúsík og nú ætlum við að gefa öllu frjálsan taum,“ segir hann. Davíð Þór hvetur fólk til að koma í Kaldalón í Hörpu í kvöld ef það langar að heyra eitthvað sem enginn veit hvað verður. „Þetta verður allt frá einhverju hljóðverki og skipaflautum niður í melódíur,“ segir hann kankvís og bætir við. „Það verður einhver að sjá um þessa deild. Við Íslendingar erum með Eurovision, Myrka músíkdaga, djasshátíðir, Sónarhátíð og stóra og litla tónleika. Það verður að halda öllu litrófinu á lofti.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég get kannski sagt þér eitthvað eftir tónleikana, en lítið fyrir þá. Við stöndum með kyndil hins óákveðna,“ segir Davíð Þór Jónsson píanisti um það sem fram fer í Kaldalóni í kvöld þegar hann og finnski fiðluleikarinn, Pekka Kuustisto, sameina krafta sína á spunatónleikum. „Ég hef átt við það frá 16 ára aldri að spinna samtímatónlist, klassík, djass, popp og rokk. Við Pekka Kuustisto kynntumst á hátíðinni Reykjavík Midsummer Music, sem hann Víkingur Heiðar Ólafsson stóð fyrir í júní á síðasta ári. Við áttum að spinna örlítinn spunaópus í Norðurljósum í Hörpu en það breyttist í risavaxið skrímsli. Þetta var í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu sem við eyðilögðum eiginlega, fórum í svakalegan gír og gleymdum okkur. Það var engin leið að stoppa.“Fiðluleikarinn Pekka Kuustisto sleit nokkur bogahár í Hörpunni í fyrra.Davíð Þór segir Kuustisto vera í klassíska heiminum og sjálfur hafi hann aðeins verið að stíga fæti þar inn. „Pekka er konsertfiðluleikari en hefur líka verið að spila þjóðlög, popptónlist og spunamúsík og nú ætlum við að gefa öllu frjálsan taum,“ segir hann. Davíð Þór hvetur fólk til að koma í Kaldalón í Hörpu í kvöld ef það langar að heyra eitthvað sem enginn veit hvað verður. „Þetta verður allt frá einhverju hljóðverki og skipaflautum niður í melódíur,“ segir hann kankvís og bætir við. „Það verður einhver að sjá um þessa deild. Við Íslendingar erum með Eurovision, Myrka músíkdaga, djasshátíðir, Sónarhátíð og stóra og litla tónleika. Það verður að halda öllu litrófinu á lofti.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira