Með frjálsan taum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 13:00 „Við fórum í svakalegan gír og gleymdum okkur,“ segir Davíð Þór þegar hann rifjar upp fyrstu tónleika þeirra Pekka Kuustisto sem breyttust úr örlitlum spunaópus í risavaxið skrímsli. Fréttablaðið/Stefán „Ég get kannski sagt þér eitthvað eftir tónleikana, en lítið fyrir þá. Við stöndum með kyndil hins óákveðna,“ segir Davíð Þór Jónsson píanisti um það sem fram fer í Kaldalóni í kvöld þegar hann og finnski fiðluleikarinn, Pekka Kuustisto, sameina krafta sína á spunatónleikum. „Ég hef átt við það frá 16 ára aldri að spinna samtímatónlist, klassík, djass, popp og rokk. Við Pekka Kuustisto kynntumst á hátíðinni Reykjavík Midsummer Music, sem hann Víkingur Heiðar Ólafsson stóð fyrir í júní á síðasta ári. Við áttum að spinna örlítinn spunaópus í Norðurljósum í Hörpu en það breyttist í risavaxið skrímsli. Þetta var í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu sem við eyðilögðum eiginlega, fórum í svakalegan gír og gleymdum okkur. Það var engin leið að stoppa.“Fiðluleikarinn Pekka Kuustisto sleit nokkur bogahár í Hörpunni í fyrra.Davíð Þór segir Kuustisto vera í klassíska heiminum og sjálfur hafi hann aðeins verið að stíga fæti þar inn. „Pekka er konsertfiðluleikari en hefur líka verið að spila þjóðlög, popptónlist og spunamúsík og nú ætlum við að gefa öllu frjálsan taum,“ segir hann. Davíð Þór hvetur fólk til að koma í Kaldalón í Hörpu í kvöld ef það langar að heyra eitthvað sem enginn veit hvað verður. „Þetta verður allt frá einhverju hljóðverki og skipaflautum niður í melódíur,“ segir hann kankvís og bætir við. „Það verður einhver að sjá um þessa deild. Við Íslendingar erum með Eurovision, Myrka músíkdaga, djasshátíðir, Sónarhátíð og stóra og litla tónleika. Það verður að halda öllu litrófinu á lofti.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta. Menning Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég get kannski sagt þér eitthvað eftir tónleikana, en lítið fyrir þá. Við stöndum með kyndil hins óákveðna,“ segir Davíð Þór Jónsson píanisti um það sem fram fer í Kaldalóni í kvöld þegar hann og finnski fiðluleikarinn, Pekka Kuustisto, sameina krafta sína á spunatónleikum. „Ég hef átt við það frá 16 ára aldri að spinna samtímatónlist, klassík, djass, popp og rokk. Við Pekka Kuustisto kynntumst á hátíðinni Reykjavík Midsummer Music, sem hann Víkingur Heiðar Ólafsson stóð fyrir í júní á síðasta ári. Við áttum að spinna örlítinn spunaópus í Norðurljósum í Hörpu en það breyttist í risavaxið skrímsli. Þetta var í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu sem við eyðilögðum eiginlega, fórum í svakalegan gír og gleymdum okkur. Það var engin leið að stoppa.“Fiðluleikarinn Pekka Kuustisto sleit nokkur bogahár í Hörpunni í fyrra.Davíð Þór segir Kuustisto vera í klassíska heiminum og sjálfur hafi hann aðeins verið að stíga fæti þar inn. „Pekka er konsertfiðluleikari en hefur líka verið að spila þjóðlög, popptónlist og spunamúsík og nú ætlum við að gefa öllu frjálsan taum,“ segir hann. Davíð Þór hvetur fólk til að koma í Kaldalón í Hörpu í kvöld ef það langar að heyra eitthvað sem enginn veit hvað verður. „Þetta verður allt frá einhverju hljóðverki og skipaflautum niður í melódíur,“ segir hann kankvís og bætir við. „Það verður einhver að sjá um þessa deild. Við Íslendingar erum með Eurovision, Myrka músíkdaga, djasshátíðir, Sónarhátíð og stóra og litla tónleika. Það verður að halda öllu litrófinu á lofti.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta.
Menning Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira