Tíska, tattú og tónlist Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 00:01 Herratrend strákarnir ætla sér stóra hluti í blogginu. Vísir/Stefán Alex Michael Green er einn af stofnendum tískuvefsíðunnar Herratrend.is sem fór í loftið í gær. Síðan sker sig úr öðrum tískusíðum, því henni er stýrt af ungum mönnum og eru efnistökin herratíska. „Ég hef mikinn áhuga á tísku og var alltaf að bíða eftir að einhver hérna heima myndi stofna svona síðu fyrir stráka. Ég fór svo að læra grafíska hönnun í Tækniskólanum og hugsaði þá með mér af hverju í ósköpunum ég gerði þetta ekki bara sjálfur,“ segir Alex. Hann safnaði saman sex öðrum sem deila sama áhugasviði og hann, en með honum eru þeir Sindri Már Hannesson, Daníel Arnar Finnsson, Ísak Maximillian Eiríksson, Snorri Magnússon, Stefán Már Högnason og Einar Logi Þorvaldsson. „Hver og einn okkar hefur sitt eigið blogg og höfum við allir okkar sérstöðu og stíl, hvort sem það er tattú, tíska, eða tónlist, það er skemmtilegt hvað við erum ólíkir,“ útskýrir Alex. Hann segir þá félaga ætla að fara alla leið með bloggið, líkt og stóru tískubloggin úti. „Við ætlum bara að taka allan pakkann. Tökum myndir af okkur og jafnvel fáum módel og ljósmyndara. Að því er ég best veit erum við frumkvöðlar í bloggheimi strákanna á Íslandi – Helgi Ómars hefur verið að draga lestina svolítið einn. Við erum allir nýir í þessu svo það er skemmtilegt,“ segir Alex. Þeir félagar fá innblástur fyrir síðuna víða og nefnir Alex þá helst tískubloggsíðuna Highsnobiety.com. „Þótt kjarninn hjá okkur sé alltaf tíska þá býður svona blogg upp á svo mikið meira. Þetta verður bara spennandi,“ segir Alex. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Alex Michael Green er einn af stofnendum tískuvefsíðunnar Herratrend.is sem fór í loftið í gær. Síðan sker sig úr öðrum tískusíðum, því henni er stýrt af ungum mönnum og eru efnistökin herratíska. „Ég hef mikinn áhuga á tísku og var alltaf að bíða eftir að einhver hérna heima myndi stofna svona síðu fyrir stráka. Ég fór svo að læra grafíska hönnun í Tækniskólanum og hugsaði þá með mér af hverju í ósköpunum ég gerði þetta ekki bara sjálfur,“ segir Alex. Hann safnaði saman sex öðrum sem deila sama áhugasviði og hann, en með honum eru þeir Sindri Már Hannesson, Daníel Arnar Finnsson, Ísak Maximillian Eiríksson, Snorri Magnússon, Stefán Már Högnason og Einar Logi Þorvaldsson. „Hver og einn okkar hefur sitt eigið blogg og höfum við allir okkar sérstöðu og stíl, hvort sem það er tattú, tíska, eða tónlist, það er skemmtilegt hvað við erum ólíkir,“ útskýrir Alex. Hann segir þá félaga ætla að fara alla leið með bloggið, líkt og stóru tískubloggin úti. „Við ætlum bara að taka allan pakkann. Tökum myndir af okkur og jafnvel fáum módel og ljósmyndara. Að því er ég best veit erum við frumkvöðlar í bloggheimi strákanna á Íslandi – Helgi Ómars hefur verið að draga lestina svolítið einn. Við erum allir nýir í þessu svo það er skemmtilegt,“ segir Alex. Þeir félagar fá innblástur fyrir síðuna víða og nefnir Alex þá helst tískubloggsíðuna Highsnobiety.com. „Þótt kjarninn hjá okkur sé alltaf tíska þá býður svona blogg upp á svo mikið meira. Þetta verður bara spennandi,“ segir Alex.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira