Ungur Húsvíkingur í tónleikaferð erlendis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. febrúar 2015 09:00 Axel Flóvent Daðason hefur verið líkt við Bon Iver. mynd/gunnar ásgeirsson „Það er allt að gerast núna,“ segir Axel Flóvent Daðason, tæplega tvítugur húsvískur tónlistarmaður. Árið 2013 gaf hann út EP-plötu sem ber nafnið Your Ghost. Eitt laga plötunnar, Snow, hefur fengið yfir 160.000 spilanir á tónlistarveitunni Spotify að undanförnu. „Ég kann í raun enga skýringu á þessu,“ svarar Axel aðspurður um velgengni lagsins. Það hafi byrjað allt í einu að hækka í desember og hefur hækkað jafnt og þétt síðan þá. „Ég veit að annað lag af plötunni, Midnight, rataði inn á opinberan indie-folk-lagalista hjá Spotify í Kanada. Það er spurning hvort Snow hafi farið á einhvern svipaðan lista, ég veit það bara ekki.“ Í fyrra kom út smáskífan Beach en á B-hlið hennar má finna ábreiðu Axels á Franc Ocean-laginu Swim Good. Heimasíða Red Bull á Ítalíu, eins undarlegt og það kann að hljóma, segir frá laginu og líkir Axel við bandarísku sveitina Bon Iver. Á Your Ghost má síðan finna lagið Pyramids en Axel segir það ekki tengjast Frank Ocean heldur skólaverkefni sem hann gerði. Í lok janúar heyrði umboðsmaður í honum og starfa þeir nú saman. Hann kom Axel í samband við bókunarskrifstofur í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Axel er einnig með samning við breskt útgáfufyrirtæki sem heitir Trellis Records og hefur í hyggju að gefa EP-plötuna hans út á Englandi. „Ég þarf að vísu að taka EP-plötuna upp á nýjan leik þar sem þeim þótti hljómurinn á henni ekki nægilega góður,“ segir hann. Við plötuna bætist lagið Beach og hún mun fá nafnið Forest Fires. Í kjölfar útgáfunnar er stefnt að kynningu á efninu erlendis. Liður í því verkefni er meðal annars tónleikaferð hans um Bretland í páskafríinu sínu. Axel er búsettur á Akureyri þar sem hann klárar menntaskóla. Hann gerir ráð fyrir að flytjast suður að honum loknum. „Planið er að drífa sig suður eftir útskrift og fara í þetta af fullum þunga. Flestir tónleikarnir eru fyrir sunnan og það getur verið bras að fá fólk til að spila með sér,“ segir Axel. Í augnablikinu kemur hann oftast fram einn með kassagítar en stundum er fiðluleikari með honum. „Ég er búinn að semja efni sem fyllir breiðskífu og um leið og Your Ghost er komin út úti þá geri ég ráð fyrir að byrja á upptökum.“ Hann veit ekki ennþá hvenær platan kemur út en það ætti að skýrast áður en langt um líður. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Það er allt að gerast núna,“ segir Axel Flóvent Daðason, tæplega tvítugur húsvískur tónlistarmaður. Árið 2013 gaf hann út EP-plötu sem ber nafnið Your Ghost. Eitt laga plötunnar, Snow, hefur fengið yfir 160.000 spilanir á tónlistarveitunni Spotify að undanförnu. „Ég kann í raun enga skýringu á þessu,“ svarar Axel aðspurður um velgengni lagsins. Það hafi byrjað allt í einu að hækka í desember og hefur hækkað jafnt og þétt síðan þá. „Ég veit að annað lag af plötunni, Midnight, rataði inn á opinberan indie-folk-lagalista hjá Spotify í Kanada. Það er spurning hvort Snow hafi farið á einhvern svipaðan lista, ég veit það bara ekki.“ Í fyrra kom út smáskífan Beach en á B-hlið hennar má finna ábreiðu Axels á Franc Ocean-laginu Swim Good. Heimasíða Red Bull á Ítalíu, eins undarlegt og það kann að hljóma, segir frá laginu og líkir Axel við bandarísku sveitina Bon Iver. Á Your Ghost má síðan finna lagið Pyramids en Axel segir það ekki tengjast Frank Ocean heldur skólaverkefni sem hann gerði. Í lok janúar heyrði umboðsmaður í honum og starfa þeir nú saman. Hann kom Axel í samband við bókunarskrifstofur í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Axel er einnig með samning við breskt útgáfufyrirtæki sem heitir Trellis Records og hefur í hyggju að gefa EP-plötuna hans út á Englandi. „Ég þarf að vísu að taka EP-plötuna upp á nýjan leik þar sem þeim þótti hljómurinn á henni ekki nægilega góður,“ segir hann. Við plötuna bætist lagið Beach og hún mun fá nafnið Forest Fires. Í kjölfar útgáfunnar er stefnt að kynningu á efninu erlendis. Liður í því verkefni er meðal annars tónleikaferð hans um Bretland í páskafríinu sínu. Axel er búsettur á Akureyri þar sem hann klárar menntaskóla. Hann gerir ráð fyrir að flytjast suður að honum loknum. „Planið er að drífa sig suður eftir útskrift og fara í þetta af fullum þunga. Flestir tónleikarnir eru fyrir sunnan og það getur verið bras að fá fólk til að spila með sér,“ segir Axel. Í augnablikinu kemur hann oftast fram einn með kassagítar en stundum er fiðluleikari með honum. „Ég er búinn að semja efni sem fyllir breiðskífu og um leið og Your Ghost er komin út úti þá geri ég ráð fyrir að byrja á upptökum.“ Hann veit ekki ennþá hvenær platan kemur út en það ætti að skýrast áður en langt um líður.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira