Ungur Húsvíkingur í tónleikaferð erlendis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. febrúar 2015 09:00 Axel Flóvent Daðason hefur verið líkt við Bon Iver. mynd/gunnar ásgeirsson „Það er allt að gerast núna,“ segir Axel Flóvent Daðason, tæplega tvítugur húsvískur tónlistarmaður. Árið 2013 gaf hann út EP-plötu sem ber nafnið Your Ghost. Eitt laga plötunnar, Snow, hefur fengið yfir 160.000 spilanir á tónlistarveitunni Spotify að undanförnu. „Ég kann í raun enga skýringu á þessu,“ svarar Axel aðspurður um velgengni lagsins. Það hafi byrjað allt í einu að hækka í desember og hefur hækkað jafnt og þétt síðan þá. „Ég veit að annað lag af plötunni, Midnight, rataði inn á opinberan indie-folk-lagalista hjá Spotify í Kanada. Það er spurning hvort Snow hafi farið á einhvern svipaðan lista, ég veit það bara ekki.“ Í fyrra kom út smáskífan Beach en á B-hlið hennar má finna ábreiðu Axels á Franc Ocean-laginu Swim Good. Heimasíða Red Bull á Ítalíu, eins undarlegt og það kann að hljóma, segir frá laginu og líkir Axel við bandarísku sveitina Bon Iver. Á Your Ghost má síðan finna lagið Pyramids en Axel segir það ekki tengjast Frank Ocean heldur skólaverkefni sem hann gerði. Í lok janúar heyrði umboðsmaður í honum og starfa þeir nú saman. Hann kom Axel í samband við bókunarskrifstofur í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Axel er einnig með samning við breskt útgáfufyrirtæki sem heitir Trellis Records og hefur í hyggju að gefa EP-plötuna hans út á Englandi. „Ég þarf að vísu að taka EP-plötuna upp á nýjan leik þar sem þeim þótti hljómurinn á henni ekki nægilega góður,“ segir hann. Við plötuna bætist lagið Beach og hún mun fá nafnið Forest Fires. Í kjölfar útgáfunnar er stefnt að kynningu á efninu erlendis. Liður í því verkefni er meðal annars tónleikaferð hans um Bretland í páskafríinu sínu. Axel er búsettur á Akureyri þar sem hann klárar menntaskóla. Hann gerir ráð fyrir að flytjast suður að honum loknum. „Planið er að drífa sig suður eftir útskrift og fara í þetta af fullum þunga. Flestir tónleikarnir eru fyrir sunnan og það getur verið bras að fá fólk til að spila með sér,“ segir Axel. Í augnablikinu kemur hann oftast fram einn með kassagítar en stundum er fiðluleikari með honum. „Ég er búinn að semja efni sem fyllir breiðskífu og um leið og Your Ghost er komin út úti þá geri ég ráð fyrir að byrja á upptökum.“ Hann veit ekki ennþá hvenær platan kemur út en það ætti að skýrast áður en langt um líður. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
„Það er allt að gerast núna,“ segir Axel Flóvent Daðason, tæplega tvítugur húsvískur tónlistarmaður. Árið 2013 gaf hann út EP-plötu sem ber nafnið Your Ghost. Eitt laga plötunnar, Snow, hefur fengið yfir 160.000 spilanir á tónlistarveitunni Spotify að undanförnu. „Ég kann í raun enga skýringu á þessu,“ svarar Axel aðspurður um velgengni lagsins. Það hafi byrjað allt í einu að hækka í desember og hefur hækkað jafnt og þétt síðan þá. „Ég veit að annað lag af plötunni, Midnight, rataði inn á opinberan indie-folk-lagalista hjá Spotify í Kanada. Það er spurning hvort Snow hafi farið á einhvern svipaðan lista, ég veit það bara ekki.“ Í fyrra kom út smáskífan Beach en á B-hlið hennar má finna ábreiðu Axels á Franc Ocean-laginu Swim Good. Heimasíða Red Bull á Ítalíu, eins undarlegt og það kann að hljóma, segir frá laginu og líkir Axel við bandarísku sveitina Bon Iver. Á Your Ghost má síðan finna lagið Pyramids en Axel segir það ekki tengjast Frank Ocean heldur skólaverkefni sem hann gerði. Í lok janúar heyrði umboðsmaður í honum og starfa þeir nú saman. Hann kom Axel í samband við bókunarskrifstofur í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Axel er einnig með samning við breskt útgáfufyrirtæki sem heitir Trellis Records og hefur í hyggju að gefa EP-plötuna hans út á Englandi. „Ég þarf að vísu að taka EP-plötuna upp á nýjan leik þar sem þeim þótti hljómurinn á henni ekki nægilega góður,“ segir hann. Við plötuna bætist lagið Beach og hún mun fá nafnið Forest Fires. Í kjölfar útgáfunnar er stefnt að kynningu á efninu erlendis. Liður í því verkefni er meðal annars tónleikaferð hans um Bretland í páskafríinu sínu. Axel er búsettur á Akureyri þar sem hann klárar menntaskóla. Hann gerir ráð fyrir að flytjast suður að honum loknum. „Planið er að drífa sig suður eftir útskrift og fara í þetta af fullum þunga. Flestir tónleikarnir eru fyrir sunnan og það getur verið bras að fá fólk til að spila með sér,“ segir Axel. Í augnablikinu kemur hann oftast fram einn með kassagítar en stundum er fiðluleikari með honum. „Ég er búinn að semja efni sem fyllir breiðskífu og um leið og Your Ghost er komin út úti þá geri ég ráð fyrir að byrja á upptökum.“ Hann veit ekki ennþá hvenær platan kemur út en það ætti að skýrast áður en langt um líður.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira