Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. janúar 2015 10:15 Við tökur á Spaugstofunni Pálmi Gestsson og Örn Árnason að æfa sig fyrir töku. Vísir/GVA „Auðvitað er þetta ákvæði sem á að vera löngu farið út og eiginlega svolítið hlægilegt að það skuli áfram standa í íslenskum lögum,“ segir Karl Ágúst Úlfsson spaugstofumaður um frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. Helgi Hrafn leggur til að ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum verði fellt úr gildi. Spaugstofumenn voru sakaðir um guðlast í þætti sem birtist í Ríkissjónvarpinu á laugardag fyrir páska árið 1997. Lögreglan rannsakaði málið en Ríkissaksóknari tók ákvörðun um að ákæra ekki.Karl Ágúst Úlfsson„Aftur á móti fannst mér það vera svolítið krúttlegt á sínum tíma að við værum enn þá svona miklir sveitamenn að þurfa að hafa þetta svona okkur til halds og trausts. Eftir á er þetta svolítið einstök lífsreynsla að hafa verið kærður á grundvelli þessa lagaákvæðis. En þegar maður hugsar málið í alvöru þá á þetta ekki heima í nútímanum,“ segir Karl Ágúst. Karl Ágúst segir að mönnum verði að leyfast að gagnrýna trúarbrögð og gera grín að þeim. „Annað leiðir bara af sér tóma vitleysu. Það er mjög varasamt ef við komum okkur upp einhverjum fyrirbærum sem eiga að vera algjörlega hafin yfir alla gagnrýni og allt skop. Það finnst mér algjörlega fráleitt,“ segir hann. Helgi Hrafn segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki 2015, þótt það geti verið rétt að takmarka tjáningarfrelsið af ákveðnum grundvallarástæðum. Til dæmis til að vernda friðhelgi einkalífs. Ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum sé hins vegar annað mál. „Þessi klausa virðist vera gerð til þess eins að vernda einhvern ímyndaðan rétt fólks til að vera ekki móðgað,“ segir Helgi Hrafn. Það sé í fullkominni mótsögn við tjáningarfrelsið. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
„Auðvitað er þetta ákvæði sem á að vera löngu farið út og eiginlega svolítið hlægilegt að það skuli áfram standa í íslenskum lögum,“ segir Karl Ágúst Úlfsson spaugstofumaður um frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. Helgi Hrafn leggur til að ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum verði fellt úr gildi. Spaugstofumenn voru sakaðir um guðlast í þætti sem birtist í Ríkissjónvarpinu á laugardag fyrir páska árið 1997. Lögreglan rannsakaði málið en Ríkissaksóknari tók ákvörðun um að ákæra ekki.Karl Ágúst Úlfsson„Aftur á móti fannst mér það vera svolítið krúttlegt á sínum tíma að við værum enn þá svona miklir sveitamenn að þurfa að hafa þetta svona okkur til halds og trausts. Eftir á er þetta svolítið einstök lífsreynsla að hafa verið kærður á grundvelli þessa lagaákvæðis. En þegar maður hugsar málið í alvöru þá á þetta ekki heima í nútímanum,“ segir Karl Ágúst. Karl Ágúst segir að mönnum verði að leyfast að gagnrýna trúarbrögð og gera grín að þeim. „Annað leiðir bara af sér tóma vitleysu. Það er mjög varasamt ef við komum okkur upp einhverjum fyrirbærum sem eiga að vera algjörlega hafin yfir alla gagnrýni og allt skop. Það finnst mér algjörlega fráleitt,“ segir hann. Helgi Hrafn segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki 2015, þótt það geti verið rétt að takmarka tjáningarfrelsið af ákveðnum grundvallarástæðum. Til dæmis til að vernda friðhelgi einkalífs. Ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum sé hins vegar annað mál. „Þessi klausa virðist vera gerð til þess eins að vernda einhvern ímyndaðan rétt fólks til að vera ekki móðgað,“ segir Helgi Hrafn. Það sé í fullkominni mótsögn við tjáningarfrelsið.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira