Enski boltinn

McClaren: Vissum að sigurinn væri handan við hornið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
McClaren var manna fegnastur eftir leikinn í dag.
McClaren var manna fegnastur eftir leikinn í dag. vísir/getty
Steve McClaren, knattspyrnustjóri Newcastle United, var að vonum létt eftir 6-2 sigur hans manna á Norwich í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var fyrsti sigur Newcastle undir stjórn McClaren en þessi fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands hefur legið undir talsverðri gagnrýni undanfarnar vikur.

„Ég ánægður fyrir hönd leikmannanna og stuðningsmannanna sem hafa þurft að þola ýmislegt,“ sagði McClaren eftir leikinn.

„Við vissum að sigurinn væri handan við hornið en við vissum ekki hvenær hann kæmi. Við þurftum að þjappa okkur saman. Við höfum verið gagnrýndir og urðum að sýna samstöðu.“

Georgino Wijnaldum skoraði fernu í leiknum í dag en hann er markahæsti leikmaður Newcastle á tímabilinu með sex mörk, eða helming marka liðsins. Ayoze Perez og Aleksandar Mitrovic skoruðu hin mörkin.

Newcastle mætir erkifjendunum í Sunderland um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×