Klopp: Erum að vinna í að fylla skarð Gerrard Anton Ingi Leifsson skrifar 26. desember 2015 11:30 Klopp er alltaf líflegur á hliðarlínunni. vísir/getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að rauðklædda liðið í Bítaborginni sé enn að reyna fylla skarðið sem Steven Gerrad skildi eftir sig þegar hann yfirgaf Liverpool í sumar. Klopp útilokar ekki endurkomu Gerrard. Gerrard yfirgaf Liverpool eins og kunnugt er í sumar, en hann lék yfir 700 leiki fyrir Liverpool og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með liðinu. Hann gekk í raðir LA Galaxy í sumar, en hefur æft með Liverpool undanfarnar vikur þar sem deildinni er lokið í Bandaríkjunum. „Leikmennirnir þurfa að sjá um að fylla í hans skarð. Þetta er stórt verkefni og þeir eru að reyna, en þeir eru ungir. Það er ekki afsökun, ég er bara að útskýra stöðuna. Þeir eru að vinna í þessu,” sagði þjálfari þeirra rauðklæddu í ítarlegu viðtali við Sky Sports sem vildi ekki útiloka endurkomu Gerrard. „Við töluðum um margt og mikið, en það er ekki fyrir almúgann. Ég er bjartsýnn maður, en hann er með samning. Það verður ekki lánssamningur núna, en ef við getum þá munum við gera það.” Eftir sjö sigra í átta leikjum hefur Klopp og lærisveinum hans verið skellt niður á jörðina með tveimur tapleikjum undanfarnar vikur; gegn Newcastle og Watford - leikir sem Liverpool gerði kröfu á að fá sex stig úr. „Auðvitað er mögulegt að enda í topp fjórum. Við þurfum að leggja rosalega mikið á okkur fyrir hvern einasta sigur. Við vitum allir að þetta er mikil vinna og við erum undirbúninr fyrir þetta. Núna þurfum við að fá góð úrslit á nýjan leik til þess að taka þátt í kapphlaupinu og svo allir geta hafa trú á okkur,” sagði Klopp. Liverpool mætir toppliði Leicester á Anfield í dag, en leikurinn hefst klukkan 15.00. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2/HD. Leicester hefur innan sinna raða tvo af betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar þessa daganna; Jamie Vardy og Riyad Mahrez. „Einstaklingsgæðin eru meiri í ensku úrvalsdeildinni vegna peninganna, þú getur keypt. Leiðin sem Leicester er að fara sýnir það ótrúlega vel. Þú finnur alltaf lið sem eru á jákvæðu skriði, en framför Vardy og Mahrez er frábær,” sagði Þjóðverjinn og bætti við að lokum: „Það eru ekki bara þessir tveir. Miðjumenn þeirra leggja svo mikið á sig og eru svo vel þjálfaðir að þetta lítur kannski út eins og tilviljun, en það er það ekki útaf þeir eru með gæði og þeir eru að sýna það.” Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að rauðklædda liðið í Bítaborginni sé enn að reyna fylla skarðið sem Steven Gerrad skildi eftir sig þegar hann yfirgaf Liverpool í sumar. Klopp útilokar ekki endurkomu Gerrard. Gerrard yfirgaf Liverpool eins og kunnugt er í sumar, en hann lék yfir 700 leiki fyrir Liverpool og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með liðinu. Hann gekk í raðir LA Galaxy í sumar, en hefur æft með Liverpool undanfarnar vikur þar sem deildinni er lokið í Bandaríkjunum. „Leikmennirnir þurfa að sjá um að fylla í hans skarð. Þetta er stórt verkefni og þeir eru að reyna, en þeir eru ungir. Það er ekki afsökun, ég er bara að útskýra stöðuna. Þeir eru að vinna í þessu,” sagði þjálfari þeirra rauðklæddu í ítarlegu viðtali við Sky Sports sem vildi ekki útiloka endurkomu Gerrard. „Við töluðum um margt og mikið, en það er ekki fyrir almúgann. Ég er bjartsýnn maður, en hann er með samning. Það verður ekki lánssamningur núna, en ef við getum þá munum við gera það.” Eftir sjö sigra í átta leikjum hefur Klopp og lærisveinum hans verið skellt niður á jörðina með tveimur tapleikjum undanfarnar vikur; gegn Newcastle og Watford - leikir sem Liverpool gerði kröfu á að fá sex stig úr. „Auðvitað er mögulegt að enda í topp fjórum. Við þurfum að leggja rosalega mikið á okkur fyrir hvern einasta sigur. Við vitum allir að þetta er mikil vinna og við erum undirbúninr fyrir þetta. Núna þurfum við að fá góð úrslit á nýjan leik til þess að taka þátt í kapphlaupinu og svo allir geta hafa trú á okkur,” sagði Klopp. Liverpool mætir toppliði Leicester á Anfield í dag, en leikurinn hefst klukkan 15.00. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2/HD. Leicester hefur innan sinna raða tvo af betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar þessa daganna; Jamie Vardy og Riyad Mahrez. „Einstaklingsgæðin eru meiri í ensku úrvalsdeildinni vegna peninganna, þú getur keypt. Leiðin sem Leicester er að fara sýnir það ótrúlega vel. Þú finnur alltaf lið sem eru á jákvæðu skriði, en framför Vardy og Mahrez er frábær,” sagði Þjóðverjinn og bætti við að lokum: „Það eru ekki bara þessir tveir. Miðjumenn þeirra leggja svo mikið á sig og eru svo vel þjálfaðir að þetta lítur kannski út eins og tilviljun, en það er það ekki útaf þeir eru með gæði og þeir eru að sýna það.”
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira