Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester í ensku úrvalsdeildinni, ætlar ekki að traðka á draumum stuðningsmanna liðsins sem þrá að vinna ensku úrvalsdeildina.
Leicester er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni með tveggja stiga forskot á Arsenal og verður í efsta sætinu yfir jólin.
Aðeins einu sinni hefur liði sem var í efsta sætinu á aðfangadag mistekist að vinna ensku úrvalsdeildina en það var Liverpool leiktíðina 2013/2014.
Það eru fáir sem hafa trú á að Leicester geti haldið þessu gengi áfram en Ranieri vill halda stemningunni í leikmönnunum og stuðningsmönnunum eins lengi og hægt er.
„Ég er svo stoltur af leikmönnunum mínum og stuðningsmönnunum. Stuðningsmennina dreymir um titilinn og ég vil ekki vekja þá,“ sagði Ranieri á blaðamannafundi í dag.
„Við verðum að njóta okkar, spila frjálst og án allrar pressu. Þegar allur heimurinn er að tala um þig áttu bara að njóta þess og halda áfram að spila,“ sagði Claudio Ranieri.
Leicester heimsækir Liverpool á öðrum degi jóla.
Ranieri: Stuðningsmennina dreymir um titilinn og ég vil ekki vekja þá
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
