Segway-maðurinn stórhættulegi bað Bolt afsökunar | Hittust aftur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2015 12:00 Song Tao og Usain Bolt. Vísir/Getty Kínverjinn Song Tao varð óvænt heimsfrægur í gær þegar hann keyrði niður gullverðlaunahafann Usain Bolt þegar Bolt var að fagna sigri í 200 metra hlaupinu á HM í frjálsum í Peking í Kína. Song Tao vinnur sem myndatökumaður á mótinu og hefur verið að nota Segway-hjól til að komast sem fyrst á réttu staðina. Song Tao var að elta Usain Bolt í gær þegar hann keyrði utan í rennu og missti algjörlega stjórn á hjólinu. Svo óheppilega vildi til að Usain Bolt var beint fyrir framan hann og Song Tao keyrði hann hreinlega niður. Usain Bolt slapp með nokkrar skrámur og dýrmætustu fætur í heimi eru heilir sem betur fer. Myndbandið fór hinsvegar um netið eins og eldur í sinu. Bolt er maður fólksins og fjölmiðlanna og Jamaíkamaðurinn grínaðist með atvikið á blaðamannafundi, fíflaðist bæði með það að Song Tao hafi reynt að drepa sig sem og að erkifjandi hans Justin Gatlin hafi borgað honum fyrir að gera þetta. Allt þó í gríni og með bros á vör. Song Tao var þó ekki rekinn þrátt fyrir þetta slys og hann er nú mættur aftur til vinnu í Fuglahreiðrið. Song Tao hitti meðal annars Usain Bolt aftur þegar Bolt fékk gullið sitt afhent í verðlaunaafhendingunni fyrir 200 metra hlaupið. Song Tao bað Usain Bolt þá afsökunar og hélt síðan áfram vinnu sinni. Song Tao er mjög reyndur myndatökumaður og hefur unnið bæði á Asíuleikunum sem og á Ólympíuleikum. „Það mikilvægast er að það er allt í lagi með hann. Ég meiddi mig heldur ekki og er tilbúinn að fara að vinna á ný," sagði Song Tao við kollega sinn Shao Yi sem þýddi orð hans fyrir blaðamann Guardian.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Bolt og Gatlin forðast hvor annan á móti í næsta mánuði Tvö einvígi spretthlauparanna Usain Bolt og Justin Gatlin í 100 og 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum voru í hópi hápunkta heimsmeistaramótsins. 28. ágúst 2015 11:00 Bolt stakk Gatlin af á lokasprettinum Usain Bolt landaði tvennunni í spretthlaupunum á HM í Peking með því að vinna 200 metra hlaupið í dag. 27. ágúst 2015 13:03 Bolt: Gatlin borgaði Segway-manninum fyrir að keyra á mig Usain Bolt varð fyrir óvæntri "árás" ljósmyndara á Segway-hjóli í dag þegar hann fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína. 27. ágúst 2015 19:23 Myndatökumaður á Segway keyrði Bolt niður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á HM í frjálsum íþróttum í dag eftir 200 metra hlaupið. 27. ágúst 2015 14:35 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Kínverjinn Song Tao varð óvænt heimsfrægur í gær þegar hann keyrði niður gullverðlaunahafann Usain Bolt þegar Bolt var að fagna sigri í 200 metra hlaupinu á HM í frjálsum í Peking í Kína. Song Tao vinnur sem myndatökumaður á mótinu og hefur verið að nota Segway-hjól til að komast sem fyrst á réttu staðina. Song Tao var að elta Usain Bolt í gær þegar hann keyrði utan í rennu og missti algjörlega stjórn á hjólinu. Svo óheppilega vildi til að Usain Bolt var beint fyrir framan hann og Song Tao keyrði hann hreinlega niður. Usain Bolt slapp með nokkrar skrámur og dýrmætustu fætur í heimi eru heilir sem betur fer. Myndbandið fór hinsvegar um netið eins og eldur í sinu. Bolt er maður fólksins og fjölmiðlanna og Jamaíkamaðurinn grínaðist með atvikið á blaðamannafundi, fíflaðist bæði með það að Song Tao hafi reynt að drepa sig sem og að erkifjandi hans Justin Gatlin hafi borgað honum fyrir að gera þetta. Allt þó í gríni og með bros á vör. Song Tao var þó ekki rekinn þrátt fyrir þetta slys og hann er nú mættur aftur til vinnu í Fuglahreiðrið. Song Tao hitti meðal annars Usain Bolt aftur þegar Bolt fékk gullið sitt afhent í verðlaunaafhendingunni fyrir 200 metra hlaupið. Song Tao bað Usain Bolt þá afsökunar og hélt síðan áfram vinnu sinni. Song Tao er mjög reyndur myndatökumaður og hefur unnið bæði á Asíuleikunum sem og á Ólympíuleikum. „Það mikilvægast er að það er allt í lagi með hann. Ég meiddi mig heldur ekki og er tilbúinn að fara að vinna á ný," sagði Song Tao við kollega sinn Shao Yi sem þýddi orð hans fyrir blaðamann Guardian.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Bolt og Gatlin forðast hvor annan á móti í næsta mánuði Tvö einvígi spretthlauparanna Usain Bolt og Justin Gatlin í 100 og 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum voru í hópi hápunkta heimsmeistaramótsins. 28. ágúst 2015 11:00 Bolt stakk Gatlin af á lokasprettinum Usain Bolt landaði tvennunni í spretthlaupunum á HM í Peking með því að vinna 200 metra hlaupið í dag. 27. ágúst 2015 13:03 Bolt: Gatlin borgaði Segway-manninum fyrir að keyra á mig Usain Bolt varð fyrir óvæntri "árás" ljósmyndara á Segway-hjóli í dag þegar hann fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína. 27. ágúst 2015 19:23 Myndatökumaður á Segway keyrði Bolt niður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á HM í frjálsum íþróttum í dag eftir 200 metra hlaupið. 27. ágúst 2015 14:35 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Bolt og Gatlin forðast hvor annan á móti í næsta mánuði Tvö einvígi spretthlauparanna Usain Bolt og Justin Gatlin í 100 og 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum voru í hópi hápunkta heimsmeistaramótsins. 28. ágúst 2015 11:00
Bolt stakk Gatlin af á lokasprettinum Usain Bolt landaði tvennunni í spretthlaupunum á HM í Peking með því að vinna 200 metra hlaupið í dag. 27. ágúst 2015 13:03
Bolt: Gatlin borgaði Segway-manninum fyrir að keyra á mig Usain Bolt varð fyrir óvæntri "árás" ljósmyndara á Segway-hjóli í dag þegar hann fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína. 27. ágúst 2015 19:23
Myndatökumaður á Segway keyrði Bolt niður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á HM í frjálsum íþróttum í dag eftir 200 metra hlaupið. 27. ágúst 2015 14:35