Sökuð um vændi og var synjað um inngöngu á Loftið Snærós Sindradóttir skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Madalena Bernabe Zandamela segist vera bæði sjokkeruð og sár yfir ásökunum Loftsins. vísir/stefán „Ég vil bara vita hvaða fólk það er sem segir þetta um mig og hreinsa nafn mitt,“ segir Madalena Bernabe Zandamela, skólaliði í Hafnafirði, sem hefur verið meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Loftinu vegna ásakana starfsfólks um að hún stundi þar vændi. Hún hefur fengið lögfræðing sinn til að skoða málið. Madalena flutti hingað til lands frá Mósambík með íslenskum barnsföður sínum árið 2008. Sambandi þeirra lauk skömmu síðar og þá flutti barnsfaðir hennar úr landi. Madalena segist ekki hafa viljað flytja aftur til heimalandsins því hér geti hún boðið dóttur sinni, sem á íslenska fjölskyldu, betra líf. „Ég kom úr fátækri fjölskyldu. Hér hefur dóttir mín öll tækifæri.“ Dóttir Madalenu var erlendis að heimsækja föður sinn á síðasta ári þegar hún fór í fyrsta skipti á Loftið. Hún segir að síðan þá hafi hún farið þangað fjórum til fimm sinnum.Dyravörðurinn sagði að hún mætti ekki koma inn Madalena fór að skemmta sér í tilefni Gay Pride, laugardaginn 8. ágúst síðastliðinn. Hún fór ein út en segist venjulega fara með vinkonu sinni sem hún kynntist hér á landi. „Klukkan var svona tuttugu mínútur í eitt um nóttina. Ég gekk að röðinni á barnum en dyravörðurinn sagði mér að ég mætti ekki koma inn. Ég steig þá úr röðinni og beið í smá stund áður en ég ákvað að spyrja þá af hverju ég mætti ekki koma.“ Dyravörðurinn sagði henni ástæðu þess að hún væri á bannlista á íslensku, sem Madalena talar alla jafna. Hún skildi hann hins vegar ekki og bað hann að endurtaka sig á ensku.Bæði Madalena og vinkonan sökuð um vændi „Hann sagði að sér þætti þetta leitt en ég mætti ekki koma inn því ég og vinkona mín værum að selja okkur inni á staðnum. Hann sagði að staðnum hefðu borist fimm kvartanir frá mismunandi aðilum um að við værum að selja okkur.“ „Ég spurði þá hvort ég gæti fengið að tala við framkvæmdastjóra staðarins en það var ekki hægt. Þá fór ég á skemmtistaðinn Austur í fimm mínútur en svo keyrði ég bara heim.“ Daginn eftir fór Madalena á lögreglustöðina. Hún vildi fá úr því skorið hvaða fólk hefði lagt fram kvörtun um hana. Þar var henni bent á að hafa samband við eigendur Lofts. „Ég hringdi í eigandann og bað hann um að tala við dyravörðinn og hringja til baka. Svo leið ein vika og hann hringdi ekki. Ég reyndi að hringja í hann nokkrum sinnum án árangurs, þar til ég hringdi úr öðrum síma. Hann staðfesti að það hefðu fimm kvartanir borist og það væri í raun ekkert sem hann gæti gert.“Aldrei gengið útaf Loftinu með manni Hún segist ekkert kannast við ásakanirnar. „Ég vil bara að nafn mitt sé hreinsað. Ég vil ekki vera hrædd við að fara inn á bar. Ég veit ekki hvort þetta er rasismi eða hvað. Ég var bara að fara út til að reyna að njóta lífsins og fá smá ferskt loft, ef svo má að orði komast.“ „Ég hef kannski fengið mér í glas þarna inni en ég er handviss um að ég hafi aldrei gengið út af Loftinu með manni. Ég er í sjokki því ég veit að ég gerði þetta ekki.“ Madalena er ósátt við vinnubrögð Loftsins í þessu máli. „Þeir hefðu frekar átt að taka sér smá tíma og rannsaka kvartanirnar. Ef þær væru sannar væri ekki óeðlilegt að biðja mig um að koma ekki aftur.“ Hún segist ekki vita hvort möguleiki sé að starfsfólk og eigendur Loftsins séu að fara mannavillt þegar ákvörðun var tekin um að meina henni um aðgang. Hún segir að um það snúist málið. Hún vilji fá botn í það hvers vegna fimm manns hafi sakað hana um vændi.Loftið tjáir sig ekki um málið María Júlía Rúnarsdóttur, lögmaður Madalenu, hyggst senda Loftinu bréf og fara fram á bætur og formlega afsökunarbeiðni. „Það er mitt mat að þetta séu fordómar í hennar garð.“ Starfsfólk Loftsins staðfesti að málið hafi komið upp. Staðurinn segist ekki tjá sig um einstök atriði sem koma upp í húsinu. Tengdar fréttir Hent út af Loftinu því hún er með húðflúr Fordómar gegn húðflúri virðast við lýði á Íslandi Berglind Jóhannesdóttir fékk að fjúka af veitingastað vegna þess að hún er með tattú á handleggjunum. 12. ágúst 2013 14:25 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
„Ég vil bara vita hvaða fólk það er sem segir þetta um mig og hreinsa nafn mitt,“ segir Madalena Bernabe Zandamela, skólaliði í Hafnafirði, sem hefur verið meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Loftinu vegna ásakana starfsfólks um að hún stundi þar vændi. Hún hefur fengið lögfræðing sinn til að skoða málið. Madalena flutti hingað til lands frá Mósambík með íslenskum barnsföður sínum árið 2008. Sambandi þeirra lauk skömmu síðar og þá flutti barnsfaðir hennar úr landi. Madalena segist ekki hafa viljað flytja aftur til heimalandsins því hér geti hún boðið dóttur sinni, sem á íslenska fjölskyldu, betra líf. „Ég kom úr fátækri fjölskyldu. Hér hefur dóttir mín öll tækifæri.“ Dóttir Madalenu var erlendis að heimsækja föður sinn á síðasta ári þegar hún fór í fyrsta skipti á Loftið. Hún segir að síðan þá hafi hún farið þangað fjórum til fimm sinnum.Dyravörðurinn sagði að hún mætti ekki koma inn Madalena fór að skemmta sér í tilefni Gay Pride, laugardaginn 8. ágúst síðastliðinn. Hún fór ein út en segist venjulega fara með vinkonu sinni sem hún kynntist hér á landi. „Klukkan var svona tuttugu mínútur í eitt um nóttina. Ég gekk að röðinni á barnum en dyravörðurinn sagði mér að ég mætti ekki koma inn. Ég steig þá úr röðinni og beið í smá stund áður en ég ákvað að spyrja þá af hverju ég mætti ekki koma.“ Dyravörðurinn sagði henni ástæðu þess að hún væri á bannlista á íslensku, sem Madalena talar alla jafna. Hún skildi hann hins vegar ekki og bað hann að endurtaka sig á ensku.Bæði Madalena og vinkonan sökuð um vændi „Hann sagði að sér þætti þetta leitt en ég mætti ekki koma inn því ég og vinkona mín værum að selja okkur inni á staðnum. Hann sagði að staðnum hefðu borist fimm kvartanir frá mismunandi aðilum um að við værum að selja okkur.“ „Ég spurði þá hvort ég gæti fengið að tala við framkvæmdastjóra staðarins en það var ekki hægt. Þá fór ég á skemmtistaðinn Austur í fimm mínútur en svo keyrði ég bara heim.“ Daginn eftir fór Madalena á lögreglustöðina. Hún vildi fá úr því skorið hvaða fólk hefði lagt fram kvörtun um hana. Þar var henni bent á að hafa samband við eigendur Lofts. „Ég hringdi í eigandann og bað hann um að tala við dyravörðinn og hringja til baka. Svo leið ein vika og hann hringdi ekki. Ég reyndi að hringja í hann nokkrum sinnum án árangurs, þar til ég hringdi úr öðrum síma. Hann staðfesti að það hefðu fimm kvartanir borist og það væri í raun ekkert sem hann gæti gert.“Aldrei gengið útaf Loftinu með manni Hún segist ekkert kannast við ásakanirnar. „Ég vil bara að nafn mitt sé hreinsað. Ég vil ekki vera hrædd við að fara inn á bar. Ég veit ekki hvort þetta er rasismi eða hvað. Ég var bara að fara út til að reyna að njóta lífsins og fá smá ferskt loft, ef svo má að orði komast.“ „Ég hef kannski fengið mér í glas þarna inni en ég er handviss um að ég hafi aldrei gengið út af Loftinu með manni. Ég er í sjokki því ég veit að ég gerði þetta ekki.“ Madalena er ósátt við vinnubrögð Loftsins í þessu máli. „Þeir hefðu frekar átt að taka sér smá tíma og rannsaka kvartanirnar. Ef þær væru sannar væri ekki óeðlilegt að biðja mig um að koma ekki aftur.“ Hún segist ekki vita hvort möguleiki sé að starfsfólk og eigendur Loftsins séu að fara mannavillt þegar ákvörðun var tekin um að meina henni um aðgang. Hún segir að um það snúist málið. Hún vilji fá botn í það hvers vegna fimm manns hafi sakað hana um vændi.Loftið tjáir sig ekki um málið María Júlía Rúnarsdóttur, lögmaður Madalenu, hyggst senda Loftinu bréf og fara fram á bætur og formlega afsökunarbeiðni. „Það er mitt mat að þetta séu fordómar í hennar garð.“ Starfsfólk Loftsins staðfesti að málið hafi komið upp. Staðurinn segist ekki tjá sig um einstök atriði sem koma upp í húsinu.
Tengdar fréttir Hent út af Loftinu því hún er með húðflúr Fordómar gegn húðflúri virðast við lýði á Íslandi Berglind Jóhannesdóttir fékk að fjúka af veitingastað vegna þess að hún er með tattú á handleggjunum. 12. ágúst 2013 14:25 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Hent út af Loftinu því hún er með húðflúr Fordómar gegn húðflúri virðast við lýði á Íslandi Berglind Jóhannesdóttir fékk að fjúka af veitingastað vegna þess að hún er með tattú á handleggjunum. 12. ágúst 2013 14:25