Katrín Ómarsdóttir lék allan leikinn fyrir Liverpool sem tapaði 1-0 fyrir ítalska liðinu Brescia á útivelli í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Þetta var fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn fer fram í Liverpool eftir viku.
Sara Gama skoraði eina mark leiksins á 28. mínútu en Brescia endaði í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í fyrra.
Liverpool hefur gengið heldur illa upp á síðkastið en liðið hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum.
Katrín lék allan leikinn í tapi Liverpool

Tengdar fréttir

Guðbjörg hélt hreinu í sigri Lilleström
Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt marki sínu hreinu þegar Lilleström bar 1-0 sigurorð af Zürich í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Rosengård í góðum málum í Meistaradeildinni
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Rosengård eru í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn finnska liðinu PK-35 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Zvezda 2005 1-3 | Rússarnir unnu Stjörnustríðið í Garðabænum
Rússneska félagið Zvezda vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Stjörnukonur voru einfaldlega óheppnar að tapa leiknum eftir að hafa fengið færin til að jafna leikinn í seinni hálfleik.