Fótbolti

Rosengård í góðum málum í Meistaradeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk lék allan leikinn fyrir Rosengård í dag.
Sara Björk lék allan leikinn fyrir Rosengård í dag. mynd/facebook-síða rosengård
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Rosengård eru í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn finnska liðinu PK-35 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Leikurinn fór fram á heimavelli PK-35 í dag og höfðu sænsku meistararnir betur, 0-2.

Amanda Ilestedt kom Rosengård yfir á 10. mínútu eftir hornspyrnu fyrirliðans Linu Nilsson sem skoraði svo seinna markið á 75. mínútu.

Sara Björk lék allan leikinn fyrir Rosengård sem komst í 8-liða úrslit keppninnar í fyrra.

Seinni leikur Rosengård og PK-35 fer fram á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Malmö eftir viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×