Erlent

Loftslagstoppur hættir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 74 ára Rajendra Pachauri tók við starfi formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna árið 2002.
Hinn 74 ára Rajendra Pachauri tók við starfi formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna árið 2002. Vísir/AFP
Rajendra Pachauri hefur látið af störfum sem formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Pachauri hefur verið sakaður um að hafa beitt 29 ára starfsmanni á rannsóknarstofnun í Nýju-Delí á Indlandi kynferðislegri áreitni. Pachauri er yfirmaður stofnunarinnar.

Hinn 74 ára Pachauri tók við starfi formanns loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna árið 2002.

Lögregla rannsakar nú ásakanirnar á hendur Pachauri, en konan hefur komið fleiri hundruð WhatsApp skilaboða frá Pachauri í hendur lögreglu sem hún segir sanna að Pachauri hafi áreitt hafa kynferðislega.

Pachauri neitar ásökununum og segir að einhver hafi brotist inn í tölvu hans og síma.

Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2007 ásamt Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.