Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var allt annað en sáttur við bannið og sektina sem hann fékk frá enska knattspyrnusambandinu í gær.
Hann var dæmdur í eins leiks bann og til þess að greiða tæpar 10 milljónir króna fyrir að segja að dómarar væru hræddir við að dæma víti á andstæðinga Chelsea.
„Þessi 10 milljón króna sekt er skammarleg. Að það sé möguleiki á því að ég megi ekki einu sinni koma á völlinn er með ólíkindum. Ætli ég megi ekki þakka fyrir að þurfa ekki að vera með staðsetningarbúnað á mér,“ sagði Mourinho óhress.
Portúgalinn ákvað svo að skjóta enn einu sinni á Arsene Wenger, stjóra Arsenal, þó svo hann hafi ekki nefnt hann á nafn. Mourinho var ósáttur við að Wenger hefði ekki verið refsað fyrir að kalla dómara veikan og einfaldan á dögunum.
„Hræðsla kostar 10 milljónir en veikur og einfaldur er í fínu lagi greinilega.“
Mourinho: Þessi sekt er skammarleg
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn
