Innlent

Enginn slasaðist þegar bíl var ekið inn í verslun við Ármúla

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Trausti segir að lögregla og sjúkralið hafi komið á vettvang, en nokkra stund hafi tekið að ná ökumanninum úr bílnum.
Gunnar Trausti segir að lögregla og sjúkralið hafi komið á vettvang, en nokkra stund hafi tekið að ná ökumanninum úr bílnum. Mynd/Sveinn Þorsteinsson
Engin slys urðu á fólki þegar bíl var ekið inn í verslunina Merkismenn á horni Ármúla og Selmúla í Reykjavík í hádeginu.

Gunnar Trausti Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri og eigandi Merkismanna, segir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins hafi stigið á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsuna fyrir framan versluninna. „Þannig fór billinn upp tröppurnar, inn hurðina og heila galleríið.“

Gunnar Trausti segir að lögregla og sjúkralið hafi komið á vettvang, en nokkra stund hafi tekið að ná ökumanninum úr bílnum. „Hurðin var klemmd en það var þó allt í lagi með ökumanninn.“

Gunnar segir að starfsfólk verslunarinnar hafi ýmist verið í mat eða inni í sal þegar slysið varð. Engir kúnnar hafi heldur verið við afgreiðsluborðið í versluninni.

„Tjónið var ekki mikið nema þá glugginn sjálfur. Við erum að bíða eftir tryggingarfélaginu og smið til að loka þessu áður en fer að hvessa og rigna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×