Hlaut að eiga að vera svona Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. september 2015 09:00 Það var öllu tjaldað til í brúðkaupinu á laugardaginn. Hér eru þeir Bergþór og Olivier að bragða á kökunni. „Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt og það var framar öllum vonum hvernig brúðkaupið fór fram. Presturinn, hún Jóna Hrönn, stakk upp á því að við myndum þýða ræðuna hennar, texta um kærleikann úr Biblíunni og vígsluspurningarnar á frönsku og það var Jerôme sem var með í för sem var í hlutverki aðstoðarprests og flutti á frönsku,“ segir Bergþór Bjarnason sem gekk að eiga Olivier Francheteau síðastliðinn laugardag í Landakirkju í Vestmanneyjum. Um var að ræða fyrstu hjónavígslu samkynhneigðra í kirkjunni og var það séra Jóna Hrönn Bolladóttir sem gaf þá Bergþór og Olivier saman. Í athöfninni var blandað saman íslenskri, franskri og enskri tónlist sem leikin var af tónlistarmönnum úr Vestmannaeyjum. „Það var mikil gleði í kirkjunni og góð stemning,“ segir Bergþór glaður í bragði og heldur áfram: „Þegar ræðan var flutt á íslensku hlógu Íslendingarnir og þegar hún var flutt á frönsku hlógu Frakkarnir.“ Og þó að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta og rignt hafi talsvert þá hafði það engin áhrif á gleðina því úr veðrinu rættist á sunnudaginn og allir komust heim með Herjólfi en talsverður fjöldi gesta kom frá Frakklandi enda Olivier franskur og eru þeir Bergþór búsettir í Nice. Fjölskylda og vinafólk þeirra frá Frakklandi kom því í brúðkaupið og nýtti einnig tímann til að skoða landið og segir Bergþór alla hafa skemmt sér konunglega. „Við hugsuðum hvort við ættum að gera þetta tvisvar, í Nice og hér á Íslandi, en svo stakk Olivier upp á því að fara heim til Íslands og gera þetta hér í Vestmannaeyjum á æskuslóðum mínum.“ Eftir athöfnina var haldið til veislu á veitingahúsinu Slippnum í Vestmannaeyjum þar sem íslenskt hráefni úr nærumhverfi var í hávegum haft og veisluhöldin í frönskum stíl. „Þar var tekið á móti okkur með allskyns kræsingum, maðurinn minn vildi endilega að þetta yrði svolítið franskt að því leyti að það yrði langur kokteill í upphafi veisluhalda. Það er oft það mikilvægasta hjá Frökkunum, að þetta taki svolítið langan tíma.“ „Við kynntumst fyrir tíu árum, í lok ágúst á bökkum Signu í sunnudagsgöngu í sólskini. Þegar hann vissi að ég var Íslendingur þá var það bara tákn, þetta hlaut að eiga að vera svona,“ segir Bergþór hlæjandi en Olivier er mikill aðdáandi Bjarkar Guðmundsdóttur. „Við reyndum það nú reyndar ekki, það hefði kannski verið svolítið erfitt,“ segir hann hlæjandi að lokum þegar hann er spurður að því hvort ekki hafi verið reynt að fá Björk til að taka lagið í brúðkaupinu. Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
„Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt og það var framar öllum vonum hvernig brúðkaupið fór fram. Presturinn, hún Jóna Hrönn, stakk upp á því að við myndum þýða ræðuna hennar, texta um kærleikann úr Biblíunni og vígsluspurningarnar á frönsku og það var Jerôme sem var með í för sem var í hlutverki aðstoðarprests og flutti á frönsku,“ segir Bergþór Bjarnason sem gekk að eiga Olivier Francheteau síðastliðinn laugardag í Landakirkju í Vestmanneyjum. Um var að ræða fyrstu hjónavígslu samkynhneigðra í kirkjunni og var það séra Jóna Hrönn Bolladóttir sem gaf þá Bergþór og Olivier saman. Í athöfninni var blandað saman íslenskri, franskri og enskri tónlist sem leikin var af tónlistarmönnum úr Vestmannaeyjum. „Það var mikil gleði í kirkjunni og góð stemning,“ segir Bergþór glaður í bragði og heldur áfram: „Þegar ræðan var flutt á íslensku hlógu Íslendingarnir og þegar hún var flutt á frönsku hlógu Frakkarnir.“ Og þó að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta og rignt hafi talsvert þá hafði það engin áhrif á gleðina því úr veðrinu rættist á sunnudaginn og allir komust heim með Herjólfi en talsverður fjöldi gesta kom frá Frakklandi enda Olivier franskur og eru þeir Bergþór búsettir í Nice. Fjölskylda og vinafólk þeirra frá Frakklandi kom því í brúðkaupið og nýtti einnig tímann til að skoða landið og segir Bergþór alla hafa skemmt sér konunglega. „Við hugsuðum hvort við ættum að gera þetta tvisvar, í Nice og hér á Íslandi, en svo stakk Olivier upp á því að fara heim til Íslands og gera þetta hér í Vestmannaeyjum á æskuslóðum mínum.“ Eftir athöfnina var haldið til veislu á veitingahúsinu Slippnum í Vestmannaeyjum þar sem íslenskt hráefni úr nærumhverfi var í hávegum haft og veisluhöldin í frönskum stíl. „Þar var tekið á móti okkur með allskyns kræsingum, maðurinn minn vildi endilega að þetta yrði svolítið franskt að því leyti að það yrði langur kokteill í upphafi veisluhalda. Það er oft það mikilvægasta hjá Frökkunum, að þetta taki svolítið langan tíma.“ „Við kynntumst fyrir tíu árum, í lok ágúst á bökkum Signu í sunnudagsgöngu í sólskini. Þegar hann vissi að ég var Íslendingur þá var það bara tákn, þetta hlaut að eiga að vera svona,“ segir Bergþór hlæjandi en Olivier er mikill aðdáandi Bjarkar Guðmundsdóttur. „Við reyndum það nú reyndar ekki, það hefði kannski verið svolítið erfitt,“ segir hann hlæjandi að lokum þegar hann er spurður að því hvort ekki hafi verið reynt að fá Björk til að taka lagið í brúðkaupinu.
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira