Bæjarstjóri Snæfellsbæjar: Fullt tilefni til aðgerða lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2015 12:42 Ólafsvík er hluti af Snæfellsbæ Vísir/Pjetur Sigurðsson Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, telur að fullt tilefni hafi verið til aðgerða lögreglu á raftónlistarhátíðinni Extreme Chill Festival sem fram fór á Snæfellsnesi um sl. helgi. Um 30 fíkniefnamál komu upp á meðal 200 gesta hátíðarinnar en aðstandendur hátíðarinnar saka lögregluna um að hafa haldið gestum í heljargreipum. „Ef þú horfir til þess að það hafi verið 200 einstaklingar sem hafi verið hér og á milli 20-30 fíkniefnamál þá hlýtur að hafa verið tilefni til þess að gera eitthvað,“ sagði Kristinn í samtali við blaðamann Vísis. Starfsmenn bæjarins hafi t.d. fundið fjóra fíkniefnaskammta við tiltekt eftir hátíðina. Hátíðin hefur verið haldin í sveitarfélaginu frá árinu 2009 og að mestu án vandræða þangað til í ár að sögn Kristins sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra í Snæfellsbæ sl. sautján ár. „Hingað til hefur lögreglan ekki haft mikil afskipti af þessari hátíð. Það hafa aldrei verið nein vandræði á borð við hópslagsmál eða nauðganir eða neitt slíkt. Það hafa allir bara verið í góðum fíling ef það má orða það þannig. Íbúar hafa reyndar séð það á gestunum að sumir hafa verið í annarlegu ástandi en þeir hafa algjörlega verið til friðs.“Sjá einnig: Extreme Chill Festival - Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum?Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar.Kristinn undrast umræðuna sem skapast hefur í kjölfarið en aðstandendur hátíðarinnar hafa í hyggju að leita réttar síns vegna aðgerða lögreglunnar. „Þetta er spurningin um hvort að lögreglan eigi að skipta sér af fíkniefnamálum og ef svo er, hvað er þá að því að hún fari í vinnuna sína hafi hún rökstuddan grun um slíkt? Það hefur aldrei verið neitt vesen, ekkert yfir þessu fólki að kvarta en ef að fólk er að neyta ólöglegra fíkniefna er þá réttlætanlegt að lögreglan geri ekkert í því?“ Kristinn er sjálfur ánægður með vakt lögreglunnar í Snæfellsbæ um sl. helgi og hafa íbúar bæjarins komið að máli við hann og tekið undir þessa ánægju. „Meðan þetta er ólöglegt og lögreglan vinnur sína vinnu get ég ekki verið annað en sáttur. Íbúarnir hafa komið til mín í vikunni og sagst vera afskaplega ánægðir með að lögreglan hafi verið svona vel vakandi.“ Tengdar fréttir Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23 Extreme Chill Festival: Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum? „Allt fór þó mjög friðsamlega fram og ekki var brotið á neinum - svo maður viti til - nema þá kannski þeim sem þurftu að beygja sig og glenna fyrir þukli lögreglunnar,“ segir blaðamaður og einn gesta Extreme Chill Festival. 11. ágúst 2015 11:03 Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Telja að lögreglan hafi farið offari í aðgerðum sínum. 10. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, telur að fullt tilefni hafi verið til aðgerða lögreglu á raftónlistarhátíðinni Extreme Chill Festival sem fram fór á Snæfellsnesi um sl. helgi. Um 30 fíkniefnamál komu upp á meðal 200 gesta hátíðarinnar en aðstandendur hátíðarinnar saka lögregluna um að hafa haldið gestum í heljargreipum. „Ef þú horfir til þess að það hafi verið 200 einstaklingar sem hafi verið hér og á milli 20-30 fíkniefnamál þá hlýtur að hafa verið tilefni til þess að gera eitthvað,“ sagði Kristinn í samtali við blaðamann Vísis. Starfsmenn bæjarins hafi t.d. fundið fjóra fíkniefnaskammta við tiltekt eftir hátíðina. Hátíðin hefur verið haldin í sveitarfélaginu frá árinu 2009 og að mestu án vandræða þangað til í ár að sögn Kristins sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra í Snæfellsbæ sl. sautján ár. „Hingað til hefur lögreglan ekki haft mikil afskipti af þessari hátíð. Það hafa aldrei verið nein vandræði á borð við hópslagsmál eða nauðganir eða neitt slíkt. Það hafa allir bara verið í góðum fíling ef það má orða það þannig. Íbúar hafa reyndar séð það á gestunum að sumir hafa verið í annarlegu ástandi en þeir hafa algjörlega verið til friðs.“Sjá einnig: Extreme Chill Festival - Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum?Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar.Kristinn undrast umræðuna sem skapast hefur í kjölfarið en aðstandendur hátíðarinnar hafa í hyggju að leita réttar síns vegna aðgerða lögreglunnar. „Þetta er spurningin um hvort að lögreglan eigi að skipta sér af fíkniefnamálum og ef svo er, hvað er þá að því að hún fari í vinnuna sína hafi hún rökstuddan grun um slíkt? Það hefur aldrei verið neitt vesen, ekkert yfir þessu fólki að kvarta en ef að fólk er að neyta ólöglegra fíkniefna er þá réttlætanlegt að lögreglan geri ekkert í því?“ Kristinn er sjálfur ánægður með vakt lögreglunnar í Snæfellsbæ um sl. helgi og hafa íbúar bæjarins komið að máli við hann og tekið undir þessa ánægju. „Meðan þetta er ólöglegt og lögreglan vinnur sína vinnu get ég ekki verið annað en sáttur. Íbúarnir hafa komið til mín í vikunni og sagst vera afskaplega ánægðir með að lögreglan hafi verið svona vel vakandi.“
Tengdar fréttir Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23 Extreme Chill Festival: Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum? „Allt fór þó mjög friðsamlega fram og ekki var brotið á neinum - svo maður viti til - nema þá kannski þeim sem þurftu að beygja sig og glenna fyrir þukli lögreglunnar,“ segir blaðamaður og einn gesta Extreme Chill Festival. 11. ágúst 2015 11:03 Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Telja að lögreglan hafi farið offari í aðgerðum sínum. 10. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23
Extreme Chill Festival: Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum? „Allt fór þó mjög friðsamlega fram og ekki var brotið á neinum - svo maður viti til - nema þá kannski þeim sem þurftu að beygja sig og glenna fyrir þukli lögreglunnar,“ segir blaðamaður og einn gesta Extreme Chill Festival. 11. ágúst 2015 11:03
Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Telja að lögreglan hafi farið offari í aðgerðum sínum. 10. ágúst 2015 19:38