Bæjarstjóri Snæfellsbæjar: Fullt tilefni til aðgerða lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2015 12:42 Ólafsvík er hluti af Snæfellsbæ Vísir/Pjetur Sigurðsson Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, telur að fullt tilefni hafi verið til aðgerða lögreglu á raftónlistarhátíðinni Extreme Chill Festival sem fram fór á Snæfellsnesi um sl. helgi. Um 30 fíkniefnamál komu upp á meðal 200 gesta hátíðarinnar en aðstandendur hátíðarinnar saka lögregluna um að hafa haldið gestum í heljargreipum. „Ef þú horfir til þess að það hafi verið 200 einstaklingar sem hafi verið hér og á milli 20-30 fíkniefnamál þá hlýtur að hafa verið tilefni til þess að gera eitthvað,“ sagði Kristinn í samtali við blaðamann Vísis. Starfsmenn bæjarins hafi t.d. fundið fjóra fíkniefnaskammta við tiltekt eftir hátíðina. Hátíðin hefur verið haldin í sveitarfélaginu frá árinu 2009 og að mestu án vandræða þangað til í ár að sögn Kristins sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra í Snæfellsbæ sl. sautján ár. „Hingað til hefur lögreglan ekki haft mikil afskipti af þessari hátíð. Það hafa aldrei verið nein vandræði á borð við hópslagsmál eða nauðganir eða neitt slíkt. Það hafa allir bara verið í góðum fíling ef það má orða það þannig. Íbúar hafa reyndar séð það á gestunum að sumir hafa verið í annarlegu ástandi en þeir hafa algjörlega verið til friðs.“Sjá einnig: Extreme Chill Festival - Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum?Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar.Kristinn undrast umræðuna sem skapast hefur í kjölfarið en aðstandendur hátíðarinnar hafa í hyggju að leita réttar síns vegna aðgerða lögreglunnar. „Þetta er spurningin um hvort að lögreglan eigi að skipta sér af fíkniefnamálum og ef svo er, hvað er þá að því að hún fari í vinnuna sína hafi hún rökstuddan grun um slíkt? Það hefur aldrei verið neitt vesen, ekkert yfir þessu fólki að kvarta en ef að fólk er að neyta ólöglegra fíkniefna er þá réttlætanlegt að lögreglan geri ekkert í því?“ Kristinn er sjálfur ánægður með vakt lögreglunnar í Snæfellsbæ um sl. helgi og hafa íbúar bæjarins komið að máli við hann og tekið undir þessa ánægju. „Meðan þetta er ólöglegt og lögreglan vinnur sína vinnu get ég ekki verið annað en sáttur. Íbúarnir hafa komið til mín í vikunni og sagst vera afskaplega ánægðir með að lögreglan hafi verið svona vel vakandi.“ Tengdar fréttir Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23 Extreme Chill Festival: Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum? „Allt fór þó mjög friðsamlega fram og ekki var brotið á neinum - svo maður viti til - nema þá kannski þeim sem þurftu að beygja sig og glenna fyrir þukli lögreglunnar,“ segir blaðamaður og einn gesta Extreme Chill Festival. 11. ágúst 2015 11:03 Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Telja að lögreglan hafi farið offari í aðgerðum sínum. 10. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, telur að fullt tilefni hafi verið til aðgerða lögreglu á raftónlistarhátíðinni Extreme Chill Festival sem fram fór á Snæfellsnesi um sl. helgi. Um 30 fíkniefnamál komu upp á meðal 200 gesta hátíðarinnar en aðstandendur hátíðarinnar saka lögregluna um að hafa haldið gestum í heljargreipum. „Ef þú horfir til þess að það hafi verið 200 einstaklingar sem hafi verið hér og á milli 20-30 fíkniefnamál þá hlýtur að hafa verið tilefni til þess að gera eitthvað,“ sagði Kristinn í samtali við blaðamann Vísis. Starfsmenn bæjarins hafi t.d. fundið fjóra fíkniefnaskammta við tiltekt eftir hátíðina. Hátíðin hefur verið haldin í sveitarfélaginu frá árinu 2009 og að mestu án vandræða þangað til í ár að sögn Kristins sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra í Snæfellsbæ sl. sautján ár. „Hingað til hefur lögreglan ekki haft mikil afskipti af þessari hátíð. Það hafa aldrei verið nein vandræði á borð við hópslagsmál eða nauðganir eða neitt slíkt. Það hafa allir bara verið í góðum fíling ef það má orða það þannig. Íbúar hafa reyndar séð það á gestunum að sumir hafa verið í annarlegu ástandi en þeir hafa algjörlega verið til friðs.“Sjá einnig: Extreme Chill Festival - Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum?Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar.Kristinn undrast umræðuna sem skapast hefur í kjölfarið en aðstandendur hátíðarinnar hafa í hyggju að leita réttar síns vegna aðgerða lögreglunnar. „Þetta er spurningin um hvort að lögreglan eigi að skipta sér af fíkniefnamálum og ef svo er, hvað er þá að því að hún fari í vinnuna sína hafi hún rökstuddan grun um slíkt? Það hefur aldrei verið neitt vesen, ekkert yfir þessu fólki að kvarta en ef að fólk er að neyta ólöglegra fíkniefna er þá réttlætanlegt að lögreglan geri ekkert í því?“ Kristinn er sjálfur ánægður með vakt lögreglunnar í Snæfellsbæ um sl. helgi og hafa íbúar bæjarins komið að máli við hann og tekið undir þessa ánægju. „Meðan þetta er ólöglegt og lögreglan vinnur sína vinnu get ég ekki verið annað en sáttur. Íbúarnir hafa komið til mín í vikunni og sagst vera afskaplega ánægðir með að lögreglan hafi verið svona vel vakandi.“
Tengdar fréttir Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23 Extreme Chill Festival: Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum? „Allt fór þó mjög friðsamlega fram og ekki var brotið á neinum - svo maður viti til - nema þá kannski þeim sem þurftu að beygja sig og glenna fyrir þukli lögreglunnar,“ segir blaðamaður og einn gesta Extreme Chill Festival. 11. ágúst 2015 11:03 Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Telja að lögreglan hafi farið offari í aðgerðum sínum. 10. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23
Extreme Chill Festival: Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum? „Allt fór þó mjög friðsamlega fram og ekki var brotið á neinum - svo maður viti til - nema þá kannski þeim sem þurftu að beygja sig og glenna fyrir þukli lögreglunnar,“ segir blaðamaður og einn gesta Extreme Chill Festival. 11. ágúst 2015 11:03
Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Telja að lögreglan hafi farið offari í aðgerðum sínum. 10. ágúst 2015 19:38