Klopp: Hann getur labbað og synt en það hjálpar honum ekki í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 09:00 Daniel Sturridge og Jürgen Klopp. Vísir/Getty Framherjahallæri Liverpool heldur áfram því Christian Benteke er meiddur á hné og Jürgen Klopp er ekki bjartsýnn á það að Daniel Sturridge spili með í næstu tveimur leikjum Liverpool-liðsins. Liverpool mætir Bournemouth í kvöld og Chelsea á laugardaginn kemur. Christian Benteke er þriðji framherjinn sem meiðist á stuttri stjóratíð Jürgen Klopp á Anfield en Benteke sem var nýkominn til baka eftir tognun aftan í læri meiddist á liðböndum í hné. Áður hafði Danny Ings slitið krossband og Sturridge bólgnað upp í hnénu. Christian Benteke verður ekki með í enska deildabikarnum á móti Bournemouth í kvöld og það er ólíklegt að hann nái Chelsea-leiknum um helgina. Sömu sögu er að segja af Daniel Sturridge sem er líka meiddur á hné og hefur enn ekki spilað fyrir Klopp. „Hann getu labbað og hann getur synt en það hjálpar honum ekki í fótboltanum. Það er vökvi í hnénu hans. Það er ekki mikið og þetta er ekki alvarlegt. Hann þarf ekki að fara í aðgerð en hann þarf tíma til að jafna sig," sagði Jürgen Klopp við Guardian um stöðuna á Daniel Sturridge. „Ég lærði það þegar ég var yngri að það hjálpar ekkert að tala um leikmenn sem eru ekki í boði. Hann er nú að missa af fjórða leiknum í röð svo að þetta hafa verið 10 til 12 dagar. Hann verður líka að ná að æfa því það spilar enginn daginn eftir að hann kemur til baka," sagði Klopp og hélt áfram að ræða stöðu Daniel Sturridge. „Ég þekki meiðslasögu hans en ég hef enga reynslu af því að vinna með honum. Það er annað sem ég þarf að læra," sagði Klopp. Daniel Sturridge hefur aðeins spilað 3 leiki með Liverpool á tímabilinu og skoraði tvö mörk í 3-2 sigri á Aston Villa. Daniel Sturridge hefur ekki spilað síðan að hann lék 90 mínútur í 1-1 jafntefli á móti Everton sem var síðasti leikur liðsins undir stjórn Brendan Rodgers. Christian Benteke, Danny Ings og Daniel Sturridge verða því ekki með Liverpool á móti Bournemouth í kvöld og Klopp þarf að treysta áfram á Divock Origi sem hefur enn ekki skorað þrátt fyir að hafa spilað 470 mínútur á þessari leiktíð. Leikur Liverpool og Bournemouth í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þetta verður þriðji heimaleikur liðsins undir stjórn Jürgen Klopp en liðið á enn eftir að vinna á Anfield undir hans stjórn. Enski boltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Sjá meira
Framherjahallæri Liverpool heldur áfram því Christian Benteke er meiddur á hné og Jürgen Klopp er ekki bjartsýnn á það að Daniel Sturridge spili með í næstu tveimur leikjum Liverpool-liðsins. Liverpool mætir Bournemouth í kvöld og Chelsea á laugardaginn kemur. Christian Benteke er þriðji framherjinn sem meiðist á stuttri stjóratíð Jürgen Klopp á Anfield en Benteke sem var nýkominn til baka eftir tognun aftan í læri meiddist á liðböndum í hné. Áður hafði Danny Ings slitið krossband og Sturridge bólgnað upp í hnénu. Christian Benteke verður ekki með í enska deildabikarnum á móti Bournemouth í kvöld og það er ólíklegt að hann nái Chelsea-leiknum um helgina. Sömu sögu er að segja af Daniel Sturridge sem er líka meiddur á hné og hefur enn ekki spilað fyrir Klopp. „Hann getu labbað og hann getur synt en það hjálpar honum ekki í fótboltanum. Það er vökvi í hnénu hans. Það er ekki mikið og þetta er ekki alvarlegt. Hann þarf ekki að fara í aðgerð en hann þarf tíma til að jafna sig," sagði Jürgen Klopp við Guardian um stöðuna á Daniel Sturridge. „Ég lærði það þegar ég var yngri að það hjálpar ekkert að tala um leikmenn sem eru ekki í boði. Hann er nú að missa af fjórða leiknum í röð svo að þetta hafa verið 10 til 12 dagar. Hann verður líka að ná að æfa því það spilar enginn daginn eftir að hann kemur til baka," sagði Klopp og hélt áfram að ræða stöðu Daniel Sturridge. „Ég þekki meiðslasögu hans en ég hef enga reynslu af því að vinna með honum. Það er annað sem ég þarf að læra," sagði Klopp. Daniel Sturridge hefur aðeins spilað 3 leiki með Liverpool á tímabilinu og skoraði tvö mörk í 3-2 sigri á Aston Villa. Daniel Sturridge hefur ekki spilað síðan að hann lék 90 mínútur í 1-1 jafntefli á móti Everton sem var síðasti leikur liðsins undir stjórn Brendan Rodgers. Christian Benteke, Danny Ings og Daniel Sturridge verða því ekki með Liverpool á móti Bournemouth í kvöld og Klopp þarf að treysta áfram á Divock Origi sem hefur enn ekki skorað þrátt fyir að hafa spilað 470 mínútur á þessari leiktíð. Leikur Liverpool og Bournemouth í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þetta verður þriðji heimaleikur liðsins undir stjórn Jürgen Klopp en liðið á enn eftir að vinna á Anfield undir hans stjórn.
Enski boltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Sjá meira