Innlent

Máttu ekki rukka á Geysi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Landeigendur rukkuðu fyrir aðgang að Geysi um stutta hríð.
Landeigendur rukkuðu fyrir aðgang að Geysi um stutta hríð. Fréttablaðið/Pjetur
Landeigendafélagi Geysis var óheimilt að innheimta aðgöngugjald að Geysissvæðinu. Þetta er niður­staða Hæstaréttar. Þá hafi ríkinu verið heimilt að leggja lögbann við gjaldtöku félagsins.

Hæstiréttur segir að inn á Geysis­svæðinu sé spilda sem tilheyri íslenska ríkinu einu. Um það svæði gildi óskráðar reglur íslensks réttar um sérstaka sameign, þar á meðal um hvernig ákvörðun verði tekin um nýtingu þess en þar þurfi samþykki allra landeigenda.

„Breyting þessi var meiri háttar þegar þess er gætt að með henni var stefnt að því að mynda tekjur af sameigninni, ekki aðeins til að standa straum af kostnaði af henni heldur einnig til arðs fyrir eigendurna, í stað þess að landsvæðið stæði öllum opið án  endurgjalds,“ segir í niðurstöðu dómsins.

Í yfirlýsingu landeigenda eftir dóminn segir að þeir hafi ítrekað leitað samstarfs við ríkið um verndun og uppbyggingu svæðisins. Til að leiða ágreininginn til lykta hafi þeir boðist til að kaupa hlut ríkisins. Dómur Hæstaréttar leysi á engan hátt úr þessum ágreiningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×