„Þekkir stefnandi ekki skilgreininguna á einelti?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2015 12:30 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu Aðalmeðferð í enduruppteknu meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, betur þekktum sem Mumma, gegn Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið lítur að ómerkingu átta ummæla sem Bragi lét falla í fjölmiðlum í kjölfar lokunar meðferðarheimilisins Götusmiðjunnar árið 2010. Fyrr í dag greindi Vísir frá skýrslutöku af Mumma þar sem hann mótmælti þeim ásökunum sem á hann voru bornar með þessum ummælum. Frásögn hans af málinu má nálgast hér: Ummæli um hnéskeljabrot áttu að höfða til krakkana Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Braga hóf málflutning sinn á að reifa tölvupóst sem Guðmundur sendi starfsmönnum sínum eftir að efni pósts tímenningana til Barnaverndarstofu barst honum til eyrna. Póstur Guðmundar hafi endað á orðunum „Þessu er ekki lokið“ sem Sigríður taldi til marks um hinar meintu hótanir Guðmundar sem Bragi á að hafa vísað til í ummælum sínum. Sigríður hélt því einnig fram að ummæli sem Mummi viðhafði í fjölmiðlum gæfu tilefni til að álíta sem svo að einelti hafi þrifist innan veggja Götusmiðjunnar, eins og Bragi lét í veðri vaka. Guðmundur hafi í blaðaviðtali hermt eftir mjóróma starfsmanni meðferðarheimilisins og sagt að hann „talaði svolítið gay.“ Þetta hafi hann gert á opinberum vettvangi, „og þekkir stefnandi ekki skilgreininguna á einelti? Þetta er það!“ sagði Sigríður og sett spurningarmerki við „stjórnunarfærni slíks einstaklings“ sem léti slíkt frá sér í samtali við fjölmiðla.Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Braga Guðbrandssonar.Vísir/VILHELMSegir Mumma hafa átt frumkvæði að umfjölluninni Sigríður mótmælti þeirri túlkun Guðmundar að starfsmaðurinn sem Mummi á einungis að hafa vísað úr Götusmiðjunni vegna þeirrar orku sem stafaði frá honum hafi ekki verið rekinn. Gögn málsins bentu ekki til annars en að hann hafi raunverulega verið rekinn „þarna á staðnum“ og það gæfi ekki tilefni til annars en að álykta að slíkt hafi verið raunin. Þá undirstrikaði hún mikilvægi þess að það hafi verið stefnandi sjálfur, Mummi, sem hóf máls á opinberum vettvangi á hinum meintu hótunum sínum með fréttatilkynningu sem hann hafi sent á alla fjölmiðla landsins. Hinn stefndi, Bragi, hafi hins vegar varist allra fregna á fyrstu stigum málsins, ólíkt Guðmundi. Þetta framferði Mumma sé þess valdandi að Bragi hafi fengið rýmkað frelsi til þess að láta slík ummæli falla og vísaði hún í niðurstöður fyrri „Gillzenegger-dómsins“ máli sínu til stuðnings. „Mummi lagði starf sitt sjálfur í dóm hins opinbera vettvangs og því hafi mörk leyfilegrar tjáningar verið rýmkuð,“ eins og hún komst að orði. Það kunni ekki síst að vera af því að Mummi hafi sjálfur farið og viðhaft meintar hótanir sínar í fjölmiðlum - til að mynda í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 þann 26. júní árið 2010. Ummælum Braga hafi ekki verið ætlað að móðga persónu stefnanda heldur einungis að gagnrýna störf hans sem Mummi hafði sjálfur vakið máls á í fjölmiðlum. Guðmundur hafi þar sjálfur staðfest hvaða orð hann hafi látið falla á títtnefndum fundi með krakkahópnum á Götusmiðjunni og Bragi hafi einungis vísað til þeirra ummæla.Segir Mumma þurfa að kunna að taka gagnrýniÞá taldi Sigríður nauðsynlegt að líta á þau ummæli sem Bragi lét falla út frá víðara samhengi. Ekki þýða að líta á þau í „vakúmi.“ Sagði hún það kröfu Mannréttindadómstólsins að íslenskir dómstólar geri það í auknum mæli í kjölfar dóma í málum blaðamannsins Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu. Ummæli Braga hafi að hennar mati verið til að mynda liður í opinberri umfjöllun um rekstur meðferðarheimila og háttsemi forstöðumanna þeirra, sem oft hafa ratað í fjölmiðla á undanförnum árum. Þá hafi mál Guðmundur átt skýrt erindi við almenning, enda sé það í skilningi lagana aldrei skilgreint öðruvísi en á neikvæðan hátt. „Það heyrir undir allt nema það sem beinlínis fellur undir friðhelgi fólks,“ sagði Sigríður og spurði í kjölfarið: „Ef þetta mál ætti ekki erindi við almenning, af hverju var stefnandi þá að senda út fréttatilkynningu á alla fjölmiðla til að koma af stað umræðu um málið?“.Niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu í málum Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu voru fyrirferðamiklar í máli Sigríðar Rutar.Vísir/ANTONÞá ítrekaði Sigríður að Guðmundur væri opinber persóna - ekki einungis sem forstöðumaður stofnunnar sem rekin er að mestu fyrir skattfé, heldur hafi hann verið tíður gestur á fréttamiðlum landsins þar sem hann hefur rætt málefni Götusmiðjunnar sem og einkamál sín. Opinber gagnrýni á stofnanir ríkisins og starfsmenn þeirra, þar með talið forstöðumennina, er hluti af svokallaðri „stjórnmálaumræðu“ sem að sögn Sigríður nýtur aukinnar verndar í lögum. Háttsemi forstöðumanns Götusmiðjunnar falli þar undir og þyrfti Mummi því að þola að um störf hans, háttsemi og ábyrgð yrði fjallað á opinberum vettvangi.Að mati Sigríðar tókst Guðmundi ekki að sýna fram á „knýjandi samfélagsleg þörf til að þagga niður í ummælum“ eins og það er orðað en hún lýsti þeirri þörf sem lýsandi stefi í dómum Mannréttindadómstólsins, sem sjáist til að mynda í niðurstöðu fyrsta Erlu Hlyns-dómsins. Þá var það einnig mat hennar að Bragi hafi sem forstöðumaður Barnaverndarstofu verið talsmaður vistmanna Götusmiðjunnar og hafi því verið að tala fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Ummæli hans falli því undir umboð stefnda til að tjá sig í ljósi embættis síns og varhugarvert væri að takmarka tjáningarfrelsi einstaklinga í slíkum stöðum. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan fjögurra vikna. Tengdar fréttir Ummæli um hnéskeljabrot áttu að höfða til krakkanna Skýrslutökur yfir Guðmundi Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni, í meiðyrðamáli hans gegn Braga Guðbrandssyni forstöðumanni Barnarverndarstofu fóru fram í gær. 4. júní 2015 10:03 „Verið að vega að heiðri þessa starfsmanns“ Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu mótmælir lýsingu lögmanns Guðmundar Týs. 3. febrúar 2015 16:48 Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29 „Dómurinn var og er gildur dómur“ Lögmaður Guðmundar Týs segir endurupptöku á meiðyrðamáli gegn forstjóra Barnaverndarstofu ekki breyta niðurstöðu fyrri dóms 3. febrúar 2015 12:54 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Aðalmeðferð í enduruppteknu meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, betur þekktum sem Mumma, gegn Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið lítur að ómerkingu átta ummæla sem Bragi lét falla í fjölmiðlum í kjölfar lokunar meðferðarheimilisins Götusmiðjunnar árið 2010. Fyrr í dag greindi Vísir frá skýrslutöku af Mumma þar sem hann mótmælti þeim ásökunum sem á hann voru bornar með þessum ummælum. Frásögn hans af málinu má nálgast hér: Ummæli um hnéskeljabrot áttu að höfða til krakkana Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Braga hóf málflutning sinn á að reifa tölvupóst sem Guðmundur sendi starfsmönnum sínum eftir að efni pósts tímenningana til Barnaverndarstofu barst honum til eyrna. Póstur Guðmundar hafi endað á orðunum „Þessu er ekki lokið“ sem Sigríður taldi til marks um hinar meintu hótanir Guðmundar sem Bragi á að hafa vísað til í ummælum sínum. Sigríður hélt því einnig fram að ummæli sem Mummi viðhafði í fjölmiðlum gæfu tilefni til að álíta sem svo að einelti hafi þrifist innan veggja Götusmiðjunnar, eins og Bragi lét í veðri vaka. Guðmundur hafi í blaðaviðtali hermt eftir mjóróma starfsmanni meðferðarheimilisins og sagt að hann „talaði svolítið gay.“ Þetta hafi hann gert á opinberum vettvangi, „og þekkir stefnandi ekki skilgreininguna á einelti? Þetta er það!“ sagði Sigríður og sett spurningarmerki við „stjórnunarfærni slíks einstaklings“ sem léti slíkt frá sér í samtali við fjölmiðla.Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Braga Guðbrandssonar.Vísir/VILHELMSegir Mumma hafa átt frumkvæði að umfjölluninni Sigríður mótmælti þeirri túlkun Guðmundar að starfsmaðurinn sem Mummi á einungis að hafa vísað úr Götusmiðjunni vegna þeirrar orku sem stafaði frá honum hafi ekki verið rekinn. Gögn málsins bentu ekki til annars en að hann hafi raunverulega verið rekinn „þarna á staðnum“ og það gæfi ekki tilefni til annars en að álykta að slíkt hafi verið raunin. Þá undirstrikaði hún mikilvægi þess að það hafi verið stefnandi sjálfur, Mummi, sem hóf máls á opinberum vettvangi á hinum meintu hótunum sínum með fréttatilkynningu sem hann hafi sent á alla fjölmiðla landsins. Hinn stefndi, Bragi, hafi hins vegar varist allra fregna á fyrstu stigum málsins, ólíkt Guðmundi. Þetta framferði Mumma sé þess valdandi að Bragi hafi fengið rýmkað frelsi til þess að láta slík ummæli falla og vísaði hún í niðurstöður fyrri „Gillzenegger-dómsins“ máli sínu til stuðnings. „Mummi lagði starf sitt sjálfur í dóm hins opinbera vettvangs og því hafi mörk leyfilegrar tjáningar verið rýmkuð,“ eins og hún komst að orði. Það kunni ekki síst að vera af því að Mummi hafi sjálfur farið og viðhaft meintar hótanir sínar í fjölmiðlum - til að mynda í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 þann 26. júní árið 2010. Ummælum Braga hafi ekki verið ætlað að móðga persónu stefnanda heldur einungis að gagnrýna störf hans sem Mummi hafði sjálfur vakið máls á í fjölmiðlum. Guðmundur hafi þar sjálfur staðfest hvaða orð hann hafi látið falla á títtnefndum fundi með krakkahópnum á Götusmiðjunni og Bragi hafi einungis vísað til þeirra ummæla.Segir Mumma þurfa að kunna að taka gagnrýniÞá taldi Sigríður nauðsynlegt að líta á þau ummæli sem Bragi lét falla út frá víðara samhengi. Ekki þýða að líta á þau í „vakúmi.“ Sagði hún það kröfu Mannréttindadómstólsins að íslenskir dómstólar geri það í auknum mæli í kjölfar dóma í málum blaðamannsins Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu. Ummæli Braga hafi að hennar mati verið til að mynda liður í opinberri umfjöllun um rekstur meðferðarheimila og háttsemi forstöðumanna þeirra, sem oft hafa ratað í fjölmiðla á undanförnum árum. Þá hafi mál Guðmundur átt skýrt erindi við almenning, enda sé það í skilningi lagana aldrei skilgreint öðruvísi en á neikvæðan hátt. „Það heyrir undir allt nema það sem beinlínis fellur undir friðhelgi fólks,“ sagði Sigríður og spurði í kjölfarið: „Ef þetta mál ætti ekki erindi við almenning, af hverju var stefnandi þá að senda út fréttatilkynningu á alla fjölmiðla til að koma af stað umræðu um málið?“.Niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu í málum Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu voru fyrirferðamiklar í máli Sigríðar Rutar.Vísir/ANTONÞá ítrekaði Sigríður að Guðmundur væri opinber persóna - ekki einungis sem forstöðumaður stofnunnar sem rekin er að mestu fyrir skattfé, heldur hafi hann verið tíður gestur á fréttamiðlum landsins þar sem hann hefur rætt málefni Götusmiðjunnar sem og einkamál sín. Opinber gagnrýni á stofnanir ríkisins og starfsmenn þeirra, þar með talið forstöðumennina, er hluti af svokallaðri „stjórnmálaumræðu“ sem að sögn Sigríður nýtur aukinnar verndar í lögum. Háttsemi forstöðumanns Götusmiðjunnar falli þar undir og þyrfti Mummi því að þola að um störf hans, háttsemi og ábyrgð yrði fjallað á opinberum vettvangi.Að mati Sigríðar tókst Guðmundi ekki að sýna fram á „knýjandi samfélagsleg þörf til að þagga niður í ummælum“ eins og það er orðað en hún lýsti þeirri þörf sem lýsandi stefi í dómum Mannréttindadómstólsins, sem sjáist til að mynda í niðurstöðu fyrsta Erlu Hlyns-dómsins. Þá var það einnig mat hennar að Bragi hafi sem forstöðumaður Barnaverndarstofu verið talsmaður vistmanna Götusmiðjunnar og hafi því verið að tala fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Ummæli hans falli því undir umboð stefnda til að tjá sig í ljósi embættis síns og varhugarvert væri að takmarka tjáningarfrelsi einstaklinga í slíkum stöðum. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Tengdar fréttir Ummæli um hnéskeljabrot áttu að höfða til krakkanna Skýrslutökur yfir Guðmundi Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni, í meiðyrðamáli hans gegn Braga Guðbrandssyni forstöðumanni Barnarverndarstofu fóru fram í gær. 4. júní 2015 10:03 „Verið að vega að heiðri þessa starfsmanns“ Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu mótmælir lýsingu lögmanns Guðmundar Týs. 3. febrúar 2015 16:48 Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29 „Dómurinn var og er gildur dómur“ Lögmaður Guðmundar Týs segir endurupptöku á meiðyrðamáli gegn forstjóra Barnaverndarstofu ekki breyta niðurstöðu fyrri dóms 3. febrúar 2015 12:54 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Ummæli um hnéskeljabrot áttu að höfða til krakkanna Skýrslutökur yfir Guðmundi Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni, í meiðyrðamáli hans gegn Braga Guðbrandssyni forstöðumanni Barnarverndarstofu fóru fram í gær. 4. júní 2015 10:03
„Verið að vega að heiðri þessa starfsmanns“ Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu mótmælir lýsingu lögmanns Guðmundar Týs. 3. febrúar 2015 16:48
Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29
„Dómurinn var og er gildur dómur“ Lögmaður Guðmundar Týs segir endurupptöku á meiðyrðamáli gegn forstjóra Barnaverndarstofu ekki breyta niðurstöðu fyrri dóms 3. febrúar 2015 12:54