Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Þórhildur Þorkeldóttir skrifar 5. desember 2015 19:15 Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Gildandi lög um fóstureyðingar eru frá árinu 1975, en samkvæmt þeim eru konur enn formlega í þeirri stöðu, vilji þær enda meðgöngu sína, að tveir óskyldir aðilar, tveir læknar, eða læknir og félagsráðgjafi þurfi að samþykkja beiðni þeirra um fóstureyðingu.„Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun,“ segir Silja.Fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn birtu fyrr í vikunni grein í Læknablaðinu þar sem fram kemur að tími sé til kominn að huga að endurmati á fóstureyðingarlögum á Íslandi, og láta þannig þau sjónarmið sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna ráða för. Undir það tekur Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem nýlega gaf út bók sem byggir á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingar hér á landi. „Við erum með dæmi frá konum sem að tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli. Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun. Ég hef líka hitt konu sem lýsir því að hún var hreinlega komin inn á deild og það átti að fara að framkvæma fóstureyðinguna þegar læknarnir skipta um skoðun og það er bakkað út úr. Ef að lögin eru svona þá er mjög auðvelt að skapa ástand þar sem konur ráða þessu ekki sjálfar, “ segir Silja Bára. Þetta sé úr takti við nútímasjónarmið. „Mér finnst þetta rangt. Þetta er eitt mikilvægasta skref í réttindabaráttu kvenna, aðgangur að öruggum fóstureyðingum. Að konur geti ekki ákveðið sjálfar hvort og hvenær þær eignast börn er hamlandi, það takmarkar þeirra sjálfsákvörðunarrétt og skerðir þeirra lífsgæði,“ segir Silja Bára. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Gildandi lög um fóstureyðingar eru frá árinu 1975, en samkvæmt þeim eru konur enn formlega í þeirri stöðu, vilji þær enda meðgöngu sína, að tveir óskyldir aðilar, tveir læknar, eða læknir og félagsráðgjafi þurfi að samþykkja beiðni þeirra um fóstureyðingu.„Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun,“ segir Silja.Fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn birtu fyrr í vikunni grein í Læknablaðinu þar sem fram kemur að tími sé til kominn að huga að endurmati á fóstureyðingarlögum á Íslandi, og láta þannig þau sjónarmið sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna ráða för. Undir það tekur Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem nýlega gaf út bók sem byggir á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingar hér á landi. „Við erum með dæmi frá konum sem að tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli. Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun. Ég hef líka hitt konu sem lýsir því að hún var hreinlega komin inn á deild og það átti að fara að framkvæma fóstureyðinguna þegar læknarnir skipta um skoðun og það er bakkað út úr. Ef að lögin eru svona þá er mjög auðvelt að skapa ástand þar sem konur ráða þessu ekki sjálfar, “ segir Silja Bára. Þetta sé úr takti við nútímasjónarmið. „Mér finnst þetta rangt. Þetta er eitt mikilvægasta skref í réttindabaráttu kvenna, aðgangur að öruggum fóstureyðingum. Að konur geti ekki ákveðið sjálfar hvort og hvenær þær eignast börn er hamlandi, það takmarkar þeirra sjálfsákvörðunarrétt og skerðir þeirra lífsgæði,“ segir Silja Bára.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira