Öllum veiðigræjunum stolið: „Tilfinningalega tjónið er gífurlegt“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2015 14:42 Á myndinni sést Jón Gunnar íklæddur hluta þess fatnaðar sem var numinn á brott. mynd/jón gunnar „Satt best að segja þá er ég í algjöru rusli,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson í samtali við Vísi en fyrir skemmstu fóru óprúttnir aðilar ránshendi um geymslur fjölbýlishúss er hann býr í. Meðal þess sem þjófarnir höfðu á brott þrjár veiðistangir, fimm veiðihjól, vöðlujakka, veiðivesti, flugubox, vélsleðafatnað, haglaskot og fleyg sem búið var að grafa nafn Jóns Gunnars í auk Liverpool merkisins. Það skal tekið fram að þetta er alls ekki tæmandi talning. „Fjárhagslega er tjónið alls ekki óviðráðanlegt en tilfinningalega og veraldlega tjónið er gífurlegt. Þetta eru hlutir sem maður hefur verið marga áratugi að safna saman og það að halda áfram að veiða var stór hluti þess að ég kom mér aftur út í lífið,“ segir Jón Gunnar en árið 2007 lenti hann í bílslysi sem hafði það í för með sér að hann er nú lamaður fyrir neðan mitti og bundinn við hjólastól.Sjá einnig: Með einkanúmerið I'M CEO: „Það er auðvitað dass af hroka í þessu“ Verið er að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum til að reyna að varpa ljósi á hverjir voru þarna að verki. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær innbrotið að hafa átt sér stað en líklegast er að það hafi verið í gærnótt eða fyrrinótt. Jón Gunnar er ekki sá eini sem varð fyrir barðinu á þjófunum því þeir tæmdu einnig geymslur nágranna hans og höfðu meðal annars vélsög á brott með sér. Næsta víst er að fleiri en einn hafi verið þarna að verki. „Nafnið mitt er grafið í eina stöngina sem var stolið þannig hún hefur ekkert verðgildi. Eða ég get allavega ekki ímyndað mér að nokkur maður vilji nota stöng sem sé merkt öðrum aðila. Hvað þá með flugur sem einhver annar hefur hnýtt og þýða ekkert nema fyrir þann aðila,“ segir Jón en hann býður 100.000 krónur handa þeim sem hefur upplýsingar um þjófana. „Ég myndi glaður droppa þessu fyrir mitt leiti ef ég fæ dótið mitt aftur. Ég veit ekki hvort löggan er sama sinnis en ef veiðigræjurnar skila sér aftur til mín þá má þetta allt alveg gleymast. Þó ekki sé nema hluti af því,“ segir Jón.100.000 KRÓNA FUNDARLAUN Í BOÐI!Á síðustu dögum brutust óprúttnir aðilar inn í geymslur í fjölbýlishúsinu að Mánatúni...Posted by Jón Gunnar Benjamínsson on Friday, 18 September 2015 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
„Satt best að segja þá er ég í algjöru rusli,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson í samtali við Vísi en fyrir skemmstu fóru óprúttnir aðilar ránshendi um geymslur fjölbýlishúss er hann býr í. Meðal þess sem þjófarnir höfðu á brott þrjár veiðistangir, fimm veiðihjól, vöðlujakka, veiðivesti, flugubox, vélsleðafatnað, haglaskot og fleyg sem búið var að grafa nafn Jóns Gunnars í auk Liverpool merkisins. Það skal tekið fram að þetta er alls ekki tæmandi talning. „Fjárhagslega er tjónið alls ekki óviðráðanlegt en tilfinningalega og veraldlega tjónið er gífurlegt. Þetta eru hlutir sem maður hefur verið marga áratugi að safna saman og það að halda áfram að veiða var stór hluti þess að ég kom mér aftur út í lífið,“ segir Jón Gunnar en árið 2007 lenti hann í bílslysi sem hafði það í för með sér að hann er nú lamaður fyrir neðan mitti og bundinn við hjólastól.Sjá einnig: Með einkanúmerið I'M CEO: „Það er auðvitað dass af hroka í þessu“ Verið er að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum til að reyna að varpa ljósi á hverjir voru þarna að verki. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær innbrotið að hafa átt sér stað en líklegast er að það hafi verið í gærnótt eða fyrrinótt. Jón Gunnar er ekki sá eini sem varð fyrir barðinu á þjófunum því þeir tæmdu einnig geymslur nágranna hans og höfðu meðal annars vélsög á brott með sér. Næsta víst er að fleiri en einn hafi verið þarna að verki. „Nafnið mitt er grafið í eina stöngina sem var stolið þannig hún hefur ekkert verðgildi. Eða ég get allavega ekki ímyndað mér að nokkur maður vilji nota stöng sem sé merkt öðrum aðila. Hvað þá með flugur sem einhver annar hefur hnýtt og þýða ekkert nema fyrir þann aðila,“ segir Jón en hann býður 100.000 krónur handa þeim sem hefur upplýsingar um þjófana. „Ég myndi glaður droppa þessu fyrir mitt leiti ef ég fæ dótið mitt aftur. Ég veit ekki hvort löggan er sama sinnis en ef veiðigræjurnar skila sér aftur til mín þá má þetta allt alveg gleymast. Þó ekki sé nema hluti af því,“ segir Jón.100.000 KRÓNA FUNDARLAUN Í BOÐI!Á síðustu dögum brutust óprúttnir aðilar inn í geymslur í fjölbýlishúsinu að Mánatúni...Posted by Jón Gunnar Benjamínsson on Friday, 18 September 2015
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira