Innlent

Segir HS Orku hafa fylgt öllum reglum um förgun geislavirkra efna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Reykjanesvirkjun.
Reykjanesvirkjun. vísir/gva
Gísli Jónsson, viðbúnaðarstjóri hjá Geislavörnum ríkisins, segir öllum reglum hafa verið framfylgt í förgun geislavirkra spilliefna í Reykjanesbæ. Vel sé fylgst með málum sem þessum.

„Þetta tilfelli úti á Reykjanesi er dálítið sérstakt því HS Orka fékk sérstakt leyfi fyrir þessum útfellingum. Við gáfum leyfið út í lok ágúst, áður en þeir byrjuðu að hreinsa borholutoppa og pípur í haust, og sendum starfsmenn núna í síðustu og þar síðustu viku að fylgjast með þegar þeir voru að hreinsa toppana. Þeir fóru í einu og öllu eftir leyfi Geislavarna ríkisins,“ segir Gísli.

Ekki þörf á endurskoðun

Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, sagði í samtali við Vísi í dag að ákveðnar reglur gildi um förgun og að ekki sé þörf á að endurskoða þær.

Greint var frá því í byrjun viku að vart hafi verið við uppsöfnun náttúrulegra geislavirka efna í borholutoppum við Reykjanesbæ. Efnin höfðu fallið til við orkuvinnslu í Reykjanesvirkjum og var þeim fargað á svæðinu. Efnin sem fundust eru pólóníum og geislavirkt blý en eiga ekki að vera til staðar nema móðurefnin radíum og radon séu til staðar. Hins vegar geta þau verið mjög djúpt í iðrum jarðar.

Í tilkynningu frá Geislavörnum segir að þessi efni gefi frá sér beta- eða alfa geislun sem sé skammdræg. Geislunin er það skammdræg að fólk verður ekki fyrir geislun frá útfellingunum þó það standi mjög nálægt þeim en ef fólk innbyrðir þessi efni valda þau innvortis geislun. Gísli segir enga hættu á ferðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×