Íslensk erfðagreining sagði ásakanir um ofsóknir vegna lífsýnasöfnunar dylgjur Birgir Olgeirsson skrifar 5. janúar 2015 12:04 Frá blaðamannafundi í Hörpu í maí í fyrra þar sem Íslensk erfðagreining kynnti landsátakið "Útkall – í þágu vísinda“ Persónuvernd hefur úrskurðað í þremur málum sem varða öflun Íslenskrar erfðagreiningar ehf. á lífsýnum frá einstaklingum sem boðin var þátttaka í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins á sviði mannerfðafræði. Í fyrsta málinu barst Persónuvernd kvörtun frá manneskju sem sagðist meðal annars vera á bannskrá Þjóðskrár Íslands. Þá gerði hún einnig athugasemd við það hvernig leitað var eftir þátttakendum í samanburðarhópi fyrir rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar, meðal annars með aðkomu björgunarsveita að verkefninu, en björgunarsveitir gengu í hús og söfnuðu lífsýnum þeirra sem samþykktu að veita þau. Þá taldi kvartandinn auk þess Íslenska erfðagreiningu hafa beitt söluhvetjandi aðferð, þar sem þátttakendum var boðinn kaupauki í formi klæðis.Þakklætisvottur - ekki kaupaukiÍ svarbréfi til Persónuverndar kallar Íslensk erfðagreining ehf. þennan kaupauka í formi klæðis þakklætisvott til þátttakenda, en um var að ræða stuttermabol. Þá tekur Íslensk erfðagreining fram að Vísindasiðanefnd hefði ekki gert athugasemd við þennan þakklætisvott og telur því Íslensk erfðagreining stuttermabolina ekki vera kaupauka. Þá sagði Íslensk erfðagreining að bannmerkingar í Þjóðskrá Íslands ætti ekki við í þessu tilviki því ekki væri um að ræða markpóstur heldur boð um þátttöku í vísindarannsókn. Þá taldi kvartandinn að notkun björgunarsveita í þessu verkefni hafi það í för með sér að einstaklingum finnist þeir „svíkja“ björgunarsveitirnar og almannaheill með því að samþykkja ekki þátttöku í umræddri rannsókn, en mikið var gert úr því að björgunarsveitin fengi fjárhagslegan styrk frá Íslenskri erfðagreiningu ef einstaklingar samþykktu þátttöku. Íslensk erfðagreining hafnaði þessari fullyrðingu og segir Persónuvernd það vera hlutverk Vísindasiðanefndar að meta vísindarannsóknir á heilbrigðissviði í þeim tilgangi að tryggja að þær samrýmist vísindalegum og siðfræðilegum sjónarmiðum, en Vísindasiðanefnd sá ekkert athugavert við þessa aðferð Íslenskrar erfðagreiningar. Því var það mat Persónuverndar að vinnsla persónuupplýsinga um kvartandann hafi verið í samræmi við ákvæði laga.Taldi söfnunina bera keim af ofsóknum Í öðru málinu taldi kvartandi að aðferðir Íslenskrar erfðagreiningar við að safna lífsýnum í lífsýnabankann beri keim af ofsóknum og átti þar við samstarfið við björgunarsveitir. Íslensk erfðagreining vísaði þessum ásökunum um ofsóknir á bug og kallaði þær dylgjur í svarbréfi sínu til Persónuverndar. Þá taldi kvartandinn að Íslenskri erfðagreiningu hefði borið að virða úrsögn hans úr gagnagrunni á heilbrigðissviði þegar honum var boðin þátttaka í lífsýnasöfnun Íslenskrar erfðagreiningu. Persónuvernd sagði að þessa úrsögn ekki taka til allra vísindarannsókna á heilbrigðissviði og söfnunar lífsýna í þágu slíkra rannsókna. Að mati Persónuverndar grundvallast sú lífsýnasöfnun ekki á því að áður hafi verið unnið með upplýsingar um viðkomandi einstaklinga í vísindarannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar.Ekki nægur tími Í þriðja málinu dregur Persónuvernd saman fjórar samhljóðandi kvartanir en þar var kvartað yfir því hve skammur tími leið frá því að gögnin um lífsýnasöfnun bárust einstaklingi og þangað til komið var á heimili hans til að sækja samþykkisyfirlýsingu og lífsýni. Fannst kvartendunum umhugsunartíminn vera skammur. Þá þótt kvartendum asi hafa verið á framkvæmd söfnunarinnar og með því að fá björgunarsveitarfólk til að safna sýnum hafi þeir sem leitað var til verið beittir þrýstingi, en auk þess hafi þeir sem söfnuðu sýnunum ekki haft þekkingu til að svara spurningum varðandi þátttöku. Persónuvernd tók undir þessi orð kvartenda og taldi þeim ekki veittur nægur tími til að kynna sér samþykkisgögn. Þá var veitingu fræðslu um hvar þau gætu leitað nánari upplýsinga ábótavant að mati Persónuverndar. Lesa má nánar um úrskurði Persónuverndar hér. Tengdar fréttir Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24 Persónuvernd segir of stuttan tíma hafa liðið Persónuvernd telur að lengri tími hefði þurft að líða frá því Íslensk erfðagreining (ÍE) sendi gögn tengd söfnuninni "Útkall í þágu vísinda“ og þangað til söfnun lífsýna hófst. 17. maí 2014 07:00 Kári segir gagnrýni á rannsókn hrokafulla Hart er tekist á um siðferðisleg álitaefni vegna lífsýnasöfnunar Íslenskrar erfðagreiningar. 10. maí 2014 06:30 Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Persónuvernd hefur úrskurðað í þremur málum sem varða öflun Íslenskrar erfðagreiningar ehf. á lífsýnum frá einstaklingum sem boðin var þátttaka í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins á sviði mannerfðafræði. Í fyrsta málinu barst Persónuvernd kvörtun frá manneskju sem sagðist meðal annars vera á bannskrá Þjóðskrár Íslands. Þá gerði hún einnig athugasemd við það hvernig leitað var eftir þátttakendum í samanburðarhópi fyrir rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar, meðal annars með aðkomu björgunarsveita að verkefninu, en björgunarsveitir gengu í hús og söfnuðu lífsýnum þeirra sem samþykktu að veita þau. Þá taldi kvartandinn auk þess Íslenska erfðagreiningu hafa beitt söluhvetjandi aðferð, þar sem þátttakendum var boðinn kaupauki í formi klæðis.Þakklætisvottur - ekki kaupaukiÍ svarbréfi til Persónuverndar kallar Íslensk erfðagreining ehf. þennan kaupauka í formi klæðis þakklætisvott til þátttakenda, en um var að ræða stuttermabol. Þá tekur Íslensk erfðagreining fram að Vísindasiðanefnd hefði ekki gert athugasemd við þennan þakklætisvott og telur því Íslensk erfðagreining stuttermabolina ekki vera kaupauka. Þá sagði Íslensk erfðagreining að bannmerkingar í Þjóðskrá Íslands ætti ekki við í þessu tilviki því ekki væri um að ræða markpóstur heldur boð um þátttöku í vísindarannsókn. Þá taldi kvartandinn að notkun björgunarsveita í þessu verkefni hafi það í för með sér að einstaklingum finnist þeir „svíkja“ björgunarsveitirnar og almannaheill með því að samþykkja ekki þátttöku í umræddri rannsókn, en mikið var gert úr því að björgunarsveitin fengi fjárhagslegan styrk frá Íslenskri erfðagreiningu ef einstaklingar samþykktu þátttöku. Íslensk erfðagreining hafnaði þessari fullyrðingu og segir Persónuvernd það vera hlutverk Vísindasiðanefndar að meta vísindarannsóknir á heilbrigðissviði í þeim tilgangi að tryggja að þær samrýmist vísindalegum og siðfræðilegum sjónarmiðum, en Vísindasiðanefnd sá ekkert athugavert við þessa aðferð Íslenskrar erfðagreiningar. Því var það mat Persónuverndar að vinnsla persónuupplýsinga um kvartandann hafi verið í samræmi við ákvæði laga.Taldi söfnunina bera keim af ofsóknum Í öðru málinu taldi kvartandi að aðferðir Íslenskrar erfðagreiningar við að safna lífsýnum í lífsýnabankann beri keim af ofsóknum og átti þar við samstarfið við björgunarsveitir. Íslensk erfðagreining vísaði þessum ásökunum um ofsóknir á bug og kallaði þær dylgjur í svarbréfi sínu til Persónuverndar. Þá taldi kvartandinn að Íslenskri erfðagreiningu hefði borið að virða úrsögn hans úr gagnagrunni á heilbrigðissviði þegar honum var boðin þátttaka í lífsýnasöfnun Íslenskrar erfðagreiningu. Persónuvernd sagði að þessa úrsögn ekki taka til allra vísindarannsókna á heilbrigðissviði og söfnunar lífsýna í þágu slíkra rannsókna. Að mati Persónuverndar grundvallast sú lífsýnasöfnun ekki á því að áður hafi verið unnið með upplýsingar um viðkomandi einstaklinga í vísindarannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar.Ekki nægur tími Í þriðja málinu dregur Persónuvernd saman fjórar samhljóðandi kvartanir en þar var kvartað yfir því hve skammur tími leið frá því að gögnin um lífsýnasöfnun bárust einstaklingi og þangað til komið var á heimili hans til að sækja samþykkisyfirlýsingu og lífsýni. Fannst kvartendunum umhugsunartíminn vera skammur. Þá þótt kvartendum asi hafa verið á framkvæmd söfnunarinnar og með því að fá björgunarsveitarfólk til að safna sýnum hafi þeir sem leitað var til verið beittir þrýstingi, en auk þess hafi þeir sem söfnuðu sýnunum ekki haft þekkingu til að svara spurningum varðandi þátttöku. Persónuvernd tók undir þessi orð kvartenda og taldi þeim ekki veittur nægur tími til að kynna sér samþykkisgögn. Þá var veitingu fræðslu um hvar þau gætu leitað nánari upplýsinga ábótavant að mati Persónuverndar. Lesa má nánar um úrskurði Persónuverndar hér.
Tengdar fréttir Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24 Persónuvernd segir of stuttan tíma hafa liðið Persónuvernd telur að lengri tími hefði þurft að líða frá því Íslensk erfðagreining (ÍE) sendi gögn tengd söfnuninni "Útkall í þágu vísinda“ og þangað til söfnun lífsýna hófst. 17. maí 2014 07:00 Kári segir gagnrýni á rannsókn hrokafulla Hart er tekist á um siðferðisleg álitaefni vegna lífsýnasöfnunar Íslenskrar erfðagreiningar. 10. maí 2014 06:30 Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24
Persónuvernd segir of stuttan tíma hafa liðið Persónuvernd telur að lengri tími hefði þurft að líða frá því Íslensk erfðagreining (ÍE) sendi gögn tengd söfnuninni "Útkall í þágu vísinda“ og þangað til söfnun lífsýna hófst. 17. maí 2014 07:00
Kári segir gagnrýni á rannsókn hrokafulla Hart er tekist á um siðferðisleg álitaefni vegna lífsýnasöfnunar Íslenskrar erfðagreiningar. 10. maí 2014 06:30
Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels