Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Árni Sæberg skrifar 20. október 2025 14:05 Unnur Brá er fyrsti starfsmaðurinn sem er ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins síðan Guðrún tók við völdum. Á sama tíma hafa fjórir látið af störfum. Vísir Sigríður Erla Sturludóttir hefur sagt upp störfum sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Nú hafa fjórir starfsmenn ýmist sagt upp eða verið sagt upp störfum síðan Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur verið ráðin til starfa fyrir þingflokkinn, sem hún sat á þingi fyrir í fjölda ára. Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku sagði Kristófer Már Maronsson upp störfum sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins í lok ágúst. Í september var þeim Andra Steini Hilmarssyni og Viktori Inga Lorange sagt upp störfum hjá flokknum. Nú hefur Sigríður Erla sömuleiðis sagt upp störfum, að því er heimildir Vísis herma. Þannig hefur fjöldi starfsmanna flokksins helmingast frá því að Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður hans í byrjun mars síðastliðins. Fyrrverandi forseti til liðs við þingflokkinn Sjálfstæðismenn þurfa þó ekki að örvænta þar sem þingflokknum hefur nú borist öflugur liðsauki. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, hefur verið ráðin starfsmaður hans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Unnur Brá sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2009 til 2017 og gegndi embætti forseta Alþingis árið 2017. Hún var formaður allsherjar- og menntamálanefndar árin 2013 til 2016 og átti sæti í fjölmörgum öðrum nefndum þingsins. Unnur Brá var varaþingmaður kjörtímabilin 2007 til 2009 og 2017 til 2021. Aðstoðaði ríkisstjórn og stýrði endurskoðun búvörusamninga Í tilkynningunni segir að Unnur Brá hafi frá því þingmennsku lauk gegnt margvíslegum trúnaðar- og stjórnunarstörfum. Hún hafi verið aðstoðarmaður ríkisstjórnar árin 2018 til 2020 og aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þáverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, á árunum 2022 til 2024. Þá hafi Kristján Þór Júlíusson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipað hana formann samninganefndar ríkisins vegna endurskoðunar búvörusamninga. Unnur Brá hafi starfsð sem formaður stýrihóps um framkvæmdir við nýjan Landspítala 2020 til 2022. Áður en hún tók sæti á Alþingi hafi Unnur Brá starfað sem sveitarstjóri Rangárþings eystra og jafnframt verið kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn. Þá hafi hún setið í verkefnisstjórn um Rammaáætlun 2007 til 2011, tilnefnd af þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde. Unnur Brá sé lögfræðingur að mennt og hafi lokið embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún hafi öðlast réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum og stundað meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Mikill fengur Haft er eftir Ólafi Adolfssyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, að ráðningin styrki starf þingflokksins. „Það er mikill fengur að fá Unni Brá til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hún gjörþekkir starfsemi Alþingis, og er með margvíslega reynslu úr starfi Sjálfstæðisflokksins bæði á sviði landsmála og sveitarstjórnarstigs. Húnbýr yfir leiðtogahæfileikum, víðtækri þekkingu á stjórnsýslu og áralangri reynslu úr stjórnmálum. Ég er sannfærður um að hún muni reynast okkur í þingflokknum mikill styrkur og býð hana innilega velkomna til starfa.“ Aðstoðaði Guðrúnu og vildi verða skrifstofustjóri Auk þeirra starfa sem talin eru upp í tilkynningunni var Unnur Brá Guðrúnu til halds og trausts í baráttunni um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins í upphafi árs. Þá var hún meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alþingis og samkvæmt heimildum Vísis var hún nálægt því að hreppa hnossið. Sverrir Jónsson var ráðinn skrifstofustjóri um miðjan júní síðastliðinn. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mannauðsmál Vistaskipti Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku sagði Kristófer Már Maronsson upp störfum sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins í lok ágúst. Í september var þeim Andra Steini Hilmarssyni og Viktori Inga Lorange sagt upp störfum hjá flokknum. Nú hefur Sigríður Erla sömuleiðis sagt upp störfum, að því er heimildir Vísis herma. Þannig hefur fjöldi starfsmanna flokksins helmingast frá því að Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður hans í byrjun mars síðastliðins. Fyrrverandi forseti til liðs við þingflokkinn Sjálfstæðismenn þurfa þó ekki að örvænta þar sem þingflokknum hefur nú borist öflugur liðsauki. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, hefur verið ráðin starfsmaður hans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Unnur Brá sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2009 til 2017 og gegndi embætti forseta Alþingis árið 2017. Hún var formaður allsherjar- og menntamálanefndar árin 2013 til 2016 og átti sæti í fjölmörgum öðrum nefndum þingsins. Unnur Brá var varaþingmaður kjörtímabilin 2007 til 2009 og 2017 til 2021. Aðstoðaði ríkisstjórn og stýrði endurskoðun búvörusamninga Í tilkynningunni segir að Unnur Brá hafi frá því þingmennsku lauk gegnt margvíslegum trúnaðar- og stjórnunarstörfum. Hún hafi verið aðstoðarmaður ríkisstjórnar árin 2018 til 2020 og aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þáverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, á árunum 2022 til 2024. Þá hafi Kristján Þór Júlíusson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipað hana formann samninganefndar ríkisins vegna endurskoðunar búvörusamninga. Unnur Brá hafi starfsð sem formaður stýrihóps um framkvæmdir við nýjan Landspítala 2020 til 2022. Áður en hún tók sæti á Alþingi hafi Unnur Brá starfað sem sveitarstjóri Rangárþings eystra og jafnframt verið kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn. Þá hafi hún setið í verkefnisstjórn um Rammaáætlun 2007 til 2011, tilnefnd af þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde. Unnur Brá sé lögfræðingur að mennt og hafi lokið embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún hafi öðlast réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum og stundað meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Mikill fengur Haft er eftir Ólafi Adolfssyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, að ráðningin styrki starf þingflokksins. „Það er mikill fengur að fá Unni Brá til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hún gjörþekkir starfsemi Alþingis, og er með margvíslega reynslu úr starfi Sjálfstæðisflokksins bæði á sviði landsmála og sveitarstjórnarstigs. Húnbýr yfir leiðtogahæfileikum, víðtækri þekkingu á stjórnsýslu og áralangri reynslu úr stjórnmálum. Ég er sannfærður um að hún muni reynast okkur í þingflokknum mikill styrkur og býð hana innilega velkomna til starfa.“ Aðstoðaði Guðrúnu og vildi verða skrifstofustjóri Auk þeirra starfa sem talin eru upp í tilkynningunni var Unnur Brá Guðrúnu til halds og trausts í baráttunni um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins í upphafi árs. Þá var hún meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alþingis og samkvæmt heimildum Vísis var hún nálægt því að hreppa hnossið. Sverrir Jónsson var ráðinn skrifstofustjóri um miðjan júní síðastliðinn.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mannauðsmál Vistaskipti Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira