Giftingarhringurinn fannst eftir 64 ár Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2015 20:45 Elín Sigurðardóttir og Óskar Jónsson á 65 ára brúðkaupsafmælinu sínu. Óskar Jónsson frá Dalvík fékk um helgina giftingarhring sinn í hendurnar, en hann hafði týnt hringnum fyrir 64 árum. Hann og eiginkona hans Elín Sigurðardóttir héldu upp á 65 ára brúðkaupsafmæli í nóvember. Hringurinn fannst á gömlu bílaverkstæði eftir að eldur kom þar upp. Brynjar Aðalsteinsson leitaði eiganda hringsins í mánuð. „Ég var alveg orðlaus þegar hann kom með hann. Mér hafði aldrei dottið þetta í hug. Það sem er líka einkennilegt er að í byrjun nóvember var ég að hugsa um að kaupa hring og draga upp á afmælinu. Ég var þó svo lélegur að ég komst ekki í það,“ segir Óskar í samtali við Vísi, en hann verður níræður á árinu.Eins og nýr Óskar segir að svili sinn hafi rekið verkstæðið þar sem hringurinn fannst. Hann hélt þó að hann hefði týnt honum við snjómokstur. „Svili minn var með þetta verkstæði. Ég hélt ég hefði týnt honum út á vegi. Hann hefur greinilega týnst þarna inni, en ég taldi víst að hann lægi einhversstaðar á þjóðveginum.“ Óskar segir að hringurinn líti út eins og nýr. En hann hefur aldrei borið hring síðan. Áður en hann týndi hringnum, var hann með stálhring á fingrinum. Þegar hann vann við að moka salti í skip, klemmdist Óskar svo að saga þurfti af honum hringinn. „Ég setti því aldrei upp hring aftur, fyrr en núna. Það er ekki seinna vænna,“ segir Óskar og hlær.Hringurinn sem um ræðir.Fannst eftir bruna „Það atvikaðist nú þannig að við vorum að laga til eftir brunatjón og þarna voru búnir að vera iðnaðarmenn. Smiðir, múrarar og rafvirkjar og allt fullt af drasli. Það var fullt af drasli sem fór á haugana,“ segir Brynjar. Verið var verið að leggja lokahönd á þrifin og ungur strákur sem var að laga til fann nokkra tommustokka. „Hann réttir mér einn tommustokkinn og spyr: Hvað er þetta? Upp á tommustokknum var hringur, svo ég sagði: Fyrir utan tommustokkinn sýnist mér þetta vera giftingarhringur. Hann er nú farinn í skólann drengurinn og ég gleymdi að spyrja hann hvort hann væri að spyrja út í tommustokkinn eða hringinn,“ segir Brynjar.Hringurinn rataði heim Þetta gerðist fyrir um mánuði og síðan þá er Brynjar búinn að vera að leita að eiganda hringsins. Hann hefur hringt í gullsmiðafélagið og auglýst eftir honum á Facebook. Um helgina datt eiginkonu Brynjars í hug að Elín og Óskar gætu átt hringinn þar sem inn í honum stendur: Þín Elín. „Hringurinn rataði heim akkúrat mánuði eftir að við fundum hann. Hann er búinn að hvíla á mér frá upphafi.“ „Þetta er algjörlega ótrúlegt. Ég var svo ánægður með að þau ættu hann. Hringurinn er búinn að hvíla á mér hvern einasta dag. Þetta er næstum því búið að vera eins og hjá Fróða hobbita. Hann hefur vart farið úr huga mínum og ég varð að finna eigandann. Ég hef sjálfur tapað hring og fundið aftur. Þetta var æðislegt.“ Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Óskar Jónsson frá Dalvík fékk um helgina giftingarhring sinn í hendurnar, en hann hafði týnt hringnum fyrir 64 árum. Hann og eiginkona hans Elín Sigurðardóttir héldu upp á 65 ára brúðkaupsafmæli í nóvember. Hringurinn fannst á gömlu bílaverkstæði eftir að eldur kom þar upp. Brynjar Aðalsteinsson leitaði eiganda hringsins í mánuð. „Ég var alveg orðlaus þegar hann kom með hann. Mér hafði aldrei dottið þetta í hug. Það sem er líka einkennilegt er að í byrjun nóvember var ég að hugsa um að kaupa hring og draga upp á afmælinu. Ég var þó svo lélegur að ég komst ekki í það,“ segir Óskar í samtali við Vísi, en hann verður níræður á árinu.Eins og nýr Óskar segir að svili sinn hafi rekið verkstæðið þar sem hringurinn fannst. Hann hélt þó að hann hefði týnt honum við snjómokstur. „Svili minn var með þetta verkstæði. Ég hélt ég hefði týnt honum út á vegi. Hann hefur greinilega týnst þarna inni, en ég taldi víst að hann lægi einhversstaðar á þjóðveginum.“ Óskar segir að hringurinn líti út eins og nýr. En hann hefur aldrei borið hring síðan. Áður en hann týndi hringnum, var hann með stálhring á fingrinum. Þegar hann vann við að moka salti í skip, klemmdist Óskar svo að saga þurfti af honum hringinn. „Ég setti því aldrei upp hring aftur, fyrr en núna. Það er ekki seinna vænna,“ segir Óskar og hlær.Hringurinn sem um ræðir.Fannst eftir bruna „Það atvikaðist nú þannig að við vorum að laga til eftir brunatjón og þarna voru búnir að vera iðnaðarmenn. Smiðir, múrarar og rafvirkjar og allt fullt af drasli. Það var fullt af drasli sem fór á haugana,“ segir Brynjar. Verið var verið að leggja lokahönd á þrifin og ungur strákur sem var að laga til fann nokkra tommustokka. „Hann réttir mér einn tommustokkinn og spyr: Hvað er þetta? Upp á tommustokknum var hringur, svo ég sagði: Fyrir utan tommustokkinn sýnist mér þetta vera giftingarhringur. Hann er nú farinn í skólann drengurinn og ég gleymdi að spyrja hann hvort hann væri að spyrja út í tommustokkinn eða hringinn,“ segir Brynjar.Hringurinn rataði heim Þetta gerðist fyrir um mánuði og síðan þá er Brynjar búinn að vera að leita að eiganda hringsins. Hann hefur hringt í gullsmiðafélagið og auglýst eftir honum á Facebook. Um helgina datt eiginkonu Brynjars í hug að Elín og Óskar gætu átt hringinn þar sem inn í honum stendur: Þín Elín. „Hringurinn rataði heim akkúrat mánuði eftir að við fundum hann. Hann er búinn að hvíla á mér frá upphafi.“ „Þetta er algjörlega ótrúlegt. Ég var svo ánægður með að þau ættu hann. Hringurinn er búinn að hvíla á mér hvern einasta dag. Þetta er næstum því búið að vera eins og hjá Fróða hobbita. Hann hefur vart farið úr huga mínum og ég varð að finna eigandann. Ég hef sjálfur tapað hring og fundið aftur. Þetta var æðislegt.“
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira