Wenger vill ekkert segja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2015 10:00 Arsene Wenger og Jose Mourinho ræða málin. Vísir/Getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill ekkert með Jose Mourinho hafa. Það fer ekkert framhjá neinum og sannaðist enn einu sinni á blaðamannfundi fyrir stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Arsene Wenger vill ekki einu sinni gefa það upp hvort að hann ætli að taka í höndina á Portúgalanum eftir leik Arsenal og Chelsea á Stamford Bridge á morgun. Enskir fjölmiðlar hafa verið mjög uppteknir af mjög stirðu sambandi knattspyrnustjóra Chelsea og Arsenal en franski knattspyrnustjórinn vill ekkert segja um málið. „Sjáið þið til. Þetta fær alltof mikla athygli. Fólk kemur á fótboltaleiki til að horfa á fótbolta. Allt annað er aukaatriði," sagði Arsene Wenger á blaðamannafundi í dag.Sjá einnig:Mourinho: Sum félög hafa valdið vonbrigðum í 15 ár með sama stjóra Ensku blaðamennirnir gáfust þó ekki upp og spurðu hann aftur út í Jose Mourinho. „Ég hef ekkert meira að segja um þetta," sagði Wenger pirraður. Það var eins og skvetta olíu og eld þegar Jose Mourinho óskaði öllum leikmönnum Arsenal, og þá meina ég öllum, til hamingju með sigurinn í leiknum um Samfélagsskjöldinn í haust en hunsaði síðan Wenger þegar franski stjórinn kom síðastur niður tröppurnar. Allt þetta sjást vel í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum og vikuna á eftir kepptust ensku fjölmiðlamennirnir sér upp úr slæmum samskiptum tveggja af sigursælustu knattspyrnustjórum ensku úrvalsdeildarinnar undanfarna áratugi. Wenger vann sögulegan sigur í leiknum á Wembley í ágúst því þetta var fyrsti sigur hans á móti liði undir stjórn Mourinho. Mourinho tapaði ekki í fyrstu þrettán leikjum sínum á móti Wenger.Sjá einnig:Mourinho hundsaði Wenger eftir leik og henti verðlaunapeningnum upp í stúku Jose Mourinho sleppur ekkert við Wenger-spurningarnar á sínum blaðamannafundi þótt að sá fundur muni örugglega snúast meira um slæma byrjun ensku meistaranna á þessu tímabili og gríðarlegt mikilvægi þess að vinna Arsenal á morgun ætli Chelsea-liðið að vera með í titilbaráttunni á þessari leiktíð. Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Stjórar þurfa ekkert að takast í hendur vilji þeir það ekki Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var auðvitað spurður út í samskipti sín og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal í kringum leikinn um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi. 5. ágúst 2015 10:00 Mourinho: Sum félög hafa valdið vonbrigðum í 15 ár með sama stjóra Jose Mourinho, stjóri Chelsea, skaut föstum skotum að árangri Arsene Wenger, stjóra Arsenal, á blaðamannafundi fyrir stórleik Chelsea gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. 16. ágúst 2015 11:30 Mourinho hundsaði Wenger eftir leik og henti verðlaunapeningnum upp í stúku | Myndband José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki sáttur eftir tap ensku meistaranna fyrir Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn í dag. 2. ágúst 2015 17:10 Sögulegur sigur Arsenal | Sjáðu markið Alex Oxlade-Chamberlain tryggði Arsenal sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Lokatölur 1-0, Arsenal í vil. 2. ágúst 2015 11:51 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill ekkert með Jose Mourinho hafa. Það fer ekkert framhjá neinum og sannaðist enn einu sinni á blaðamannfundi fyrir stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Arsene Wenger vill ekki einu sinni gefa það upp hvort að hann ætli að taka í höndina á Portúgalanum eftir leik Arsenal og Chelsea á Stamford Bridge á morgun. Enskir fjölmiðlar hafa verið mjög uppteknir af mjög stirðu sambandi knattspyrnustjóra Chelsea og Arsenal en franski knattspyrnustjórinn vill ekkert segja um málið. „Sjáið þið til. Þetta fær alltof mikla athygli. Fólk kemur á fótboltaleiki til að horfa á fótbolta. Allt annað er aukaatriði," sagði Arsene Wenger á blaðamannafundi í dag.Sjá einnig:Mourinho: Sum félög hafa valdið vonbrigðum í 15 ár með sama stjóra Ensku blaðamennirnir gáfust þó ekki upp og spurðu hann aftur út í Jose Mourinho. „Ég hef ekkert meira að segja um þetta," sagði Wenger pirraður. Það var eins og skvetta olíu og eld þegar Jose Mourinho óskaði öllum leikmönnum Arsenal, og þá meina ég öllum, til hamingju með sigurinn í leiknum um Samfélagsskjöldinn í haust en hunsaði síðan Wenger þegar franski stjórinn kom síðastur niður tröppurnar. Allt þetta sjást vel í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum og vikuna á eftir kepptust ensku fjölmiðlamennirnir sér upp úr slæmum samskiptum tveggja af sigursælustu knattspyrnustjórum ensku úrvalsdeildarinnar undanfarna áratugi. Wenger vann sögulegan sigur í leiknum á Wembley í ágúst því þetta var fyrsti sigur hans á móti liði undir stjórn Mourinho. Mourinho tapaði ekki í fyrstu þrettán leikjum sínum á móti Wenger.Sjá einnig:Mourinho hundsaði Wenger eftir leik og henti verðlaunapeningnum upp í stúku Jose Mourinho sleppur ekkert við Wenger-spurningarnar á sínum blaðamannafundi þótt að sá fundur muni örugglega snúast meira um slæma byrjun ensku meistaranna á þessu tímabili og gríðarlegt mikilvægi þess að vinna Arsenal á morgun ætli Chelsea-liðið að vera með í titilbaráttunni á þessari leiktíð.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Stjórar þurfa ekkert að takast í hendur vilji þeir það ekki Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var auðvitað spurður út í samskipti sín og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal í kringum leikinn um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi. 5. ágúst 2015 10:00 Mourinho: Sum félög hafa valdið vonbrigðum í 15 ár með sama stjóra Jose Mourinho, stjóri Chelsea, skaut föstum skotum að árangri Arsene Wenger, stjóra Arsenal, á blaðamannafundi fyrir stórleik Chelsea gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. 16. ágúst 2015 11:30 Mourinho hundsaði Wenger eftir leik og henti verðlaunapeningnum upp í stúku | Myndband José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki sáttur eftir tap ensku meistaranna fyrir Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn í dag. 2. ágúst 2015 17:10 Sögulegur sigur Arsenal | Sjáðu markið Alex Oxlade-Chamberlain tryggði Arsenal sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Lokatölur 1-0, Arsenal í vil. 2. ágúst 2015 11:51 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Mourinho: Stjórar þurfa ekkert að takast í hendur vilji þeir það ekki Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var auðvitað spurður út í samskipti sín og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal í kringum leikinn um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi. 5. ágúst 2015 10:00
Mourinho: Sum félög hafa valdið vonbrigðum í 15 ár með sama stjóra Jose Mourinho, stjóri Chelsea, skaut föstum skotum að árangri Arsene Wenger, stjóra Arsenal, á blaðamannafundi fyrir stórleik Chelsea gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. 16. ágúst 2015 11:30
Mourinho hundsaði Wenger eftir leik og henti verðlaunapeningnum upp í stúku | Myndband José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki sáttur eftir tap ensku meistaranna fyrir Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn í dag. 2. ágúst 2015 17:10
Sögulegur sigur Arsenal | Sjáðu markið Alex Oxlade-Chamberlain tryggði Arsenal sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Lokatölur 1-0, Arsenal í vil. 2. ágúst 2015 11:51