Rangt að sótt sé að gömlum húsum í miðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 27. ágúst 2015 20:57 Formaður skipulagsráðs borgarinnar fagnar áhuga forsætisráðherra á skipulagi miðborgarinnar. Það sé hins vegar rangt að sótt sé að gömlum timburhúsum í borginni og hann minnir á að ríkið eigi sjálft holur og reiti í borginni sem staðið hafi óbyggðir lengi. Uppbygging í miðborginni fer eftir samþykktu deiliskipulagi en ljóst er að miðborgin mun taka miklum breytingum á næstu árum vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda víðs vegar á miðborgarsvæðinu. Miklar umræður hafa verið um það hús sem rísa á á lóð Íslandsbanka eftir að búið er að rífa þá byggingu sem fyrir er. Húsið sem á að byggja er í allt öðrum stíl en húsin sitthvoru megin við. Formaður skipulagsráðs segir fagnaðarefni að forsætisráðherra sýni borginni og miðborginni áhuga. Það sama verði ekki sagt um marga þingmenn Reykjavíkur. „Ég verð hinsvegar að segja að ég er ekki sammála því sem að hann segir um að hér sé verið að sækja að gömlum timburhúsum. Það er bara rangt. Það hefur átt sér stað mikið starf í því að vernda og gera upp gömul timburhús. Ekki síst hérna í norðanverðu Skólavörðuholti. Ég er líka ósammála þeirri hugmynd sem hann setur fram um að byggja stórt timburhótel á Ingólfstorgi. Ég held að það sé ekki góð hugmynd,“ segir Hjálmar Jónsson. Hjálmar segir það ágætis hugmynd að nýtt hús á Íslandsbankareitnum kallist á við húsin í kring enda sé ekki búið að ákveða að byggja það hús sem sýnt hafi verið í fjölmiðlum og enn sé verið að skoða kosti. „Menn verða að velja sér sjónarhorn og mælikvarða. Hérna í Vonarstræti eru líka mjög flott steinsteypuhús, annað teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Það má líka nota það sem mælikvarða. En þegar við erum komin út í svona deilur um fagurfræði, þá er oft erfitt að finna sameiginlega lausn.“ Forsætisráðherra hafi haft tækifæri sem varaformaður í umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar á sínum tíma til að hafa áhrif á skipulag lóða við Tollhúsið og Hörpu en ekki gert það. Ráðherra gæti hins vegar litið sér nær varðandi stóra helgunarreiti Alþingis og ríkisins í miðborginni. „Þar sem ekkert hefur gerst. Ég er að tala um risastóra malarlóð beint fyrir framan ráðhúsið við Tjarnargötu og Vonarstræti sem er orðinn einhver lager fyrir verktaka. Ég er að tala um risastórar auðar lóðir við Sölvhólsgötu og holuna sem að hefur verið kölluð Hola hinna íslensku fræða, við Suðurgötuna. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Formaður skipulagsráðs borgarinnar fagnar áhuga forsætisráðherra á skipulagi miðborgarinnar. Það sé hins vegar rangt að sótt sé að gömlum timburhúsum í borginni og hann minnir á að ríkið eigi sjálft holur og reiti í borginni sem staðið hafi óbyggðir lengi. Uppbygging í miðborginni fer eftir samþykktu deiliskipulagi en ljóst er að miðborgin mun taka miklum breytingum á næstu árum vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda víðs vegar á miðborgarsvæðinu. Miklar umræður hafa verið um það hús sem rísa á á lóð Íslandsbanka eftir að búið er að rífa þá byggingu sem fyrir er. Húsið sem á að byggja er í allt öðrum stíl en húsin sitthvoru megin við. Formaður skipulagsráðs segir fagnaðarefni að forsætisráðherra sýni borginni og miðborginni áhuga. Það sama verði ekki sagt um marga þingmenn Reykjavíkur. „Ég verð hinsvegar að segja að ég er ekki sammála því sem að hann segir um að hér sé verið að sækja að gömlum timburhúsum. Það er bara rangt. Það hefur átt sér stað mikið starf í því að vernda og gera upp gömul timburhús. Ekki síst hérna í norðanverðu Skólavörðuholti. Ég er líka ósammála þeirri hugmynd sem hann setur fram um að byggja stórt timburhótel á Ingólfstorgi. Ég held að það sé ekki góð hugmynd,“ segir Hjálmar Jónsson. Hjálmar segir það ágætis hugmynd að nýtt hús á Íslandsbankareitnum kallist á við húsin í kring enda sé ekki búið að ákveða að byggja það hús sem sýnt hafi verið í fjölmiðlum og enn sé verið að skoða kosti. „Menn verða að velja sér sjónarhorn og mælikvarða. Hérna í Vonarstræti eru líka mjög flott steinsteypuhús, annað teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Það má líka nota það sem mælikvarða. En þegar við erum komin út í svona deilur um fagurfræði, þá er oft erfitt að finna sameiginlega lausn.“ Forsætisráðherra hafi haft tækifæri sem varaformaður í umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar á sínum tíma til að hafa áhrif á skipulag lóða við Tollhúsið og Hörpu en ekki gert það. Ráðherra gæti hins vegar litið sér nær varðandi stóra helgunarreiti Alþingis og ríkisins í miðborginni. „Þar sem ekkert hefur gerst. Ég er að tala um risastóra malarlóð beint fyrir framan ráðhúsið við Tjarnargötu og Vonarstræti sem er orðinn einhver lager fyrir verktaka. Ég er að tala um risastórar auðar lóðir við Sölvhólsgötu og holuna sem að hefur verið kölluð Hola hinna íslensku fræða, við Suðurgötuna.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28
Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09
Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24